Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 48

Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Spánn B-deild kvenna: Adelantados – Celta Zorka ................ 52:57  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 9 stig og tók 4 fráköst fyrir Celta Zorka í leiknum. B-deild karla: Prat Joventut – Barcelona B ............. 70:66  Kári Jónsson var ekki með Barcelona vegna meiðsla. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, 8-liða úrslit: San Antonio – Denver ...................... 120:103  Staðan er 3:3 og oddaleikur í Denver að- faranótt sunnudags. KÖRFUBOLTI Í BREIÐHOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Íslandsmeistararnir í KR jöfnuðu metin í úrslitaeinvígi sínu gegn ÍR á Íslandsmóti karla í körfuknattleik með 86:73-sigri í leik liðanna í Selja- skóla í gærkvöldi. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í seríunni er þeir unnu þvílíkan spennutrylli í framlengingu í Vesturbænum á þriðjudaginn en í gær afstýrðu KR-ingar slíkum úrslit- um með reynslu sinni og gæðum. KR-ingar hafa orðið Íslandsmeist- arar síðastliðin fimm ár í röð og það segir margt um gæðin og reynsluna í liði Vesturbæinga að þegar Jón Arn- ór Stefánsson, besti körfuknattleiks- maður í sögu Íslands, lauk leik vegna meiðsla í fyrri hálfleik var enginn skortur á staðgenglum í svarthvítu til að taka við keflinu. Julian Boyd átti stórleik, skoraði 28 stig og tók níu fráköst og þá sýndi Pavel Ermol- inskij gamalkunna takta er hann tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá er Michele Di Nunno skemmti- legur leikmaður en Bandaríkjamað- urinn setti 20 stig og var óhræddur við að sækja á ÍR-inga. Óvíst er hvort Jón Arnór nær sér fyrir næsta leik á mánudaginn. KR færði sig upp á skaftið „Fimmfaldir meistarar,“ sungu Vesturbæingar hástöfum í Selja- skóla í gær og reyndust það ekki að- eins orðin tóm er KR-ingar nýttu alla sína reynslu til að bæla niður ÍR-inga sem oft hafa verið sprækari. Sig- urður Gunnar Þorsteinsson og Ger- ald Robinson eru stóru mennirnir í liði ÍR og það var því alltaf ljóst að á þá myndi reyna í þessu einvígi gegn risavöxnu liði meistaranna. Í gær áttu þeir báðir dapran leik undir körfunni og þá sérstaklega eftir hlé. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðu KR- ingar sig upp á skaftið. Gestirnir unnu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á meðan heimamenn skorti bar- áttuna og frekjuna sem hefur ein- kennt sveina Borche Ilievski þjálfara í þessari úrslitakeppni. ÍR-ingar eru vel studdir í Seljaskóla og virðast stundum ekki þola pressuna, margir af þeirra lökustu leikjum undanfarið hafa komið á heimavelli. ÍR-ingar sendu hins vegar bæði Njarðvík og Stjörnuna í sumarfrí eftir frækna útisigra í oddaleikjum og er því nóg eftir í þessu háspennu einvígi. „Fjandi sterkur hópur“ „Það hvernig við svöruðum fyrri leiknum er til fyrirmyndar,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, í samtali við Morgunblaðið strax að leik loknum. „Ég veit ekki hvað við náum mörgum sóknarfráköstum á lykilstundum hér í lokin, það var allt- af KR-ingur fyrstur í boltann,“ bætti hann við og hrósaði karakter sinna manna, sérstaklega eftir að Jón Arn- ór fór meiddur af velli. „Liðið steig bara upp og það sýnir að við erum fjandi sterkur hópur.“ Meistarar KR svöruðu fyrir sig  Julian Boyd reyndist óstöðvandi  ÍR-ingar með sviðskrekk á heimavelli  Jón Arnór meiddist í fyrri hálfleik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erfiður Julian Boyd átti stórleik í gær og reyndist ÍR-ingum afar erfiður. Hertz-hellirinn, annar úrslitaleikur karla, föstudag 26. apríl 2019. Gangur leiksins: 4:2, 11:11, 14:16, 15:21, 20:23, 23:23, 30:29, 37:31, 42:39, 46:50, 48:55, 51:63, 54:67, 61:75, 67:79, 73:86. ÍR: Kevin Capers 25/5 fráköst/6 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurð- arson 20/6 fráköst, Sigurður Gunn- ar Þorsteinsson 7, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 7, Daði Berg Grét- arsson 4, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Trausti Eiríksson 3, Gerald Robinson 3/9 fráköst. ÍR – KR 73:86 Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn. KR: Julian Boyd 28/9 fráköst, Mic- hele Christopher Di Nunno 20, Krist- ófer Acox 12/8 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 8, Pavel Ermolinskij 6/10 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Krist- jánsson 6, Finnur Atli Magnússon 3, Helgi Már Magnússon 3/6 fráköst. Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Ísak Ernir Kristinsson, Rögn- valdur Hreiðarsson. Áhorfendur: 1256.  Staðan er jöfn, 1:1. Pepsi Max-deild karla Valur – Víkingur R................................... 3:3 England Liverpool – Huddersfield ........................ 