Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 50
Klandur í Rúmeníu
Tæpu ári síðar eða í maí 2017 komst
Enes Kanter, sem kallaði sig ekki
lengur Enes Gülen á Twitter, í
klandur í Rúmeníu er hann var á leið
aftur til Bandaríkjanna úr vinnu-
ferð fyrir góðgerðarsamtök sem
hann stofnaði. „Hér hefur mér verið
haldið í f leiri klukkutíma. Ástæðan
er einfaldlega pólitískar skoðanir
mínar og sá sem ber ábyrgð á þessu
er Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands,“ sagði Kanter í mynd-
bandi sem hann tísti.
„Hann er vondur, vondur maður.
Hann er einræðisherra og hann er
Hitler okkar tíma,“ sagði Kanter í
myndbandinu aukinheldur.
Fabian Badila, upplýsingafulltrúi
landamæraeftirlits Rúmena, sagði
við The New York Times stuttu eftir
að Kanter var leystur úr haldi á flug-
vellinum að vegabréf Kanters hafi
ekki verið gilt. „Heimalandið hafði
ógilt vegabréfið þannig að hann
mátti ekki koma inn í landið. Þegar
hann var á f lugvellinum var hann
ekki læstur inni heldur fékk hann
að vafra um. Hann mátti bara ekki
koma inn í landið,“ sagði Badila.
Kanter var að lokum ekki sendur
heim til Tyrklands, þaðan sem
honum höfðu borist líf látshótanir.
Fékk þess í stað að halda áfram ferð
sinni.
Handtökuskipun
Um viku síðar greindi Daily Sabah
frá því að yfirvöld í Tyrklandi hefðu
gefið út handtökuskipun á hendur
Kanter. Vitnað var til þess í hand-
tökuskipuninni að Kanter væri not-
andi dulkóðaða skilaboðaforritsins
Bylock, sagt skapað sérstaklega fyrir
Gülenista til þess að fela samskipti
sín frá yfirvöldum.
Kanter tjáði sig um stöðuna við
blaðamenn er hann var staddur í
höfuðstöðvum NBA í Manhattan.
„Ég er án ríkisfangs eins og er. En
ég er opinn fyrir því að verða ætt-
leiddur. Ég ætla að reyna að verða
bandarískur ríkisborgari.“
Tyrkneski ríkismiðillinn Anadolu
sagði frá því í desember sama ár að
tyrkneskir saksóknarar færu fram
á að Kanter yrði dæmdur í fjögurra
ára fangelsi fyrir að móðga Erdogan
forseta. Körfuboltamaðurinn lét sér
fátt um finnast og hélt áfram gagn-
rýni sinni í viðtölum við blaða-
menn. „Þessi gaur er klikkaður.
Þetta truflar mig ekkert af því að ég
er vanur þessu. Ég held þetta skipti
mig engu, ég er í Bandaríkjunum.“
Kanter hefur þó ekki enn verið
handtekinn, orðið bandarískur
ríkisborgari né dæmdur í fangelsi
í Tyrklandi. Hann getur ekki orðið
bandarískur ríkisborgari fyrr en
árið 2021 í fyrsta lagi.
Engin ferðalög
Hið ógilda vegabréf og handtöku-
skipunin hafa aftur á móti reynst
Kanter fjötur um fót þegar kemur
að keppnisferðalögum. Í janúar
síðastliðnum átti Kanter að ferðast
til Lundúna með þáverandi liði sínu,
New York Knicks, til þess að leika
við Washington Wizards.
Kanter gat hins vegar ekki ferðast
með liðinu. Knicks sögðu það vegna
þess að illa gengi að fá vinnuleyfi
fyrir leikmanninn en því var Kanter
ekki sammála. „Þetta snýst ekkert
um vinnuleyfi. Knicks munu ekk-
ert segja að ég eigi á hættu að vera
drepinn. Þeir tala bara um vinnu-
leyfi svo þetta hafi ekki áhrif á sam-
herja mína. Ég hef raunverulegar
áhyggjur af öryggi mínu.“
Kanter gat ekki heldur ferðast til
Kanada í febrúar til þess að keppa
við nýkrýnda meistara, Toronto
Raptors. Bandarískir miðlar fjöll-
uðu um ástæðuna í kringum leikinn
en Kanter hafði þá sagt við NBCS að
Tyrkir hefðu í janúar sett nafn sitt
á lista hjá Interpol. Hann mætti því
eiga von á handtöku. „Ég get ekki
sinnt vinnunni minni vegna eins
einræðisherra. Það er ákaflega sorg-
legt,“ sagði Kanter.
NBA-tímabilið er nú að baki og kanad-íska liðið Toronto Raptors stendur uppi sem meistari. Varð þar með fyrsta
liðið utan Bandaríkjanna til þess að
vinna þessa stærstu körfuboltadeild
heims. Þrátt fyrir að heimurinn
fylgist nú með Raptors-stjörnunni
Kawhi Leonard, sem var valinn
mikilvægasti leikmaður úrslita-
keppninnar, ætlar Fréttablaðið að
einbeita sér að öðrum leikmanni.
Enes Kanter úr Portland Trail
Blazers er ef til vill ekki fyrsta nafn
á blað þegar rætt er um bestu leik-
menn deildarinnar en þessi tyrk-
neski miðherji er vinsæll á meðal
aðdáenda. Þær vinsældir ná engan
veginn til stjórnvalda í Tyrklandi.
