Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.07.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.07.2019, Qupperneq 6
Með vísan til laga nr. 79/2008 um endur- skoðendur, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í október 2019 sem hér segir: Fyrri hluti mánudaginn 7. október Seinni hluti miðvikudaginn 9. október Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 17. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglu- gerðar nr. 589/2009 um próf til löggildingar endurskoðunarstarfa. Próftökugjald er kr. 400.000.- Væntanlegir prófmenn skulu skila um- sóknum fyrir miðvikudaginn 7. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Jóni Arnari Baldurs, Urðarbraut 9, 200 Kópavogi eða í tölvupósti á jon.a.baldurs@gmail.com. Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 4. og 6. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008. Próftakar fá þá sendan reikning fyrir prófgjaldinu sem ber að greiða fyrir 1. september n.k. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum fyrir lok ágúst nk. Reykjavík 6. júlí 2018. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa ATVINNUMÁL „Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumála- stofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá f lestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utan- landsferðir. Ef fólk þiggur atvinnu- leysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofn- un sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögu- legt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjöl- margir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnu- leit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins, að samfélags- miðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera grip- inn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viður- lögum það sem af er ári og undan- Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum Mjög algengt er að Vinnumálastofnun grípi fólk sem þiggur atvinnuleysis- bætur í utanlandsferðum í leyfisleysi. Ýmis úrræði til eftirlits. Margir atvinnu- leysisbótaþegar vita ekki að tilkynna þurfi utanlandsferð til stofnunarinnar. Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru. Unnur Sverris­ dóttir, forstjóri Vinnumála­ stofnunar 10.000 Fjöldi atvinnulausra í maí- mánuði samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Einstaklingur telst hafa fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur sem nemur þeim tíma sem hann var erlendis án þess að hafa fengið til þess leyfi. Viður- lög við fyrsta broti eru svipting bóta í tvo mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY farin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldr- uðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleit- endum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnu- leysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess. mikael@frettabladid.is HÚSDÝR  „Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdals- hrepps. Eigendur sumarbústaða- lands í Fljótsdalshreppi hafa einn- ig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfs- stöðum það einkennilegt að ekki haf i verið brugðist við kvört- unum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitun- um haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ung- skógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostn- að segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdals- héraðs á Egilsstöðum en sveitar- stjórn Fljótsdalshrepps hafnaði til- lögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausa- göngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreig- endur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmd- um á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að  því að gera búfjársam- þykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður  á vegi þeirra,“ segir Gunnhildur Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geit- urnar ekki unnið skemmdir á áður- nefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir odd- vitinn. – gar Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur Geitur éta það sem þeim þykir gott, segir oddvitinn. „Það geta verið tré, runnar og blóm.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYK JAVÍK Vesturbygging Foss- vogsskóla verður ekki tilbúin fyrr en í nóvember. Miðað við stöðuna núna er reiknað með að austur- og miðbygging skólans verði tilbúnar 15.  ágúst áður en skólahald hefst. Þetta kom fram á fundi skólastjórn- enda og fulltrúa frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar í vikunni. Fossvogsskóla var lokað í mars síðastliðnum eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Til stóð upphaflega að framkvæmdum yrði lokið áður en skólahald hæfist. Foreldrum var til- kynnt á fundi í byrjun júní að skólinn yrði ekki tilbúinn. Var hann verr far- inn en fyrst var talið. Verklok vegna síkkunar glugga í matsal og veggja á lóð vegna fram- kvæmda sunnan við miðbygginguna eru áætluð í lok október. Svo eru verk- lok lóðarfrágangs austan við skólann áætluð í byrjun nóvember. Er nú unnið að því að koma nemendum í 1.-3. bekk fyrir í öðrum hluta skólans á meðan unnið er í vesturbygging- unni. Halda á upplýsingafund með foreldrum um miðjan ágúst. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sagði upp í júní. Verður skólastjórastaðan auglýst um miðjan ágúst og á ráðning nýs skóla- stjóra að liggja fyrir í byrjun septem- ber. – ab Vesturbygging verður lokuð fram í nóvember 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 0 -8 8 4 0 2 3 6 0 -8 7 0 4 2 3 6 0 -8 5 C 8 2 3 6 0 -8 4 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.