Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 20.06.2019, Qupperneq 22
Á Norðurlöndum hafa miklar breytingar orðið í skilnaðar-löggjöf og í þjónustu við for- eldra og börn í þeim sporum. Sam- eiginlegt markmið þeirra er að vernda börnin í skilnaðarferli for- eldra með því að gæta sérstaklega að sjálfstæðum rétti, tjáningu og velferð barnanna. Í Danmörku heyrir skip- an þessara mála nú undir barna- og félagsmálaráðuneyti, Familiesrets- huset, og svipuð skipan er í Svíþjóð og Noregi. Familje rätten í Svíðþjóð er staðsettur innan félagsþjónust- unnar, m.a. með samvinnusamtöl- um (samarbetssamtal) með fræðslu og stuðningi fyrir foreldra, en þyngri mál eru leyst við Tingsrätten. Í Nor- egi er skilnaðarforeldrum sem eiga börn undir 16 ára skylt að gera með sér samning um foreldrasamvinnu, foreldresamarbeidsavtale. Í undanfara breytinganna, bæði í Svíþjóð, Danmörku og Noregi hefur verið litið til rannsókna og tölfræði- legra gagna, innlendum sem alþjóð- legum, og er skipan þeirra um margt áþekk. Þótt Norðurlöndin hafi fylgst að í þróun skilnaðarmála þá hefur hlutur Íslands lengst af legið nokkuð eftir. Á Íslandi hafa þó verið unnar gildar rannsóknir, m.a. sem lágu til grundvallar (síðbúinni) löggjöf um sameiginlega forsjá (1992; 2006), og aðrar m.a. um reynslu og viðhorf skilnaðarforeldra um samskipti og búsetu eftir skilnað (2013). Nýlega, eða í apríl 2019 tóku ný skilnaðarlög gildi í Danmörku. Breytingar sem lögin fela í sér hafa áhrif á þau um 15.000 pör sem þar sækja um skilnað á ári hverju, og þá einkum fyrir foreldra barna undir 18 ára aldri. Hér á eftir er stiklað á stóru um mikilvægustu breyting- arnar sem snúa að umgengni, forsjá og jafnri búsetu. Breytingarnar voru samþykktar með miklum meiri- hluta atkvæða á alþingi Danmerkur. Fjölskylduréttarhús Fram að þessu hafa danskir for- eldrar sem eru ósammála um for- sjá, lögheimili og umgengni barna sinna, sótt um úrlausn sinna mála hjá „Statsforvaltningen“ í Dan- mörku, þ.e. stjórnsýslueining sem fór með skilnaðarmál, sambærileg við embætti sýslumanna á Íslandi. Með framkvæmd nýrra skilnaðar- laga var Statsforvaltningen lögð af og í stað þess opnað Fjölskyldurétt- arhús sem heyrir undir barna- og félagsmálaráðuneyti Danmerkur. Í Fjölskylduréttarhúsinu fer fram skimun á öllum pörum sem óska eftir skilnaði og eiga börn undir 18 ára aldri. Markmiðið er að bæta gæði meðferðar mála, auka máls- hraða, vernda börnin og draga úr hugsanlegum af leiðingum deilna foreldra, á börnin. Séu foreldrar ekki sammála um umgengni, lög- heimili og forsjá barna sinna fá þeir aðstoð í Fjölskylduréttarhúsinu við að ná samkomulagi um þau atriði. Áherslan er á börnin Oft eru það börnin sem tapa mest í f lóknum skilnaðarmálum og deil- um á milli foreldra. Þess vegna er skv. nýju lögunum sett á laggirnar sérstök barnaeining sem er ætlað að tryggja að sjónarmið barnanna heyrist og sérstakt tillit tekið til þeirra við vinnslu skilnaðarmála. Málastjóri, sem heldur utan um hvert einstakt mál, skal ræða reglu- lega við barnið. Jafnframt fær hvert barn skipaðan fastan tengilið, tals- mann, sem það getur fengið stuðn- ing og ráðgjöf hjá. Grænn, gulur eða rauður? Málastjórar í