Fréttablaðið - 06.07.2019, Síða 22
Guðlaug Edda Hann-esdóttir er í stuttri heimsókn á Íslandi. Hún lauk ný verið keppni á móti sem fór fram í Montreal í
Kanada og er hluti af heimsbikar-
mótaröðinni, sterkustu mótaröð
heims í þríþraut. Þar keppti hún
í sprettþraut, synti 750 metra og
náði góðum tíma, 9:26 mínútum. Þá
hjólaði hún 20 kílómetra og hljóp 5
kílómetra. Hún náði góðum spretti
og endaði í 26. sæti.
Guðlaugu Eddu hefur gengið
afar vel á stórum mótum í þríþraut
á þessu og á síðasta ári og er nú
einn af okkar efnilegustu íþrótta-
mönnum. Markmið hennar er
að taka þátt í Ólympíuleikunum
í Tókýó 2020 og hún og þjálfari
hennar, Rasmus Stubager, leyfa sér
að vera mjög bjartsýn. Takist henni
að ná settu marki verður hún fyrsti
Íslendingurinn til að keppa í þrí-
þraut á Ólympíuleikum.
„Bæði ég og þjálfarinn minn
erum bjartsýn en ég reyni að leiða
hugann ekki of mikið að Ólympíu-
leikunum þótt það sé markmið
mitt. Ég einbeiti mér frekar að því
að bæta mig á hverjum degi og á
hverju móti. Er með lítil markmið
sem ég set mér á hverjum degi. Ég er
að reyna að gæta þess að ég myndi
ekki óheilbrigt samband við íþrótt-
ina,“ segir Guðlaug Edda en það
mun koma í ljós í maí á næsta ári
hvort hún hlýtur þátttökurétt á
leikunum.
Hún er brosmild og býr yf ir
mikilli orku og útgeislun. Það líður
ekki á löngu þar til gestir kaffihúss-
ins þar sem viðtalið fer fram eru
komnir í hlutverk áhorfenda. En
eftir því tekur hún alls ekki. Kær-
astinn hennar, Axel Máni Gíslason,
er með í för.
Aðeins æft í þrjú ár
Það vekur furðu margra að þrátt
fyrir að Guðlaug Edda keppi við
bestu konur heims í þríþraut eru
aðeins þrjú ár síðan hún hóf að æfa
af kappi. Og reyndar á sama tíma og
hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands
með ágætiseinkunn.
„Ég æfði sund sem barn og ungl-
ingur en eftir að ég lauk mennta-
skóla ákvað ég að einbeita mér að
námi. Mér hefur alltaf þótt gaman
í skóla. Ég valdi stjórnmálafræði
í Háskóla Íslands og námið gekk
ofsalega vel, ég hef enda mjög mik-
inn áhuga á alþjóðastjórnmálum og
fékk góð tækifæri í náminu. Ég fór
til dæmis í skiptinám við Stanford-
háskóla og til Danmerkur. Með
náminu ætlaði ég bara að hlaupa
svolítið mér til gamans og var alveg
hætt í sundi. Þríþrautarsambandið
var nýstofnað á þessum tíma og þau
höfðu samband við mig á síðasta
ári mínu í Háskólanum. Ég byrjaði
að æfa þríþraut og síðan þá hefur
það undið upp á sig,“ segir Guðlaug
Edda frá.
Ofbeldi friðargæsluliða
Í lokaritgerð sinni skrifaði hún um
viðbrögð Sameinuðu þjóðanna
og undirstofnana við ásökunum
um kynferðislega misnotkun og
of beldi af hálfu friðargæsluliða
gagnvart konum og stúlkum í Mið-
Afríkulýðveldinu.
„Það hefur mikið verið skrifað um
það góða starf sem hjálparsamtök
vinna en mig langaði að skrifa út frá
reynslu kvenna sem búa í þessum
ríkjum og eru í minnihlutastöðu
gagnvart friðargæsluliðum og vald-
höfum í landinu. Ég studdist við
skýrslur, gögn og umsagnir frjálsra
félagasamtaka,“ segir Guðlaug Edda
en niðurstaða hennar er að Sam-
einuðu þjóðirnar og undirstofnanir
hafi brugðist konum og stúlkum í
Mið-Afríkulýðveldinu. „Þetta eru
friðargæsluliðar á vegum okkar
Vesturlandabúa og mér fannst
áhugavert að rýna í stöðuna. Ég held
að hættan á of beldi aukist þegar
það er ekki nægileg fjölbreytni í
hópi friðargæsluliða.“
Betri manneskja
og íþróttamaður
eftir slysið
Guðlaug Edda Hannesdóttir er bjartsýn á að keppa í þríþraut
á Ólympíuleikunum í Tokyo 2020. Takist henni að ná mark-
miði sínu verður hún fyrst Íslendinga til þess. Hún lenti í slysi
sem hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu hennar en
segist bæði sterkari íþróttamaður og betri manneskja á eftir.
