Skagablaðið


Skagablaðið - 19.12.1989, Síða 14

Skagablaðið - 19.12.1989, Síða 14
14 Skagablaðið samþykkt að kaupa vörubílinn E-170 og Daníel hafði fest kaup á bifreiðinni án þess að bæjar- stjórn hefði staðfest samþykkt bæjarráðs. Á þessari forsendu meðal annars byggðu Alþýðu- flokksmenn tillögu sína um að láta reka bæjarstjórann og fengu Sjálfstæðismenn til liðs við sig í því. Bæjarstjórn samþykkti brottreksturinn á miklum spennufundi 24. ágúst. Daníel vissi hvað var í bígerð og tafði fundinn með löngum ræðum um óskyld málefni fram á nótt. Bæjarbúar sóttu fundinn eins og húsrými leyfði og urðu vitni að frægri aftöku. Daníel lét sér ekki segjast. Hann neitaði að víkja nema að undangengnum dómi og sat í heila viku án þess að andstæðing- ar hans gætu að gert. Svo fór þó að lokum að hann yfirgaf bæjar- skrifstofurnar og Alþýðublaðið birti mynd af því þegar skrif- borðið hans var borið út og sett upp á bíl. Bæjarstjóraferli Daníels var þar með lokið, en nýtt tímabil að hefjast í lífi hans. Svo virðist sem hann hafi haft stuðning meirihluta bæjarbúa í þessu erfiða máli. Þar á meðal fjölmargra Alþýðuflokksmanna. Borgarafundur var haldinn um málið í lok ágúst og þar kom fram geysilega víðtækur stuðn- ingur við bæjarstjórann afsetta. En ákvörðun bæjarstjórnar varð ekki hnikað og deilan snerist í harkaleg málaferli þar sem Dan- íel hafði fullan sigur og fékk dæmdar einhverjar hæstu miska- bætur sem Hæstiréttur hafði þá dæmt einstaklingi. Samviskan í lagi — Það kom upp í mér þrái við þessa atburði. Þeir ætluðu eflaust til þess að ég hrökklaðist burt af staðnum, en ég var ekki aldeil- is á þeim buxunum. Þess í stað fór ég að byggja mér bílskúr og gaf þannig afdráttarlaust til kynna að ég ætlaði hvergi að hopa. Það fór greinilega í taug- arnar á þeim, hlakkar í þessum baráttujaxli. — Þetta var erfiður tími. Mér þótti sérstaklega þungbært að ganga atvinnulaus. En ég hafði alltaf góða samvisku í þessu máli og tel að ég hafi fengið af því fullan heiður, segir Daníel um þetta nær þrjátíu árum síðar. Það var öðru nær en að Daníel hrökklaðist burt. Hann fékk stöðu aðalbókara hjá bæjar- fógeta árið 1961 og starfaði við það allt til ársins 1984. Og árið 1962 fór hann við ann- an Framsóknarmann inn í bæjar- stjórn, en kratar töpuðu fylgi. Daníel var svo í stjórnarand- stöðu ásamt sósíalistum allan viðreisnaráratuginn og sat í bæjarstjórn til ársins 1982, ýmist í meirihlutasamstarfi eða utan. Saknar einskis, iðrast einskis Hann hefur verið umdeildur, bæði stjórnmálamaðurinn og persónan, enda hefur hann kom- ið til dyranna eins og hann er klæddur og segir skoðun sína umbúðalaust. Skoðanir hans hafa ekki alltaf fallið í góðan jarðveg og gera ekki enn. Mönnum hefur fundist hann óprúttinn í áróðri sínum í pólitík, mönnum hefur sviðið undan skrifum hans í Magna. Sumir hafa eflaust hatast við hann og hann við þá. Hann hefur sjálfur orðið fyrir óvönduðum blaðaskrifum andstæðinga sinna og verið ausinn þar ýmsum sví- virðingum. Líklega hefur hann haft gaman af þessu öllu saman og maður hefur á tilfinningunni að hann sé enn fær í flestan sjó í þessum efnum. En nú situr hann á friðarstóli og segist sáttur við andstæðinga sína í bæjarmálunum. Hann seg- ist ekki sakna baráttunnar, og sér heldur ekki eftir neinu. Daníel hóf ungur störf að fé- lagsmálum og hefur síðan setið í ótal nefndum, ráðum og stjórnum. Hann var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestur- landi allan sjöunda áratuginn, þótt sumum hafi þótt hann verð- skulda hærra sæti á lista flokksins en það þriðja. Hann segist þó ekki vera hald- inn ófullnægðum pólitískum metnaði. — Það hefur