Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.06.2019, Qupperneq 6
peugeotisland.is TVÆR LENGDIR: L1 OG L2 ÖFLUGAR VÉLAR 100 EÐA 130 HESTÖFL BEINSKIPTUR EÐA 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTUR HLEÐSLURÝMI: 3,3 M³ TIL 3,9 M³ i-COCKPIT ÖKUMANNSRÝMI 2JA EÐA 3JA SÆTA VERÐ FRÁ 2.532.000 KR. ÁN VSK. *Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru á peugeotisland.is NÝR PEUGEOT PARTNER NÚ MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ* - LÁTTU GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR! BRIMBORG REYKJAVÍK | BÍLDSHÖFÐA 8 | S. 515 7040 | BRIMBORG AKUREYRI | TRYGGVABRAUT 5 | S. 515 7050 NÝTT: Fyrirtækjalausnir Brimborgar kynna flotastjórnunarkerfið Brimborg Fleet Manager sem er vistað í skýinu, auðvelt í notkun og getur lækkað rekstrarkostnaðinn umtalsvert. Fáðu kynningu. UTANRÍKISMÁL Atlantshafsbanda- lagið (NATO) er þakklátt fyrir fram- lag Íslendinga til þess. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri NATO, á blaðamannafundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætis- ráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær. Stoltenberg var á Íslandi í gær í boði Katrínar. Norðmaðurinn hitti einnig Guðlaug Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra og ræddi til að mynda við fulltrúa Landhelgisgæslunnar er hann lenti á Keflavíkurflugvelli. „Helstu skilaboð mín eru í dag að þakka ykkur fyrir framlagið,“ sagði Stoltenberg. Hann nefndi eftir- lit á Norður-Atlantshafi og fram- lag Íslands til ýmissa verkefna og aðgerða bandalagsins, til að mynda í Írak og Kósovó. Þá ræddi hann einnig um mikilvægi staðsetningar Íslands. Sagði hana hjálpa til við að „að binda Evrópu og Norður-Amer- íku saman“. Að því er Katrín sagði frá á blaðamannafundinum ræddu þau Stolten berg um málefni norður- slóða, loftslagsmál, kjarnorkuaf- vopnun og svokallaðar blandaðar ógnir. Það er að segja öryggisógnir sem eru fjölþættar. Forsætisráðherrann sagði þau Stoltenberg sammála um að norð- urslóðir væru orðnar pólitískari og því fylgdi ýmislegt, bæði neikvætt og jákvætt. „Okkar sýn á Íslandi er að norðurslóðir skuli vera tog- streitulaust svæði og við höfum einbeitt okkur að því sem formenn Norðurslóðaráðsins. Ekki einungis í loftslagsmálum heldur einnig á sviði friðsællar samvinnu,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Stoltenberg. „Boðskapurinn er að á norðurslóð- um sé lítil togstreita. Við vinnum að því að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að hernaðarviðvera á svæðinu, einkum Rússa, aukist þar.“ Norðmaðurinn lýsti áhyggjum sínum af því að INF-kjarnorku- samningurinn, er gerður var eftir leiðtogafund þeirra Reagans og Gor- basjevs í Höfða, væri í hættu „vegna rússneskra samningsbrota“ og sagði bandalagið ætla að halda áfram að kalla eftir því að Rússar færu eftir samningnum. „Ég held að það hafi auðvitað allir áhyggjur af aukinni togstreitu í þessum málaflokki,“ sagði Katrín og bætti því við að hún vonaði að lausn fyndist á málinu. Forsætisráðherra sagði einn- ig auknar áhyggjur af blönduðum ógnum og stafrænu öryggi. Stolten- berg sagði þann málaflokk hluta af þeirri aðlögun Atlantshafsbanda- lagsins sem nú ætti sér stað. „Við munum halda þeim umræðum áfram þegar við hittumst á ný á leiðtogafundi NATO í Lundúnum í byrjun desember.“ Aðspurður um hvort andstaða Katrínar og f lokks hennar við Atlantshafsbandalagsaðild Íslands hefði áhrif á samstarf ið sagði Stolten berg það af og frá. NATO væri bandalag 29 lýðræðisríkja og innan slíkra þrifust mismunandi sjónarmið og skoðanir. Framkvæmdastjórinn tók fram að hann hefði áður verið forsætis- ráðherra Noregs í ríkisstjórn þar sem einn f lokkanna var andvígur aðild. Samið hefði verið um stefnu ríkisstjórnarinnar og hún hefði verið fylgjandi aðild í heild. „Svarið er nei, þetta hefur ekki valdið nein- um vandamálum.“ Helst mátti greina ágreining á fundi Katrínar og Stoltenbergs er þau ræddu um þjóðerni Leifs Eiríks- sonar, að því er Katrín sagði sjálf frá á blaðamannafundinum. „Ég held það hafi verið erfiðasta umræðu- efnið á fundi okkar.“ thorgnyr@frettabladid.is Þátttaka Íslands mikilvæg fyrir Atlantshafsbandalagið Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Ísland í gær og átti fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ræddu um kjarnorkumál, norðurslóðir og stafræn öryggismál. Helsta deiluefni Katrínar og hins norska Stoltenbergs var hins vegar þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Katrín ræddi við Stoltenberg um norðurslóðir, kjarnorku og stafrænt öryggi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helstu skilaboð mín eru í dag að þakka ykkur fyrir fram- lagið. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO BOTSVANA Lög um allt að sjö ára fangelsisdóm við samkynja sam- böndum stangast á við stjórnarskrá Botsvana og hafa því verið felld úr gildi. Að þessari niðurstöðu komst hæstiréttur Afríkuríkisins í gær. „Með því að vega að minnihluta- hópum er vegið að sjálfsvirðingu mannkyns,“ hafði breska ríkisút- varpið eftir Michael Elburu, einum af þremur dómurum í málinu. Niðurstaðan var samhljóða. Lögin hafa verið í gildi í Botsv- ana frá árinu 1965 þegar breska nýlendustjórnin kom þeim á. Botsv- anskur nemi ákvað hins vegar að láta reyna á lögin fyrir dómstólum og stóð að lokum uppi sem sigur- vegari. – þea Samkynja pör verða lögleg BRETLAND Evrópusambandið mun ekki gera nýjan útgöngusamning við Breta jafnvel þótt Bretar skipti um forsætisráðherra. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB í gær. Íhaldsflokkurinn velur nú nýjan formann eftir afsögn Theresu May. Hún situr áfram sem forsætisráð- herra þar til leiðtogakjöri lýkur. Breska þingið hefur í þrígang hafn- að samningnum sem stjórn May gerði við ESB. Íhaldsflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til samnings- ins og vilja margir fá honum breytt. „Þetta er ekki samningur á milli Theresu May og Juncker. Þetta er samningur á milli Evrópusam- bandsins og Bretlands. Það þarf næsti forsætisráðherra að virða. Það verður ekki samið upp á nýtt.“ – þea Ekki samningur Juncker og May May og Juncker. NORDICPHOTOS/AFP 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 2 -F 1 3 C 2 3 3 2 -F 0 0 0 2 3 3 2 -E E C 4 2 3 3 2 -E D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.