Fjölskylduréttarhús- inu flokka málin, og meta alvarleika þeirra og þjónustuþörf eftir því hvort málin greinast sem græn, gul eða rauð. Gert er ráð fyrir að lang- flest málin verði metin sem græn mál, þ.e. að foreldrar séu sammála um hvernig haga skuli málefnum barna sinna við skilnað. Sú ályktun byggist á niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna um að meiri hluti for- eldra, um 80%, geti leyst sín mál sjálfur með upplýsingum, almenn- um leiðbeiningum og/eða ráðgjöf. Foreldrar í þessum hópi sem eru sammála um umgengni, forsjá og lögheimili, fá þá leyfi til að ganga frá skilnaðarmálinu. Í málum sem eru metin gul, hafa foreldrar þörf fyrir meiri ráðgjöf, stuðning og jafnvel sáttameðferð sem liðkar fyrir sam- eiginlegri niðurstöðu. Þau mál sem eru metin rauð, eru þau mál þar sem foreldrar eiga í verulegum ágreiningi um börnin sín. Unnið er með þau mál í Fjölskylduréttarhúsinu með fræðslu, samtölum, leiðsögn og sáttameðferð. Hægt verður að áfrýja niðurstöðu Fjölskylduréttarins til dómstóla. Umhugsun og endurskoðun í stað skyndiskilnaðar Fram að þessu hefur par, sem er sammála um að skilja, getað sótt um slíkt á mjög skjótan og auð- veldan máta, rafrænt á nokkrum mínútum. Ein af nýmælunum er að par sem á barn eða börn undir 18 ára aldri getur ekki lengur gert slíkt. Samkvæmt nýju löggjöfinni er nú krafist þriggja mánaða endurskoð- unartíma. Þessi tími er jafnframt hugsaður til þess að fá skilnaðar- og fjölskylduráðgjöf í Fjölskylduréttar- húsinu. Í þessu felst mikilvæg rétt- arbót og vernd fyrir börn. Allir foreldrar fara í námskeið og taka próf Það er jafnframt skylda fyrir for- eldra sem vilja skilja og eiga börn undir 18 ára að taka rafrænt nám- skeið sem heitir „Samvinna eftir skilnað“. Námskeiðið er kennsla í þekkingu og verkfærum, sem hjálpar foreldrum til að takast á við breytingar og áskoranir í tengslum við skilnaðinn. Námskeiðið skal fara fram á þessum þriggja mánaða endurskoðunartíma og í kjölfarið skulu allir foreldrar taka rafrænt próf. Prófið á að tryggja að foreldrar fái leiðbeiningar um það hvernig best er að standa að skilnaðinum með hagsmuni barnanna að leiðar- ljósi, auk fræðslu um hugsanleg við- brögð barna við skilnaði foreldra sinna. Þetta er forsenda þess að for- eldrar fái leyfi til skilnaðar. Jöfn staða foreldra Mikilvægar breytingar, sem snúa að því að jafna stöðu foreldra, tóku jafnframt gildi með nýju lögunum. Nú getur barn haft jafna búsetu hjá báðum foreldrum sínum, en verið er að útfæra framkvæmdina á þessum breytingum með reglugerð. Auk þessara breytinga liggur fyrir frumvarp um að foreldrar með sam- eiginlega forsjá geti framvegis deilt greiðslum á borð við barnabætur og öðrum greiðslum/bótum tengdum börnum jafnt á milli beggja heimila. Lokaorð Eins og nefnt var hér í upphafi er þekkingargrunnur í skilnaðarmál- um nægilegur hér á landi til þess að huga megi fara að allsherjar endur- skoðun á skipan skilnaðarmála, þjónustu og vernd barna á Íslandi sem reyna skilnað foreldra sinna. Í rannsókninni Eftir skilnað (2013) er að finna hugmynd að líkani sem er byggt á íslenskum rannsóknar- niðurstöðum. Því líkani að skipan og þjónustu svipar mjög til dönsku nýbreytninnar sem hér hefur