Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 4
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER
jeep.is
JEEP® WRANGLER RUBICON
Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100%
driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að
framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF
Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð,
bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með
loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar
og fjarstýrðar samlæsingar.
WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR.
WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR.
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d
35
” d
ek
k
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST
Eva Þóra Hartmannsdóttir
hjúkrunarfræðinemi
rak augun í orðið
negríti á sjúkra-
skýrslu sinni í
skoðun hjá Mæðra-
vernd. „Mér brá
rosalega mikið þegar
ég sá þetta orð en þegar ég spurði
hvað þetta þýddi fékk ég svarið að
þetta hafi bara alltaf verið svona
fyrir minn kynþátt,“ segir Eva
Þóra. Það sé ekki leyndarmál að
orðið komi frá orðinu negri.
Lilja Alfreðsdóttir
mennta- og menning-
armálaráðherra
nýtur mests trausts
allra ráðherra ríkis-
stjórnarinnar sam-
kvæmt könnun
Zenter rannsókna fyrir
Fréttablaðið. Fast á hæla Lilju kom
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra. Þær njóta langmests trausts
allra ráðherra. 20,5 sögðust bera
mest traust til Lilju og 18,1 prósent
til Katrínar.
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra og
formaður Sjálf-
stæðisf lokksins
er miðpunktur
deilna sem spruttu
milli Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, for-
manns Viðreisnar og Davíðs Odds-
sonar, ritstjóra Morgunblaðsins
og forvera Bjarna á formannsstóli
Sjálfstæðisflokksins. Sagði Þor-
gerður Bjarna hafðan að háði og
spotti í Morgunblaðinu.
Þrjú í fréttum
Negríti, Lilja og
háð og spott
100
metra ísgöng verða boruð í Suður-
jökul Langjökuls nái áform fyrir-
tæksins Mountaineers of Iceland
fram að ganga.
TÖLUR VIKUNNAR 30.06.2019 TIL 07.07.2019
55,3
milljóna króna tjón varð á þaki
sundlaugar Flateyrar vegna leka.
1.200
milljónir verða
greiddar í bætur frá
Valitor til Datacell
og Sunshine Press
Productions fyrir
að hindra greiðslur
á söfnunarfé til
WikiLeaks.
67,5
prósent Íslendinga eru hlynnt
fjölgun eftirlitsmyndavéla
um landið samkvæmt könnun
Zenter rannsókna.
19,5
milljónir króna fóru á fjórum
árum frá íslenskum ráðuneytum
og undirstofnunum til að kaupa
auglýsingar og kostaðar dreifingar
á erlendum samfélagsmiðlum.
VESTFIRÐIR Miklar deilur standa
nú yf ir um landamerkjamál í
Árneshreppi eftir að hið umdeilda
Drangavíkurkort leit dagsins ljós.
Tengist þetta f ramk væmdum
VesturVerks í tengslum við Hvalár-
virkjun. Kortið var teiknað af Sigur-
geiri Skúlasyni og er dagsett þann
19. júní á þessu ári. Er það mjög á
skjön við þau kort og skjöl sem hafa
undanfarna áratugi verið almennt
viðurkennd.
Til grundvallar er Landamerkja-
bók fyrir Strandasýslu frá árinu
1890. Á þessum tíma voru landa-
merkjabækur handskrifaðar og
fáorðar. Í þeim eru engar upp-
lýsingar um stærðir heldur aðeins
mörk jarðanna. Var þá greint frá því
hvar mörk við aðra bæi lágu, hvar
jörð nam við sjó og hvar við fjall eða
óbyggðir. Mörk lágu gjarnan eftir
ám, fjallsbrún og jafnvel vörðum ef
því var að skipta.
Það sem hið nýja kort sýnir er
að jörðin Drangavík eigi allt land
til jökuls, handan við Eyvindar-
fjarðarlónið, og jörðin Engjanes
ekkert. Eldri kort sýna að Engjanes
eigi landið handan við lónið og
Drangavík ekkert. Ef hið nýja kort
yrði viðurkennt myndi Drangavík
margfaldast að stærð á kostnað
Engjaness.