Recep Tayyip Erdogan forseti og
bandamenn hans hafa farið fram
á að Kanter verði handtekinn, ógilt
vegabréf hans og sóst eftir því að
hann verði dæmdur.
Kanter og Gülen
Kjarni málsins, og ástæða ósættis
Tyrklandsstjórnar við Kanter, ligg-
ur í stuðningi körfuboltamannsins
við útlæga tyrkneska klerkinn Fet-
hullah Gülen og hreyfingu hans.
Kanter heimsækir Gülen reglulega á
heimili hans en Gülen er íslamskur
fræðimaður, predikari og leiðtogi
hreyfingar sem kennd er ýmist við
hann eða tyrkneska orðið hizmet (í.
þjónusta).
Gülen var áður bandamaður Rétt-
lætis- og þróunarf lokksins (AKP)
sem Erdogan stýrir nú. Hreyfingin
var afar áhrifamikil á Tyrklandi
í upphafi síðasta áratugar. Það
kastaðist þó í kekki á milli Gülens
og Erdogans árið 2013 þegar fjöldi
embættismanna, borgarstjóra og
annarra AKP-liða sætti rannsókn
í stóru spillingarmáli. Forsetinn
kenndi Gülenistum um, sagði klerk-
inn reyna að steypa sér af stóli og
fór fram á handtöku hans. Það gekk
ekki því Gülen hefur verið í sjálf-
skipaðri útlegð í Bandaríkjunum
síðan 1999 er hann flúði ákæru fyrir
landráð.
Álit Erdogans á klerknum og
fylgismönnum hans minnkaði svo
enn eftir að hluti hersins reyndi að
ræna völdum í júlí 2016. Tilraunin
mistókst, Erdogan kenndi Gülen
um og hóf viðamiklar hreinsanir á
opinberum starfsmönnum. Alls var
um 160.000 dómurum, kennurum,
lögregluþjónum og öðrum vikið frá
störfum og um 77.000 voru hand-
tekin fyrir meint tengsl við Gülen,
sem sjálfur neitar því að tengjast
valdaránstilrauninni.
Fjölskyldan afneitar Kanter
Stuðningur Kanters við Gülenista-
hreyfinguna, sem Tyrklandsstjórn
telur til hryðjuverkasamtaka, hefur
komið í veg fyrir að hann spili með
tyrkneska landsliðinu, líkt og Ergin
Ataman landsliðsþjálfari lýsti í við-
tali við Hurriyet árið 2015. Það var
þó ekki fyrr en ári síðar, eftir valda-
ránstilraunina, sem stjórnvöld fóru
að hafa raunveruleg og umtalsverð
áhrif á líf körfuboltamannsins.
Kanter fór ófögrum orðum um
forsetann á Twitter og varð það, og
stuðningurinn við Gülen, til þess
að fjölskyldan heima í Tyrklandi
afneitaði syninum. „Yfirlýsingar
hans og hegðun valda fjölskyldunni
hugarangri. Ég sagði við Enes að við
myndum afneita honum ef hann
Útlægi körfuboltamaðurinn
Enes Kanter, leikmaður Portland Trail Blazers í NBA, getur ekki snúið heim aftur til Tyrklands. Er stuðnings-
maður útlæga klerksins Fethullah Gülen og því sakaður um tengsl við það sem Tyrkir kalla hryðjuverkasam-
tök. Tyrkir fara fram á handtöku hans sem kemur í veg fyrir keppnisferðalög með liðinu.
Enes Kanter hefur sagt skilið við Portlandog leikur með Boston Celtics á næsta tímabili. Það hefur engin áhrif á stöðu hans í heimalandinu. NORDICPHOTOS/AFP
ÉG ER ÁN RÍKISFANGS
EINS OG ER. EN ÉG ER
OPINN FYRIR ÞVÍ AÐ
VERÐA BANDARÍSKUR
RÍKISBORGARI.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er lítið hrifinn af útlæga klerk-
inum Fethullah Gülen og fylgismönnum hans. NORDICPHOTOS/AFP
hætti þessu ekki. Honum var alveg
sama,“ sagði Mehmet, faðir Enes, við
Daily Sabah í ágúst 2016. Vert er að
taka fram að blaðið styður AKP.
„Ég hefði ekki tekið Enes til
Bandaríkjanna í körfuboltabúð-
irnar, þar sem hæfileikar hans
uppgötvuðust, ef ég hefði vitað að
þessar yrðu afleiðingarnar,“ sagði
faðirinn enn fremur og bað þjóðina
og forseta afsökunar á hegðun sonar
síns á meðan frændinn Bilal óskaði
eftir því að Enes breytti um nafn.
Miðherjinn brást við með yfirlýs-
ingu þar sem hann sagðist tilbúinn
að deyja fyrir málstaðinn. „Ást
mín á Gülen er sterkari en ást mín
á móður minni, föður, bræðrum,
systrum og öllum öðrum. Móðir
mín og faðir yrðu fórn fyrir þig,
fyrir þjónustuna og málstaðinn,“
tísti Enes Kanter sem kvittaði undir
sem „Enes (Kanter) Gülen“.
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
0
-6
A
A
0
2
3
6
0
-6
9
6
4
2
3
6
0
-6
8
2
8
2
3
6
0
-6
6
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K