verið greint frá. Straumhvörf í meðferð skilnaðarmála Gyða Hjartardóttir félagsráðgjafi MA, aðjúnkt við HÍ og sér- fræðingur í mál- efnum barna og sáttameðferð hjá Sýslumann- inum á höfuð- borgarsvæðinu Sigrún Júlíusdóttir prófessor, félagsráðgjafar- deild Háskóla Íslands og fjöl- skylduþerapisti hjá Meðferðar- þjónustunni Tengsl n Grænn Aðilar eru sammála. Geta gengið frá sínum málum á netinu eftir rafrænt námskeið / próf. Ekki þörf á aðkomu sérfræðinga fjöl- skylduréttarhússins n Gulur Ágreiningur – aðilar ekki sammála. Viðtal og stuðningur við barn / börn, ráð- gjöf og stuðningur / sáttameðferð fyrir foreldra. Þörf á aðkomu sér- fræðinga fjölskyldu- réttarhússins n Rauður Mikill ágreiningur, þörf á mikilli aðkomu sérfræðinga með ráðgjöf og jafnvel sáttameðferð fyrir alla fjölskylduna. Aðkoma fjölskyldu- réttarhússins í formi ráðgjafar og undir- búnings fyrir fjöl- skylduréttinn ✿ Mismunandi alvarleiki skilnaðarmála Í rannsókninni Eftir skilnað (2013) er að finna hugmynd að líkani sem er byggt á íslenskum rannsóknaniður- stöðum. Því líkani að skipan og þjónustu svipar mjög til dönsku nýbreytninnar sem hér hefur verið greint frá. Alfred Bosch, consejero í hér-aðsstjórn Katalóníu, birti nýverið grein þar sem hann fullyrti að á Spáni væru „kjörnir þingmenn [katalónskir] og kjós- endur þeirra sviptir lýðræðislegum og stjórnmálalegum réttindum sínum af pólitískum ástæðum og engu öðru“. Það er alls ekki rétt. Málavextir eru þeir að báðar deildir spænska þjóðþingsins samþykktu að leysa fjóra katalónska stjórnmálamenn frá þingstörfum, en þeir hafa verið ákærðir fyrir alvarleg brot og sitja nú í gæsluvarðhaldi og bíða dóms eftir að réttað var yfir þeim í hæstarétti. Rétturinn gerði ýmsar ráðstafanir til að tryggja sanngjarna málsmeðferð og gagnsæi réttarhaldanna, svo sem að sjónvarpað væri beint frá þeim. Þessir fjórir stjórnmálamenn fengu heimild dómara til að vera viðstaddir setningu þingsins og taka við kjörbréfum sínum. Sú ákvörðun að leysa þá síðan frá þingstörfum var tekin að ábendingu þessara sömu dómara en ekki af pólitísk- um ástæðum, eins og Bosch heldur fram, því verið var að framfylgja spænskum lögum í samræmi við rökstudda greinargerð frá lagaskrif- stofu þingsins. Bosch nefnir í framhaldi af þessu þrjá spænska frambjóðendur til Evrópuþingsins, þá Oriol Junqueras (í gæsluvarðhaldi) og Carles Puigde- mont og Toni Comín (í útlegð á flótta undan spænskri réttvísi). Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að afhenda Evrópuþinginu lista yfir frambjóðendur sem uppfylla öll skilyrði sem þarf til að unnt sé að tilkynna framboð þeirra formlega. Spænsk kosningalög kveða á um að áður en það sé gert þurfi frambjóð- endur að sverja spænsku stjórnar- skránni hollustueið í eigin persónu og í Madríd, en það vilja Puidgemont og Comín ekki gera, vafalaust til að komast hjá því að standa fyrir máli sínu frammi fyrir spænskum dóm- stólum. Junqueras gæti aftur á móti fengið lausn úr varðhaldi svo að hann geti uppfyllt fyrrnefnt skilyrði en ákvörðun um það getur enginn tekið nema til þess bær spænskur dómstóll, þ.e.a.s. hæstiréttur. Allir þessir stjórnmálamenn geta litið svo á að pólitískum rétt- indum þeirra