5:0 Staðan: Liverpool 36 28 7 1 84:20 91 Manch.City 35 29 2 4 89:22 89 Tottenham 35 23 1 11 65:35 70 Chelsea 35 20 7 8 59:38 67 Arsenal 35 20 6 9 69:46 66 Manch. Utd 35 19 7 9 63:50 64 Wolves 35 14 9 12 44:43 51 Watford 35 14 8 13 50:50 50 Everton 35 14 7 14 50:44 49 Leicester 35 14 6 15 48:47 48 West Ham 35 12 7 16 44:54 43 Cr. Palace 35 12 6 17 43:48 42 Newcastle 35 11 8 16 35:44 41 Bournemouth 35 12 5 18 49:62 41 Burnley 35 11 7 17 44:62 40 Southampton 35 9 10 16 41:58 37 Brighton 35 9 7 19 32:54 34 Cardiff 35 9 4 22 30:65 31 Fulham 35 6 5 24 33:76 23 Huddersfield 36 3 5 28 20:74 14 Þýskaland Augsburg – Leverkusen ......................... 1:4  Alfreð Finnbogason hjá Augsburg er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Bayern Münch. 30 22 4 4 79:29 70 Dortmund 30 21 6 3 72:36 69 RB Leipzig 30 18 7 5 57:23 61 E.Frankfurt 30 15 8 7 58:35 53 M’gladbach 30 15 6 9 49:37 51 Leverkusen 31 16 3 12 57:49 51 Hoffenheim 30 13 11 6 65:41 50 Werder Bremen 30 12 10 8 52:42 46 Wolfsburg 30 13 7 10 48:45 46 Düsseldorf 30 11 4 15 40:59 37 Hertha Berlín 30 9 9 12 41:48 36 Mainz 30 10 6 14 37:51 36 Freiburg 30 7 11 12 39:54 32 Augsburg 31 8 7 16 47:59 31 Schalke 30 7 6 17 32:52 27 Stuttgart 30 5 6 19 27:67 21 Nürnberg 30 3 9 18 24:56 18 Hannover 30 3 6 21 25:66 15 B-deild: Köln – Darmstadt .................................... 1:2  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn fyrir Darmstadt. Pólland Zaglebie Lubin – Jagiellonia.................. 2:0  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr- ir Jagiellonia. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Minsk ........................... 1:0  Willum Þór Willumsson var á vara- mannabekk BATE allan leikinn. Danmörk Umspilsriðill 2 um Evrópusæti og fall: Vendsyssel – Randers ............................. 0:0  Jón Dagur Þorsteinsson var í liði Vend- syssel fram á 72. mínútu.  Staðan: Randers 45, AaB 42, Vendsyssel 29, Hobro 27. Holland PSV Eindhoven – Twente ...................... 2:3  Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á hjá PSV á 62. mínútu og Anna Björk Krist- jánsdóttir á 77. mínútu. KNATTSPYRNA Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í handbolta á þriðjudagskvöld en nú liggur dagskrá undanúrslit- anna fyrir. Haukar og ÍBV mætast þá í fyrsta leik sínum kl. 18 á Ás- völlum en Selfoss og Valur á Sel- fossi kl. 20.15. Leikirnir í þessum tveimur einvígjum fara svo fram á mismunandi kvöldum nema til oddaleikja komi en þá fara þeir báðir fram 11. maí. Áætlað er að úrslitaeinvígið hefj- ist þriðjudaginn 14. maí. Undanúrslit á þriðjudag Valdís Þóra Jóns- dóttir tryggði sér í gær verðlaunafé á Lalla Meryem- mótinu í Mar- okkó, en mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni í golfi. Þetta er þriðja árið í röð sem Valdís kemst í gegnum niður- skurðinn á mótinu og tryggir sér verðlaunafé. Valdís, sem glímt hefur við bak- meiðsli síðustu mánuði og varð vegna þeirra að hætta keppni á síð- asta móti sínu, í Jórdaníu í síðasta mánuði, er samtals á +7 höggum eftir tvo hringi af fjórum í Marokkó. Skorkort hennar var nokkuð litríkt í gær en hún fékk þá tvo skramba, þrjá skolla og þrjá fugla, en paraði hinar 10 holurnar. Valdís er í 56.-69. sæti en efst er hin spænska Nuria Iturrios, sem vann þetta mót árið 2016, á -7 högg- um, og hin sænska Lina Boqvist á -6 höggum, en þær skera sig nokkuð úr. Valdís endaði í 61. sæti í fyrra og fékk 1.238 evrur fyrir. Hún varð í 50. sæti 2017 og fékk þá 2.025 evrur. Talsvert rok setti svip sinn á mót- ið í gær en útlit er fyrir að vind lægi í dag. sindris@mbl.is Valdís náði áfram þriðja árið í röð Valdís Þóra Jónsdóttir Það verður HK eða Víkingur sem fær síðasta lausa plássið í úrvals- deild karla í handbolta á næstu leik- tíð. Þetta varð ljóst í gærkvöld þeg- ar HK tryggði sér sigur í einvígi sínu við Þrótt, 2:1, með því að vinna þriðja leik liðanna 29:26 í Laugar- dalshöll. HK vann raunar alla þrjá leiki sína við Þrótt en Þrótturum var dæmdur sigur í fyrsta leiknum þar sem að HK-ingar tefldu fram ólög- legum leikmanni, Jóni Heiðari Gunnarssyni, að mati HSÍ. Jón Heiðar var löglegur í leik númer tvö og einnig í Höllinni í gær en leikurinn fór fram eftir að HK ákvað að draga kæru sína vegna málsins til baka. Blær Hinriksson var marka- hæstur HK í gær með 8 mörk og Bjarki Finnbogason skoraði 6. Hjá Þrótturum var Styrmir Sigurðar- son markahæstur með 5 mörk. Einvígi HK og Víkings hefst á mánudagskvöld en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast upp í úrvals- deildina. Fjölnir vann 1. deildina og þurfti því ekki að fara í umspil til að komast upp. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Markahæstur Blær Hinriksson með skot að marki Þróttara í gær en hann var markahæstur HK með 8 mörk. HK eða Víkingur í úrvalsdeildina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.