stundum verið sagt um mig að ég sé framagjarn, en það tel ég mig alls ekki vera. Ég er meira að segja þó nokkuð feiminn og hef alltaf verið. Ég hef aldrei haft metnað til þess að verða pólitískur foringi, hef miklu fremur litið á mig sem flokksmann og hef viljað vinna vel fyrir flokkinn. Höfði Afskiptum hans af stjórnmál- um er lokið. Og þó. Fram- kvæmda- og baráttugleði sinni fær hann enn að nokkru leyti fullnægt. Hann hefur setið í fjár- öflunar- og framkvæmdanefnd Höfða undanfarin þrjú ár og hef- ur haldið utan um fjármál bygg- ingarinnar frá upphafi í umboði nefndarinnar. — Bygging Höfða er mér mik- ið baráttumál og það veitir mér mikla ánægju að verja tíma í það. Ég þigg auðvitað engin laun fyrir þessa vinnu, enda hef ég alltaf haft mesta ánægju af þeim störfum sem hafa verið ólaunuð, sérstaklega ef ég sé einhvern árangur af því fyrir framtíðina. Það yrði mér mikil lífsfullnæging ef vel tækist til með uppbyggingu Höfða. Hann er þáttur í velferðarkerf- inu og hefur sannarlega miklu hlutverki að gegna fyrir framtíð- ina. Félagshyggjumaðurinn Hann segist vera hrifinn af ís- lenska velferðarkerfinu, en fyrir- lítur þá algengu skoðun að hægt sé að halda því uppi án þess að afla til þess tekna með sköttum. Skoðun hans er sú að hækka þurfi skatta á hátekjufólk og minnka launamisréttið. Er hann þá jafnaðarmaður? Nei, hann segir að það sé ekki til í honum sósíalismi, en sam- þykkir orðið félagshyggjumaður. — Já, það má segja það. Þeir stjórnmálamenn sem ég hef met- ið mest voru menn lítilmagnans og ég er hlynntur því að ríkið hafi þó nokkur umsvif og haldi uppi velferð. Éf þú værir ungur maður að gera upp hug þinn í dag, yrðirðu þá Framsóknarmaður? — Alveg tvímælalaust, ég hef aldrei aðhyllst öfgar til hægri eða vinstri. Ég fæ ekki séð að frjáls- hyggjan eða kommúnisminn færi mannkyninu nokkra hamingju. Þar er reynslan ólygnust. Situr ekki og bíður dauðans Honum vefst ekki tunga um tönn þessum manni, sem sprott- inn er af íslensku alþýðufólki og mótaðist af hugsjónum ung- mennahreyfingarinnar. Hann hefur stálminni og það er engu líkara en hann muni pólitíska sögu aldarinnar utan að. Hann er líka þekktur fyrir að kunna skil á ættum flestra íslendinga og það þvælist ekki fyrir honum að nefna nokkra forfeður blaða- mannsins. Það kemur þó fyrir að hann hugsi sig um um stund og lítur þá gjarna til lofts til þess að finna réttu orðin. í árum og mánuðum talið er hann orðinn nokkuð gamall, en virðist una ellinni vel. Hann hef- ur ýmislegt að starfa og leggur mikla áherslu á að leggjast ekki í iðjuleysi. Auk starfsins fyrir Höfða gefur hann út bækur, þótt það sé kannski ekki á flestra vitorði. Hann og Stefán Júlíusson barna- bókahöfundur hafa rekið Bóka- útgáfuna Björk í nær fimmtíu ár og gefið út markar þekktar barnabækur. Þeirra á meðal skemmtilegu smábarnabækurn- ar, sem svo eru nefndar, Selinn Snorra, Palli var einn í heimin- um, Bamba og fleiri. — Það er geysilega mikilvægt að hafa eitthvað að gera. Það er ömurlegt að setjast niður að lok- inni starfsævi og bíða dauðans. MESIU NNINGSUKUR í HAPPDRÆTTI HÉRLENDIS Happdrœtti SÍBS gefur mestu vinningslíkurnar hjá stórhappdrœttunum. Líkurnar á vinningi 1990 eru einn af hverjum þremur. Vertu með þar sem þú hefur mesta vinningsvon! Umboðsmenn um land allt Óbreytt miðaverð kr. 400.- Eftirtalin fyrirtæki óska starfsfólki og viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla með þökk fyrir árið sem er að líða: Tréverk hf. Rafnes Bókhaldsþjónustan sf. Renniþjónustan Bíasalan Bílá Bílaleigan 5tó 5 Pi Bifreiðaverkstæði halldórs Quðmundssonar

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.