Þó að textinn í landamerkjabók-
inni sé knappur kemur þar glögg-
lega fram að jörðin Engjanes eigi
land til fjalls. Þar stendur: „Horn-
mark milli Engjanes og Dranga-
víkur er í Þrælskleif og þaðan beint
til fjalls svo eftir hæstu fjallabrún
að Eyvindarfjarðará en hún ræður
merkjum til sjóar á milli Engjanes
og Ófeigsfjarðar.“
Hvergi er hins vegar talað um
landamerki til fjalls í lýsingunni á
Drangavík.
Bæjarins besta greindi nýlega frá
því að Sif Konráðsdóttir, fyrrver-
andi aðstoðarmaður Guðmundar
Inga Guðbrandssonar umhverfis-
ráðherra, hefði beðið Sigurgeir að
teikna kortið. Í samtali við Frétta-
blaðið segir Sigurgeir það rétt.
„En hún bað mig ekki að teikna
það á ákveðinn hátt, það myndi ég
aldrei gera,“ segir Sigurgeir. Segist
hann eingöngu hafa teiknað kortið
út frá sínum túlkunum á stað-
háttum.
„Ég teikna aðeins eftir þeim
gögnum sem ég hef og eins og ég
get best lesið þetta. Ég miða þá við
vatnaskilin í fjallinu sem er mjög
algengt að gera í landamerkjum.“
Friðbjörn Garðarsson lögmaður
eiganda Engjaness, ítalska bar-
ónsins Felix Von Longo-Liben-
stein, segist aldrei fyrr hafa heyrt
ágreining um landamerki á milli
jarðanna. Baróninn keypti Engja-
nes árið 2006 og var landamerkjum
þá lýst.
„Ef menn bera brigður á landa-
merki annars þá fer ferill í gang og
hann stendur þessu fólki opinn.“
Kæra Drangavíkurfólks liggur nú
fyrir hjá úrskurðarnefnd en ekki er
ljóst hvenær niðurstaða muni liggja
fyrir. Framkvæmdir voru stöðvaðar
á svæðinu, en ekki vegna þessa
heldur til að tryggja að engar forn-
minjar liggi í jörðu.
Birna Lárusdóttir, talsmaður
VesturVerks, segir að félagið telji
að vísa ætti kærunni frá og athuga-
semdir hafi verið sendar inn. Hún
segir:
„Okkur finnst þetta bera þess
merki að verið sé að reyna að tefja
framkvæmdir. Glugginn til að
framkvæma er mjög lítill vegna
veðurfarslegra aðstæðna.“
Hún segir þó einnig að fram-
kvæmdir geti hafist aftur þangað
til að úrskurðurinn liggi fyrir.
„Máli okkar til stuðnings er, að
ef þetta hefur verið á vitorði land-
eigenda alla tíð, hvers vegna í ver-
öldinni hafa þeir ekki notað síðustu
þrettán ár í að koma því á framfæri?
Sem er sá tími sem hefur farið í að
undirbúa þetta verkefni.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
VesturVerk segir kortið sett
fram til að tefja framkvæmdir
Landamerkjabókin sem um ræðir er frá 1890. MYND/LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS
Talsmaður VesturVerks
segir að kæra byggð
á nýju landamerkja-
korti sé sett fram til að
tefja framkvæmdir við
Hvalárvirkjun. Þessu
hafnar teiknarinn.
Málið snýst um túlkun
á skjali frá 19. öld.
Málinu okkar til
stuðnings er, að ef
þetta hefur verið á vitorði
landeigenda alla tíð, hvers
vegna í veröld-
inni hafa þeir
ekki notað
síðustu
þrettán ár í
að koma því á
framfæri?
Birna Lárusdóttir,
talsmaður VesturVerks.
6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
0
-7
4
8
0
2
3
6
0
-7
3
4
4
2
3
6
0
-7
2
0
8
2
3
6
0
-7
0
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K