Mörgum þykir magnað að það eru aðeins þrjú ár síðan Guðlaug Edda hóf að æfa af kappi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hún segist ekki hafa búist við því
að ná bæði góðum árangri í náminu
og í íþróttinni. Hún fékk níu í loka-
einkunn í námi sínu. Hún viður-
kennir að álagið hafi þó verið mikið.
„Mig langar til að gera allt vel sem
ég geri og í nokkra daga þurfti ég að
vaka lengi og taka erfiðar æfingar.
Maður gæti ekki haldið svona út í
langan tíma en til skamms tíma er
það alltaf þess virði,“ segir Guðlaug
Edda.
Svaf ekki í fimm daga
Síðasta sumar datt hún í keppni
og fékk mikið höfuðhögg. Hún
rotaðist ekki en fékk heilahristing.
Nokkrum mánuðum seinna tókst
hún á við eftirköstin sem reyndu
mjög á andlegan styrk hennar. Þeir
sem hafa einhvern tímann á ævinni
glímt við svefnleysi skilja í hvaða
sporum hún var.
„Ég fékk heilahristing í byrjun
sumars en það var ekki fyrr en
fyrir keppni í september, nokkrum
mánuðum síðar, sem verstu afleið-
ingarnar komu í ljós. Ég svaf ekki í
fimm heila daga. Ég hafði reyndar
fengið vægari einkenni um sumarið
sem ég gerði lítið úr. Missti svefn
eina og eina nótt en skrifaði það
á streitu. Þessir fimm dagar voru
skelfilegir, maður funkerar ekki,
það er ekki hægt að æfa eða keppa
og líðanin er þung. Þegar ég kom
heim eftir keppnina þá vatt svefn-
„Dásamlega þver“
Axel Máni um
Guðlaugu Eddu
Axel Máni Gíslason, kærasti
Guðlaugar Eddu, hefur stutt
hana dyggilega. Hann segir
hana bæði góðhjartaða og dá-
samlega þvera. Þetta séu þeir
eiginleikar sem geri hana að
afrekskonu.
„Hún er ótrúlega ákveðin, en
á góðan hátt því hún er bæði
samviskusöm og góðhjörtuð.
Þegar hún var bæði að keppa
og skrifa lokaritgerðina sína í
stjórnmálafræði komu þessir
eiginleikar vel í ljós. Ég spurði
hana hvort það væri nú ekki í
lagi að skila bara ritgerðinni inn
sæmilegri. En hún tók það ekki
í mál. Hún vill gera allt vel og á
sinn hátt, mér finnst það alveg
einstakt. Ég myndi segja að hún
væri dásamlega þver. Stundum
hleypur svo mikið kapp í hana
að ég finn mig í að hvísla að
henni hvort það sé kannski góð
hugmynd að bakka aðeins,“
segir Axel og hlær.
„Hún gerir það reyndar sjálf
eftir slysið. Við kynntumst árið
2009 en byrjuðum saman fyrir
þremur árum. Það hefur verið
ævintýri að fá að fylgja henni og
styðja við hana. Á meðan ég var
í meistaranámi í hugbúnaðar-
verkfræði fylgdi ég henni þegar
ég gat. Nú hef ég aðeins meira
frelsi því starf mitt er þess eðlis
að ég get unnið hvar sem er.
Ég hef fylgt henni út um allan
heim. Afríku, Evrópu og Asíu.
Þetta er krefjandi og mér finnst
hún hafa staðið sig á allan hátt
vel. Ég hef mikla trú á henni.“
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
0
-7
9
7
0
2
3
6
0
-7
8
3
4
2
3
6
0
-7
6
F
8
2
3
6
0
-7
5
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K