Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 24

Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 24
vandinn upp á sig. Ég svaf tvo til þrjá tíma á nóttu í nokkra daga og svo kom kannski einn dagur þar sem ég svaf samfleytt í tólf tíma,“ segir hún og lýsir betur líðan sinni. „Þetta er það versta sem ég hef gengið í gegnum og á tímabili hélt ég að ég myndi aldrei sofa aftur. Það er eins og hugurinn geti ekki stansað. Hann fer hring eftir hring og stansar ekki. Því fylgir kvíði að geta ekki sofið. Maður hugsar í sífellu: Mun ég sofna í nótt? Mun þetta enda? Ég þurfti á endanum að ljúka æfinga- tímabilinu og draga verulega úr æfingum. Um leið og ég hafði tekið þá ákvörðun fann ég fyrir létti og vissi að ég gat farið að byggja mig upp. Ég var heppin, það tók mig ekki nema rúma þrjá mánuði að ná góðum tökum á heilsunni aftur,“ segir hún. Sálfræðiaðstoðin mikilvægust Guðlaug Edda vann markvisst að því að ná heilsu aftur og fékk aðstoð læknis og sálfræðings sem sérhæfir sig í eftirköstum heilahristings. „Það sem hjálpaði mér langmest var að fara til sálfræðings. Að ræða vandann og fá góðar ráðleggingar. Ég lærði að beina hugsunum í annan farveg. Í stað þess að hugsa: Mun ég einhvern tímann sofna? lærði ég að ímynda mér að ég þyrfti að berjast gegn því að sofna. Það er mjög erf- itt? Hefur þú prófað það? “ spyr hún og hlær. „Annað sem hefur reynst mér mjög vel er að æfa yin jóga og hug- leiðslu. yin jóga er slökunarjóga, ég hef haldið fast í það að stunda slíkt jóga því það raunverulega hjálpar. Ekki bara við svefninn heldur bætir það líka ástand líkamans,“ segir Guðlaug Edda og mælir með slíku jóga fyrir alla. Og það þriðja sem hefur reynst mér vel er að búa til góða svefn- rútínu. Klukkustund fyrir svefn þá slekk ég á öllum tölvum og tækjum sem gefa frá sér blátt ljós og minnka allt áreiti í kringum mig. Geri eitt- hvað í rólegheitum, eins og að lesa bók eða eitthvað slíkt,“ segir Guð- laug Edda sem er reyndar mikill lestrarhestur. Núna er hún að lesa sænska glæpasögu en segist lesa bæði fræðirit og skáldsögur. Lærði af slysinu Hún segist hafa lært af slysinu og því að takast á við andlega erfið- leika og svefnleysi. „Kærastinn minn var alltaf að segja mér að ég yrði sterkari. En á meðan það versta gekk yfir þá sá ég það ekki. Ég svaraði honum og sagði: Nei, þetta mun aldrei lagast. En um leið og mér fór að batna þá áttaði ég mig á því hversu mikið ég hafði lært. Ekki bara hvað varðar svefn og hvíld. Ég lærði meira um streitu, hvernig maður verður stundum sterkari og einbeittari með því að taka skref til baka. Hvíldin er svo mikilvæg, ekki bara fyrir íþróttamenn heldur okkur öll. Ég lærði að treysta á sjálfa mig,“ segir hún og bætir við að fyrir slysið hafi hún ekki áttað sig á því hvað andlegur styrkur er mikil- vægur í íþróttinni sem hún stundar. „Reynslan kennir manni að van- meta ekki andlegu þættina. Ég hélt það myndi duga að koma mér í bilað form, æfa af hörku og keppa. En við sem erum að keppa á hver móti ann- arri erum allar mjög svipaðar. Við erum kannski með mismunandi styrkleika en þegar allt kemur til alls þá skiptir mestu máli hversu tilbúin þú ert í keppninni. Þetta er svo dýnamísk íþrótt. Í sundi synti ég á einni braut og enginn truflaði mig. Í þríþraut syndir þú í kringum sex- tíu konur sem allar eru að reyna að komast á sama staðinn. Einbeiting- in og ró í sömu andrá er nauðsynleg og kunna að taka skref til baka til að fara áfram af enn meiri krafti,“ segir Guðlaug Edda. Keppi ekki eftir heilahristing Bæði sálfræðingur hennar og læknir sögðu henni að það væri algengt að íþróttamenn yrðu ekki varir við eftirköstin fyrr en löngu seinna. „Maður losnar við verkina úr líkam- anum og heldur að þá geti maður haldið áfram, en bataferlið tekur lengri tíma og getur verið krefjandi. Sálfræðingurinn minn sagði að það ætti að vera regla að íþróttamenn kepptu ekki í tvo til þrjá mánuði eftir svona heilahristing,“ segir hún. „Ég var heppin, eftirköstin hefðu getað orðið alvarlegri og háð mér til lengri tíma. Sem betur fer hefur orðið mikil vakning um skaða eftir heilahristing en einnig um andlega heilsu og skaðsemi streitu.