Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 16

Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 16
FÓTBOLTI Það ræðst á morgun hvort Bandaríkin verji titil sinn á heimsmeistaramótinu í knatt­ spyrnu kvenna og vinni sinn fjórða heimsmeistaratitil eða Hol­ land verði handhafi bæði Evrópu­ meistaratitils og heimsmeistara­ mótstitils þegar liðin leiða saman hesta sína í úrslitaleik heimsmeist­ aramótsins í Lyon í Frakklandi. Bæði lið koma stútfull af sjálfs­ trausti í þennan leik en Bandaríkin sem eru sigursælasta lið sögunnar í keppninni hefur haft betur í 11 leikjum í röð á heimsmeistara­ móti sem er met og Holland hefur að sama skapi sett met með því að sigra í 12 leikjum í röð á síðasta Evrópumóti og þessu heimsmeist­ aramóti. Bandaríkin eru að leika til úrslita á heimsmeistaramóti þriðja mótið í röð og í fimmta skipti alls en Hol­ land er aftur á móti að þreyta frum­ raun sína í úrslitaleik mótsins. Tveir sterkir leikmenn í sóknar­ leik beggja liða eru tæpir vegna meiðsla fyrir þennan leik en Megan Rapinoe sem hefur skorað fimm mörk á mótinu spilaði ekki þegar Bandaríkin lögðu England að velli í undanúrslitunum vegna meiðsla og Lieke Martens fór af velli í sigri Hollands gegn Svíþjóð í hinum undanúrslitaleiknum vegna támeiðsla. Breiddin í bandaríska liðinu er hins vegar afar mikil og Jill Ellis þarf ekki að hafa áhyggjur af því þó Rapinoe verði ekki með. Christ­ en Press nýtti til að mynda tæki­ færið og skoraði í sigrinum gegn Englandi og að sama skapi sást það ekki á leik hollenska liðsins sem hefur leikið frábærlega undir stjórn Sarinu Wiegman að það saknaði Martens eftir að hún fór af velli í leiknum á móti Svíum. – hó     Komið að úrslitastundu á HM 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Arnhildur Anna er metnaðarfull og stefnir hátt í kraftlyfingum. KRAFTLYFTINGAR Þegar rætt er við Arnhildi Önnu skín í gegn hversu mikinn metnað hún leggur í kraft­ lyftingarnar og einlægan áhuga hún hefur á að ná lengra í íþrótt­ inni. Hún kom sjálfri sér á óvart með því að jafna sinn besta saman­ lagða árangur á bikarmótinu sem fram fór fyrr á þessu ári. „Byrjun ársins var ekki eins og best verður á kosið en uppkeyrslan fyrir bikarmótið í febrúar fyrr á þessu ári var ekki eins og ég vildi hafa hana. Ég kom hins vegar sjálfri mér á óvart á bikarmótinu þar sem ég jafnaði minn besta árangur,“ segir Arnhildur um hvernig henni hefur gengið á fyrri hluta ársins. „Nú stefni ég svolítið á að hafa gaman af æfingunum í sumar og ná að slaka á inn á milli. Ég er samt alltaf mjög peppuð fyrir því að æfa og ég mjög erfitt með að taka langar pásur. Þegar ég fer á æfingu þá gef ég allt í hana en ég ætla að slaka aðeins á í sumar,“ segir hún um framhaldið hjá sér. Verður erfitt að slaka á í afmælisferðinni „Ég er á leiðinni í afmælisferð hjá mömmu sem er að verða fimmtug á árinu og verð þar í þrjár vikur. Þar mun ég minnka æfingaálagið eitt­ hvað en ég er bara þannig gerð að ég get aldrei tekið mér algjört frí. Svo er ég með stór plön fyrir haustið og ef það á að takast þá verð ég að halda líkamanum góðum allt árið. Vegna afmælisferðarinnar ætla ég að sleppa Vestur­Evrópumótinu í haust þar sem tímasetningin á því móti hentar ekki nægilega vel út frá afmælisferðinni,“ segir þessi metn­ aðarfulli íþróttamaður. „Ég mun svo auka álagið á æfing­ um þegar líða tekur að Evrópumót­ inu í haust en þar koma inn kepp­ endur frá Austur­Evrópu sem gerir mótið mjög sterkt. Þar keppa mjög sterkir einstaklingar og keppnin verður gífurleg. Svo er Íslandsmótið haldið næsta haust og þar stefni ég sömuleiðis að því að standa mig,“ segir hún um markmiðalistann. „Svo langar mig að koma mér á heimsmeistaramótið á næsta ári en ég þarf að bæta samanlagðan árangur minn um 12,5 kg til þess að komast þangað. Það er alveg mögu­ legt og mér finnst ég eiga mest inni í bekkpressunni. Það eru líka tæknileg atriði í öðrum greinum sem ég get alltaf bætt og ég verð að bæta mig um nokkur kíló í öllum greinum til að koma mér inn á heimsmeistara­ mótið. Bætingin verður líklega mest í bekkpressunni og ég ein­ blíni mest á það í æfingaprógramm­ inu næstu mánuði,“ segir hún enn fremur um markmið sín. hjorvaro@frettabladid.is Stefnir á bætingu um 12 kíló á árinu Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona stefnir að því að vera í sínu besta formi í haust og fara á verðlaunapall á Evrópu- mótinu sem fram fer í nóvember. Arnhildur Anna stefnir enn fremur að því að komast á heimsmeistaramótið næsta sumar.  Frá atvinnuleysi til starfa Vinnumálastofnun auglýsir eftir tilboðum í virkni- og námsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins sbr. 12. gr. laga nr. 55/2006. Í starfsáætlun þessa árs leggur Vinnumálastofnun sérstaka áherslu á atvinnuleitendur af erlendum uppruna, ungt fólk í viðkvæmri stöðu, auk þess sem staða langtímaatvinnulausra er ávallt áhersluatriði í vinnumarkaðsaðgerðum stofnunar- innar. Staða háskólamenntaðra og staða atvinnuleitenda eldri en 50 ára eru sömuleiðis áhersluatriði. Leitað er eftir tilboðum í virkniúrræði/námskeið á eftirfarandi sviðum m.t.t. áhersluatriða í starfsáætlun: • Hagnýtt hvatningar- og starfsleitarnámskeið sem felur í sér að greina og þekkja tækifæri og hindranir á vinnumarkaði og aðferðir við að koma sér á framfæri. • Íslenskunám fyrir atvinnuleitendur af erlendu bergi. Jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum er boðið að leggja inn tilboð. Gerð er krafa um sérfræðiþekkingu leiðbeinenda og reynslu af námskeiðshaldi. Vinnumálastofnun áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum tilboðum og verða þjónustu- samningar gerðir við þá bjóðendur sem samþykkt verður að ganga til samstarfs við. Óskað er eftir tilboðum sem tilgreina tilgang og markmið námskeiðs, markhóp, lengd námskeiðs, verð pr. tímaeiningu, námsgögn, staðsetningu og annað sem tilboðsgjafar telja mikilvægt að komi fram. Tilboðum merkt „Tilboð í virkni- og námsúrræði“ skal skilað fyrir 9. ágúst 2019 á netfangið: virkni2019@vmst.is Hollenski framherjinn Vivianne Miedema og bandaríski sóknarmaðurinn Alex Morgan verða í lykilhlutverkum á morgun. NORDICPHOTOS/GETTY Arnhildur Anna telur sig geta bætt árangur sinn töluvert í bekkbressu. 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 0 -7 E 6 0 2 3 6 0 -7 D 2 4 2 3 6 0 -7 B E 8 2 3 6 0 -7 A A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.