séu settar skorður, en það er ekki vegna stjórnmálaskoð- ana þeirra, eins og Bosch fullyrðir, heldur vegna þess að gjörðir þeirra eru taldar brjóta gegn spænskum lögum. Aðrir þingmenn eiga eftir setjast á spænska þjóðþingið og Evr- ópuþingið og lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði Katalóníu hindrunarlaust, vegna þess að ekki er verið að rétta yfir þeim og þeir hafa ekki verið sak- aðir um neina glæpi. Loks nefnir Bosch nýlega álitsgerð – sem felur ekki í sér skuldbindandi niðurstöðu – vinnuhóps um órétt- mætar fangelsanir á vegum Mann- réttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Spánn styður staðfastlega starf- semi Sameinuðu þjóðanna en getur þó ekki annað en látið í ljós djúp- stæða undrun yfir þeirri miklu óná- kvæmni sem fram kemur í mörgum af niðurstöðum framangreindrar álitsgerðar. Sem dæmi má nefna að horft er fram hjá þrískiptingu ríkis- valds á Spáni, sem er eigi að síður einkenni sérhvers réttarríkis, þegar þess er krafist að ríkisstjórnin láti lausa fanga sem sitja í varðhaldi og bíða dóms, en ákvörðun um slíkt er einungis á valdi dómsvaldsins eins og venjan er í öllum lýðræðisríkjum. Ofangreindur vinnuhópur setur sig í dómarasæti og er ekki hlut- laus þegar hann gengur út frá því að niðurstaða sé þegar fengin í máli sem hæstiréttur Spánar er að fjalla um núna og dregur með því í efa sjálf- stæði réttarins, auk þess sem hann fer út fyrir valdsvið sitt þegar hann heldur því fram að ekki sé grund- völlur fyrir varðhaldinu, hvað þá sjálfum réttarhöldunum. Bosch lætur hins vegar hjá líða að nefna nýlegan úrskurð Mannréttindadóm- stóls Evrópu (MDE) sem var kveðinn upp 28. maí í Strassborg og er laga- lega bindandi öfugt við niðurstöður ofangreinds vinnuhóps. Í þeim úrskurði er því haldið fram að í réttarríki séu lögin sjálf trygg- ing fyrir lýðræði og að ákvörðun stjórnlagadómstóls Spánar um að katalónska þingið skyldi leyst upp 9. október 2017 eftir að það lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu, hafi verið í samræmi við lög og „nauðsynleg í lýðræðislegu samfélagi“, enda hafi hún haft það lögmæta markmið að tryggja öryggi almennings og standa vörð um stjórnarskrána. Ég er sammála Bosch um að Kata- lóníumenn – rétt eins og aðrir Spán- verjar – vilji vera í Evrópusamband- inu. Ástæða þess er öðru fremur virðing allra fyrir lögum réttarríkis- ins, sem leyfa ekki að stjórnskipulagi sé breytt eftir öðrum leiðum en þeim sem samræmast lögum og lýðræði. Í stjórnarskrá Spánar er kveðið á um meiri valddreifingu en í flestum öðrum stjórnarskrám heims, víðtæk völd eru færð til sjálfsstjórnarhéraða ríkisins og mælt er fyrir um löglegar leiðir til breytinga. Eftir þeim leiðum ber að fara. Til stuðnings evrópsku réttarríki Dolores Delgado dómsmálaráð- herra Spánar Allir þessir stjórnmálamenn geta litið svo á að pólitískum réttindum þeirra séu settar skorður, en það er ekki vegna stjórnmálaskoðana þeirra, eins og Bosch full- yrðir, heldur vegna þess að gjörðir þeirra eru taldar brjóta gegn spænskum lögum. 2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 0 -D 5 7 8 2 3 4 0 -D 4 3 C 2 3 4 0 -D 3 0 0 2 3 4 0 -D 1 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.