Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2019, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 04.06.2019, Qupperneq 40
Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 4. JÚNÍ 2019 Orðsins list Hvað? Mikilvægi straumvatna fyrir fiska og menn Hvenær? 12.30 Hvar? Askja, HÍ salur 130 Kurt Fausch prófessor heldur fyrirlestur með titlinum: What is essential about rivers for fish, and humans? Hann er baráttumaður fyrir skynsamlegri umgengni og nýtingu straumvatna og bendir á að árnar eru lífæð mannkyns sem ber að varðveita og umgangast af virðingu. Garðyrkja Hvað? Hollráð í matjurtagarðinum Hvenær? 17.30-19 Hvar? Grasagarður Reykjavíkur Garðyrkjufræðingar Grasagarðs- ins verða með hollráð um sáningu, útplöntun og umhirðu krydd- og matjurta. Einnig ráðleggingar varðandi smádýrin í matjurta- garðinum. Hægt verður að fræðast um jarðvegsgerð: safnhaugagerð, moltugerð í eldhúsinu og sýringu matarleifa með Bokashi-tunnu. Þátttaka er ókeypis og allir vel- komnir! Barnaefni Hvað? Frumsýning Brúðubílsins 2019 Hvenær? 15.00 Hvar? Hallargarðurinn, Fríkirkju- vegi 11 Litabók Brúðubílsins nefnist sýn- ingin sem boðið verður upp á. Tónlist Hvað? Sumar og fjáröfl- unartónleikar Ungmennakórsins Graduale Futuri Hvenær? 20 Hvar? Langholtskirkja R. Kórinn syngur nokkrar laga- perlur íslenskrar tungu, kveðnar verða rímur og hljóð- færaleikarar úr röðum kór- félaga spila á f lautur, fiðlur og saxafón. Meðleikari verður Magnús Ragnarsson, organisti Langholtskirkju. Stjórnandi er Rósa Jóhannesdóttir. Hvað? Jazzkvöld Hvenær? 20.30 Hvar? KEX Hostel Söngkonan Silva Þórðardóttir og píanóleikarinn Steingrímur Teague flytja þekkta djassstand- arda. Með þeim í för verða gítarleikarinn Rögnvaldur Borgþórsson, bassaleikarinn Andri Ólafsson og trommuleikar- inn Svanhildur Lóa Bergsveins- dóttir. Hvað? Ævagömul hljóðfæri og karlasönghópur Hvenær? 21.00 Hvar? Hallgrímskirkja Tónlistarhópurinn Umbra, hin katalónska Marina Albero sem leikur á „saltara“, Eggert Pálsson slagverks- leikari, Þórdís Gerður Jóns- dóttir sellóleikari, Kristófer Rodrigues Svönuson slag- verksleikari og karlasönghóp- ur Cantores Islandiae flytja í heild sinni „Rauðu bókina“ eða Llibre Vermell handritið frá Katalóníu. tónleikarnir eru liður í Kirkjulistahátíð. Myndlist Hvað? Beauty and the Beast eða Fríða og dýrið Hvenær?  10 - 19 Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni 41 Franski listamaðurinn Michel Santacroce sýnir klippimyndir og stafrænar ljósmyndir. Sýningin stendur til 30. júlí á opnunartíma bókasafnsins Bobby er fyrsta sóló-plata djassgítarleikar-ans Mik aels Mána Ásmundssonar en á plötunni spila auk hans Skúli Sverrisson sem spilar á bassa og Magnús Trygva- son Elíassen sem spilar á trommur. Kveikjan að plötunni er ævi skáld- snillingsins Bobby Fischer. Mikael Máni lærði kornungur að tefla og segir að þegar hann var yngri hafi hann ætlað sér að verða skákmaður eða stærðfræðingur. Spurður af hverju hann hafi samið lög og gert sérstaka plötu um Fischer segir hann: „Ég las ævisögu Fischers, Endatafl eftir Frank Brady, og heillaðist gjörsamlega. Ég las bókina á nokkrum dögum og sér- staklega minnisstæður varð kaflinn þegar Fischer var handtekinn á flug- vellinum í Japan og fór að óttast um líf sitt. Titillag plötunnar, Bobby, fjallar einmitt um þetta atvik í lífi Fischers. Það kom til mín fullmótað og ég samdi það á um 20 mínútum. Þetta er dramatískt lag og það er mjög mikil angist í því. Ég syng í laginu, það er dálítið eins og hróp eða kall,“ segir Mikael Máni. Hann bætir við: „Ég trúi því að tónlist mín komi frá undirmeðvitundinni. Þegar ég er að semja lag þá ákveð ég aldrei fyrir fram hvernig það eigi að vera. Það er ekki fyrr en stuttu eftir að ég er búinn að semja það eða þá löngu á eftir sem ég átta mig á því um hvað lagið er.