“ Hún segir það besta við íþróttir hversu mikið sjálfsþekkingin vex. „Eftir þessa erfiðleika er ég betri íþróttamaður en líka betri mann- eskja, auðvitað á það ekki bara við um íþróttir. En ég er þakklát fyrir að hafa þurft að læra þetta og öll reynsla nýtist, sama hvað maður mun hafa fyrir stafni í framtíðinni,“ segir hún. Eldurinn Það er stundum framandi fyrir Guðlaugu Eddu að mæta á stærstu mótin. Hún kemur ein frá Íslandi með þjálfaranum sínum þótt stund- um sé kærastinn hennar, Axel, með í för. „Stærstu íþróttasamböndin eru með allt að sex keppendur á sínum vegum og koma með starfs- fólk, nuddbekki og þau ganga um með talstöðvar,“ segir Guðlaug Edda og skellir upp úr. „Það er auð- vitað framandi því svo er það bara ég sem kem ein frá Íslandi. En þrátt fyrir að ég sé ekki með stórt starfslið í kringum mig hef ég verið rosalega heppin með gott stuðningsnet og fólk sem hjálpar mér. Það er örugg- lega það besta og stór þáttur í því að ná árangri er að vera með stuðnings- lið sem trúir á þig. Þitt eigið lið og í því er fólk sem er ekki endilega á staðnum. Til dæmis sálfræðingur- inn minn, vinir og aðstandendur. Kærastinn minn kemur með þegar hann getur og þjálfarinn er alltaf með í för. Þetta er mitt fólk og mitt lið. Það er svo mikið sem þarf að virka til að maður geti tekið þátt í keppni um pláss á Ólympíuleik- unum. Þetta er mikil erfiðisvinna og það þarf að leggja mikið á sig en þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég myndi ekki vilja gera neitt annað. Ég fæ að keppa við þær bestu í heimi og eftir hvert mót fer ég að trúa því betur að ég eigi heima þarna og það viðheldur neistanum, tja, eða eldinum,“ leiðréttir hún sig og hlær. „Því auðvitað er þetta biluð ástríða. Stundum hugsa ég að ég hljóti að vera eitthvað klikkuð, en þetta er bara það sem ég lifi fyrir.“ ÉG VAR HEPPIN, EFTIR- KÖSTIN HEFÐU GETAÐ ORÐIÐ ALVARLEGRI OG HÁÐ MÉR TIL LENGRI TÍMA. SEM BETUR FER HEFUR ORÐIÐ MIKIL VAKNING UM SKAÐA EFTIR HEILAHRISTING EN EINNIG UM ANDLEGA HEILSU OG SKAÐSEMI STREITU. „Bæði ég og þjálfarinn minn erum bjartsýn en ég reyni að leiða hugann ekki of mikið að Ólympíuleikunum þótt það sé markmið mitt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árangurinn l Byrjaði íþróttaferil sinn í sundi þar sem hún vann til fjölda verðlauna l Hefur einnig bakgrunn í því að keppa í mismunandi vega­ lengdum í hlaupum l Varð heimsmeistari í tví­ þraut á Fjóni í Danmörku árið 2018 l Endaði í áttunda sæti af 48 konum Evrópubikarnum í þrí­ þraut sem fram fór í Huelva á Spáni í apríl fyrr á þessu ári  l Hafnaði í 14. sæti á Evr ópu­ meist ara mót inu í ólymp ískri þríþraut sem fram fór í Weert í Hollandi fyrr í sumar l Keppir á heimsbikarmótaröð­ inni sem er sterkasta mótaröð heims í þríþraut l Æfir með danska landsliðinu í þríþraut með norrænu afreks­ íþróttafólki l Stefnir á að verða fyrst til þess að taka þátt í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó næsta sumar ÞAÐ ER EINS OG HUGURINN GETI EKKI STANSAÐ. HANN FER HRING EFTIR HRING OG STANSAR EKKI. ÞVÍ FYLGIR KVÍÐI AÐ GETA EKKI SOFIÐ. MAÐUR HUGSAR Í SÍFELLU: MUN ÉG SOFNA Í NÓTT? MUN ÞETTA ENDA? 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 0 -6 5 B 0 2 3 6 0 -6 4 7 4 2 3 6 0 -6 3 3 8 2 3 6 0 -6 1 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.