Fréttablaðið - 04.06.2019, Side 24

Fréttablaðið - 04.06.2019, Side 24
Ford Taurus verður áfram framleiddur í Kína Ford fólksbílar virðast ætla að eiga prýðilegasta framhalds­ líf í Kína þrátt fyrir brotthvarf í Banda­ ríkjunum. Ford hætti framleiðslu Taurus bíls síns í Bandaríkjunum í mars síðastliðnum eftir ríf- lega þriggja áratuga framleiðslu og 6 kynslóðir bílsins. Þar með er ekki sagan öll fyrir Taurus því hann mun eiga framhaldslíf í Kína þar sem hann er nú og verður framleiddur fyrir Kínamarkað. Ford ætlar líka að hætta fram- leiðslu á Fiesta, Focus og Mondeo fólksbílunum í Bandaríkjunum, auk Taurus og einbeita sér að fram- leiðslu á jepplingum, jeppum og pallbílum og hefur þessi stefna vakið undrun margra. Í Kína er ekki sama jeppa- og jepplingaæðið og á Vesturlöndum og þar hefur fólk enn smekk fyrir fólksbílum og Ford Taurus selst þar vel. Mikil framleiðsla Ford fólksbíla í Kína Nýlega var ný gerð Ford Taurus kynnt í Kína og líka í hinni ríku- legu Vignale útgáfu, fyrsta sinni. Í Vignale útgáfu kemur Taurus með glerþaki, LED aðalljósum og er á 19 tommu felgum. Taurus í Kína kemur með 245 hestafla 2,0 lítra vél og seinna meir gætu 2,7 lítra V6 vélin og 1,5 lítra vél bæst í f lóruna. Í Kína eru einnig framleiddir Ford bílarnir Focus, Mondeo, EcoSport og Kuga, auk þess sem þar er seldur Ford Escort, hvernig sem hann lítur nú út. Ford fólksbílar virðast því ætla að eiga prýðilegasta framhaldslíf í Kína, þrátt fyrir brotthvarf þeirra bráðum í Banda- ríkjunum. Ford í Bandaríkjunum ætlar þó áfram að smíða Mustang sportbílinn. Ford Taurus lifir af í Kína Opel hefur ekki hingað til gert sig gildandi í framboði á rafmagnsbílum, en það mun breytast í mars á næsta ári með tilkomu Opel Corsa-e. Eins og svo margir aðrir bílaframleið- endur hafa gert þá er þessi fyrsti rafmagnsbíll Opel af kunnri gerð, en Opel Corsa bíllinn hefur verið söluhæsta bílgerð Opel til margra ára. Opel Corsa-e verður af nýrri kynslóð hins vinsæla Corsa bíls en hann verður fyrsti bíll Opel sem hannaður er frá grunni undir eignarhaldi PSA Group, en Opel var keypt af franska bílaframleið- andanum seint á árinu 2017. PSA framleiðir Peugeot og Citroén bíla. Opel Corsa-e verður með 340 km drægi frá 50 kWh rafhlöðum og afl rafmótora hans verður 134 hestöfl. Corsa-e verður að sjálfsögðu með Vauxhall merkið á Bretlandsmarkaði, en Vaux- hall merkið tilheyrir Opel. Bíllinn verður eingöngu í 5 hurða útfærslu og svo til eins í útliti og hefðbundnar útgáfur hans með brunavélum. Opel ætlar að bjóða rafmagnaða útgáfu af hverjum og einum bíla sinna frá og með árinu 2024, hvort sem þeir verða tengil- tvinnbílar eða hreinræktaðir raf- magnsbílar. Nú þegar hefur Opel kynnt Grandland bíl sinn sem tengil tvinnbíl og á eftir honum munu fylgja Mokka X og Vivaro sendibíllinn í sams konar útfærslu. Fyrsti Opel rafmagnsbíllinn Í tilefni af vígslu Skeljungs á nýrri vetnisstöð Orkunnar við Miklubraut 12. maí var sex fyrirtækjum og stofnunum afhentir nýir rafknúnir vetnis- bílar af gerðinni Hyundai Nexo, f laggskipi framleiðandans í grænum samgöngum. Rúm sex ár eru liðin síðan Hyundai hóf fjöldaframleiðslu og sölu á raf- knúnum vetnisbílum, en það var í ársbyrjun 2013 þegar rafknúni vetnisbíllinn iX35 fór á markað. Um 500 slíkir bílar eru í notkun í 28 löndum. Í samanburði við afl og getu annarra vetnisknúinna raf bíla sem litið hafa dagsins ljós á markaðnum skákar enn enginn Nexo þegar kemur að innra rými, snerpu, krafti eða drægi. Rafmót- or Nexo er 120 kW og 163 hestöfl og togar mótorinn allt að 395 Nm. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/ klst. er 9,2 sekúndur og uppgefinn hámarkshraði 179 km/klst. Allt að 666 km drægi Vetnisgeymirinn er 156,6 lítrar (6,3 kg) og dregur Nexo allt að 666 km á tankinum samkvæmt WLTP. Það er svipað drægi og margra bensín- og dísilfólks- bíla í umferðinni. Eins og með alla bíla óháð orkugjafa fer nýting eldsneytisins eftir öku- lagi, veðuraðstæðum og f leiri þáttum. Nokkrar mínútur tekur að fylla vetnistank Nexo og þar sem bíllinn þolir „kaldstart“ í allt að -30°C er ljóst að Nexo hentar ákaflega vel íslenskum veðurað- stæðum. Orkumikill rafbíll Aflrás Nexo er þannig að vetnið gengur í samband við súrefni í efnarafal sem breytir vetninu í raf- magn. Rafallinn streymir orkunni bæði beint til rafmótorsins og á 1,56 KWh rafhlöðu bílsins, sem skilar allt að 40KW orku. Raforku- geta efnarafalsins er allt að 95 KW og þegar rafmótorinn þarf meiri orku sækir hann orkuna til rafhlöðunnar enda getur mótorinn nýtt allt að 120 KW í einu. Nexo losar bara frá sér hreint og drykkjarhæft vatn og hreinna loft en það sem hann tók inn. Því stuðlar Nexo að betri loftgæðum í umhverfi sínu. Búinn hátæknibúnaði Eins og aðrir raf bílar er Nexo hljóðlátur í akstri þótt hann fram- leiði raungerð hljóð í öryggisskyni fyrir gangandi vegfarendur. Nexo er nefnilega búinn öllum helstu tækninýjungum Hyundai. Raunar er Nexo fullfær um að aka sjálfur án aðstoðar eins og Hyundai sýndi fram á í 190 km ökuferð fyrir Ólympíuleikana í Seoul án þess að ökumaðurinn skipti sér nokkurn tímann af akstrinum. Allir sjálfvirknieiginleikar Nexo eru þó ekki virkir sem stendur enda lagaumgjörðin víðast hvar enn í mótun. Hyundai leiðir vetnisþróun Hyundai Nexo er önnur kynslóð rafknúins vetnisbíls Hyundai á almennum markaði. Fyrri kyn- slóð var eins og áður segir iX35 sem var fyrsti rafknúni vetnis- bíllinn á markaðnum. Um 500 slíkir eru í notkun, m.a. á Íslandi. Það eru f leiri bílar en saman- lagður fjöldi vetnisbíla af öðrum tegundum enda hefur Hyundai unnið lengst að þróun tækninnar, eða frá 1998, m.a. í samvinnu við stjórnvöld í S-Kóreu, Bandaríkj- unum og Þýskalandi. Rafknúnir vetnisbílar á íslandi Innflutningur og sala á Nexo á Íslandi fer m.a. fram í samstarfi við Íslenska nýorku sem er ásamt Skeljungi og f leirum aðilar að átaki Evrópusambandsins um fjölgun rafknúinna vetnisbíla í umferð. Sex Nexo vetnisbílar til fyrirtækja og stofnana Rafknúnum vetnisbílum Hyundai fjölgar hægt og bítandi á Íslandi. Þar fara umhverfisvænir bílar sem láta einingis frá sér vatn. Aflrás Nexo er þannig að vetnið gengur í samband við súrefni sem breytir vetninu í rafmagn. Nýrri vetnisstöð Orkunnar við Miklubraut fagnað á dögunum. Mynd: Opel Corsa-e á að komast 340 km á fullri hleðslu. JEPPADEKK Mikið úrval af M/T dekkjum fyrir 16, 17, 18 og 20” felgur Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is www.mtdekk.is 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -D 5 3 C 2 3 2 7 -D 4 0 0 2 3 2 7 -D 2 C 4 2 3 2 7 -D 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.