“ Gefandi samvinna Skúli Sverrisson og Magnús Trygva- son Elíassen f lytja tónlist Mikaels Mána ásamt honum sjálfum. „Ég hef þekkt þá báða mjög lengi og það hefur alltaf verið í kortunum að við þrír myndum gera eitthvað saman,“ segir Mikael Máni. Hann segir að Skúli og Magnús hafi haft sín áhrif á útsetningu laganna. „Ég kom með lögin og þeir komu með sínar hug- myndir. Þetta er djasstónlist og hún hljómar best þegar hljóðfæraleikar- arnir koma með eitthvað persónu- legt frá sjálfum sér. Það getur verið erfitt að gefa meðspilurum lausan tauminn til að túlka frjálslega tón- smíð sem manni finnst mjög per- sónuleg. Það verður hins vegar mjög gefandi þegar maður vinnur með jafn músíkölsku fólki og Skúla og Magga. Seinasta lagið á plötunni hefði til dæmis aldrei orðið eins og það varð nema vegna þess að við töluðum ekkert um útsetningu á því áður en við spiluðum það í fyrsta sinn. Það tók mig smá tíma að venj- ast þessu en ég treysti innsæi þeirra. Ég hef ekki enn sagt þeim að lagið átti upphaf lega að vera helmingi hraðara en það varð á plötunni.” Skemmtilegt plötuumslag Plötuumslagið er sérlega skemmti- legt en það er hannað af Ámunda Sigurðssyni og myndirnar eru eftir S p e s s a . Þ æ r eru teknar í og við Fornbóka- verslun Braga Kristjónssonar. K ápu my nd in er tekin inn um glugga búðar- innar og þar sést í taflborð. Bobby Fischer h a f ð i f y r i r sið að koma í búðina nær d a g l e g a . Á annarri mynd sjást Mikael Máni, Sk úli og M ag nú s fyrir framan b ók abúði na ásamt tveimur starfsmönnum, Ara Gísla og Eiríki. „Spessi er alveg f rábær. Hann hefur verið að taka myndir af h ljóm s veit u m og hefur þá með á my ndu nu m fólk sem er ekki meðlimir í við- komandi hljóm- sveit . My nd in af okkur f yrir framan búðina er tilvísun í mynd s e m S i g u r ð u r G u ð m u n d s s o n ljósmyndari tók. Sú mynd var tekin fyrir framan bóka- búð Braga sem var þá á öðrum stað,“ segir Mikael Máni. Tríó Mikaels Mána heldur útgáfu- tónleika sunnudaginn 9. júní í Kaldalóni í Hörpu. Systir Mikaels Mána, Lilja María, hitar upp fyrir tónleikana og leikur verkið Chess Pieces eftir John Cage. Tónleikaferð systkina Mikael Máni og Lilja María vinna nú saman að verkefni og fara í tón- leikaferð hringinn í kringum landið í júlí næstkomandi. „Við erum mjög góðir vinir og ólumst upp við sömu tónlistina en fórum í ólíkar áttir, hún spilar samtímaklassík og ég spila djass,“ segir Mikael Máni. „Við erum með fjórtán laga pró- gramm, ég samdi sjö lög og hún sjö, en við vinnum tónlistina líka mikið saman. Ég mun spila á gítar og spila- dós og syngja en Lilja María spilar á píanó og sérstakt hljóðfæri sem hún hefur sjálf hannað. Í þessu verkefni okkar blandast saman sjónlist, myndlist og tónlist.“ Tónlist frá undirmeðvitundinni „Ég las ævisögu Fischers, Endatafl eftir Frank Brady, og heillaðist gjörsamlega,“ segir Mikael Máni. Fréttablaðið/Anton Brink Hin skemmtilega kápumyndin geisla- disksins er eftir Spessa og tekin inn um glugga fornbókaverslunar Braga Kristjónssonar. Mikael Máni sendir frá sér fyrstu sóló- plötu sína. Lögin eru túlkanir á ævi skáksnillingsins Bobby Fischer. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 7 -E 4 0 C 2 3 2 7 -E 2 D 0 2 3 2 7 -E 1 9 4 2 3 2 7 -E 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.