Fréttablaðið - 06.07.2019, Síða 68
Lífið í
vikunni
30.06.19-
06.07.19
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Sumar
útsala
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði
Freistandi
útsölutilboð
Afgreiðslutími Rvk
Mánud. til föstud. kl. 11.00–18.30
Laugard. kl. 11.00–17.00
Sunnud. kl. 13.00–17.00 (Smáratorgi)
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
www.dorma.is
V E F V E R S LU N
ALLTAF
OPIN
PITSU FREKAR EN
GJAFASTURTU
Fjöllistakonan Margrét Erla Maack
og Tómas Steindórsson eiga von
á barni í haust og í vikunni
lét hún þau boð út ganga
á Facebook að parið vilji
ekki að þeim verði komið
á óvart með sængur-
gjafateiti, eða „baby
shower“. Þau skorti
fátt og vilji frekar
fá heimsóknir og
flatbökur þegar
barnið er komið
í heiminn.
BÁRA Í BÚRI
Bára Halldórsdóttir, upptakari,
öryrki og helsti hrellir ölkærra
klaustursriddara, gaf fólki óvenju-
lega innsýn í daglegt líf öryrkja
þegar hún lokaði sig í búri á RVK-
Fringe Festival og þar mátti fylgjast
með daglegu amstri öryrkjans.
FORN FRÆGÐ SEINFELDS
Í gær voru 30 ár frá því gaman-
þættirnir um Seinfeld hófu göngu
sína í bandarísku sjónvarpi. Þætt-
irnir nutu gríðarlegara vinsælda
en sá fyrsti fór í loftið 5. júlí 1989
en gríninu lauk með ósköpum í
lokaþættinum 14. maí 1998.
SÓNARMYND Á FACEBOOK
Salka Sól
Eyfeld,
leik- og
söngkona,
og unnusti
hennar,
Arnar Freyr
Frostason,
komu þeim
gleðitíðind-
um til skila
á Facebook
að þau eigi von á sínu fyrsta barni.
Salka birti mynd af þeim Arnari
með sónarmynd af erfingjanum á
milli sín.
Þetta er fyrst og fremst smá djók, eða þetta hófst þa nnig. Við tökum okkur ekki sér-staklega alvarlega sem
einhverja listamenn, eða í það
minnsta gerðum það ekki. Það
er samt alveg geggjað hvað fólk
er búið að taka vel í tónlistina
okkar,“ segir Alvar Nói, einn liðs-
manna hljómsveitarinnar Séra
Bjössi.
Hann segir meðlimi hljómsveit-
arinnar engan veginn hafa búist við
svona góðum viðtökum þegar þeir
byrjuðu að gera tónlistina.
„Við erum sem sagt vinahópur
úr Hafnarfirði. Þetta byrjaði sem
smá spaug. Benjamín Snær býr til
alla taktana. Hann hefur verið að
fikta í taktagerð mjög lengi, alveg
frá því að ég kynntist honum í það
minnsta. Það var þegar við vorum í
8. bekk í grunnskóla. Í gegnum hann
kynnist ég þessum vinahóp, sem ég
kalla mína bestu vini í dag.“
Alvar segir að fyrst hafi þeir mest
verið að hittast heima hjá Benjamín
og að semja texta við taktana hans,
mest upp á grínið.
„Það stóð upphaflega ekkert sér-
staklega til að gefa lögin út. Þetta
þróaðist í raun þannig að við vild-
um geta hlustað á lögin en bara hjá
Benjamín, svo við settum nokkur
lög á SoundCloud. Það var samt
mest bara fyrir okkar vinahóp, svo
við gætum hlustað á og spilað lögin
hvar og hvenær sem er,“ segir Alvar.
Þegar á leið tóku þeir svo eftir því
að hlustanafjöldinn hækkaði furðu-
lega mikið.
„Þannig að við áttuðum okkur á
því að það er greinilega annað fólk
en bara okkar vinahópur að hlusta
á, sem okkur fannst náttúrulega
geðveikt. En samt auðvitað skrýtið
líka því við upplifðum þetta sem svo
mikinn einkahúmor.“
Hann segir að upphaf lega hafi
hlustendur þeirra mestmegnis verið
fólk á svipuðum aldri og þeir sjálfir
og úr Hafnarfirði.
„Svo mánuði eftir að við tökum
eftir þessum aukna hlustenda-
fjölda erum við beðnir um að spila
á balli hjá menntaskólanum Flens-
borg. Það var frábært en auðvitað
stressandi, því þetta var komið á
allt annað stig en við höfðum eitt-
hvað sérstaklega stefnt á. En við
gerðum okkar besta og keyptum
okkur prestakuf la til að gera
þetta sem flottast.“
Hann segir að ekki hafi mikil
pæling legið að baki nafni hljóm-
sveitarinnar.
„Bjartur kom með nafnið og
þar með var það bara ákveð-
ið. Þetta var fyrst allt gert í
mikilli f ljótfærni en við
erum þó byrjaðir að taka
þessu alvarlegar núna.
Fyrst gerðum við bara lög
á einum degi og negldum
þeim út. Það kannski lýsir
svolítið hljómsveitinni hvað
við spáðum lítið í þessu fyrst.“
Eitt vinsælasta lag hljómsveitar-
innar er lagið Dicks sem hljóm-
sveitin vann með Inga Bauer.
„Þetta er auðvitað þannig séð
satíra. Við gerum mikið grín að
okkur sjálfum en í laginu erum við
að taka smá ádeilu á þessa „toxic“
karlmennskuímynd. Við erum samt
ekki að taka okkur það alvarlega að
líta svo á að við séum að taka ein-
hverja almenna samfélagsádeilu.
Svo leyfum við bara hlustendum að
túlka frekar lögin eins og þeir vilja,“
segir Alvar að lokum.
Séra Bjössi spilar á Þjóðhátíð um
verslunarmannahelgina. Miða á
hátíðina er hægt að nálgast á dalur-
inn.is. steingerdur@frettabladid.is
Taka sig ekki of
alvarlega
Hljómsveitin Séra Bjössi spilar í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð.
Vinsældirnar komu flatt upp á meðlimina, en hljómsveitin var
upphaflega stofnuð í kringum þeirra einkahúmor.
Ingi Bauer
vann meðal
annars
lagið Dicks
með hljóm-
sveitinni. Á
myndinni
eru þeir Ingi
Bauer, Benja-
mín Snær,
Alvar Nói og
Bjartur Freyr.
MYND/KETCHUP
CREATIVE
Lagið Dicks
með hljómsveit-
inni hefur verið
einstaklega vinsælt
á streymisveitum.
6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
0
-8
3
5
0
2
3
6
0
-8
2
1
4
2
3
6
0
-8
0
D
8
2
3
6
0
-7
F
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K