Fréttablaðið - 06.07.2019, Síða 52

Fréttablaðið - 06.07.2019, Síða 52
Frumraun sænska rithöf­undarins Niklas Natt och Dag er 1793, gríp­andi og hrollvekjandi söguleg skáldsaga um hroðalegan glæp. Aðal­ persónurnar Mickell Cardell og Cecil Winge rannsaka viðurstyggi­ legt morð í Svíþjóð árið 1793. Aðrar aðalpersónur eru ólánsamur ungur maður og saklaus stúlka sem þarf að þola skelfilegar raunir. Bókin hefur vakið gríðarlega athygli og rokselst. Hún er nú komin út í íslenskri þýð­ ingu og óhætt er að gefa henni bestu meðmæli. Blaðamaður náði tali af Niklas Natt och Dag og spurði hann af hverju hann hefði viljað skrifa skáldsögu. „Ég var einmana barn og leitaði félagsskapar og huggunar í bókum. Bækur brugðust aldrei, þær voru alltaf til staðar og það var hægt að treysta á þær,“ segir hann. Hann segist hafa náð sterku sam­ bandi við höfunda þeirra verka sem hann las: „Skyndilega var ég í mjög nánum samskiptum við einhvern sem var í fjarlægð eða var dáinn en orðin sem hann hafði skrifað lifn­ uðu í höfði mér. Mér fannst blasa við að það að vera rithöfundur væri það stórkostlegasta sem hægt væri að verða, maður yrði um leið félagi þeira sem ættu engan félaga. Ég óttaðist alltaf að ef ég byrjaði að skrifa myndi koma í ljós að þessi draumur minn gæti ekki ræst. Svo ég beið í langan tíma, varð blaða­ maður og fann mér skapandi farveg í um fimmtán ár. Eftir á að hyggja er ég feginn að ég beið. Það tók mig langan tíma að verða tilbúinn og ég þurfti á æfingunni að halda.“ Hryllingur samfélags Hann er spurður af hverju hann hafi ákveðið að láta sögusviðið vera Sví­ þjóð árið 1793. „Ég vildi láta söguna gerast eftir morðið á Gústafi III árið 1972. Ég fann nafn lítt þekkts lög­ reglustjóra, Johan Gustaf Norlin, sem fékk starfið í janúarmánuði 1793 en var rekinn í desember sama ár vegna þess að hann var sagður vera „heiðarlegur maður“ – það var greinilega ekki talið æskilegt. Johan Gustaf er ástæðan fyrir því að 1793 varð fyrir valinu og í bókinni eru skáldaðar skýringar á falli hans.“ Við lestur 1793 er ljóst að höf­ undurinn hefur lagt í mikla rann­ sóknarvinnu vegna verksins. „Ég las mikið bara til að hafa hversdagslegu hlutina rétta,“ segir Niklas. „Í lang­ an tíma fór ég í hverja einustu forn­ bókaverslun í Stokkhólmi og keypti allt sem til var um þennan tíma. Þótt einkennilegt sé fólust erfið­ leikarnir eftir það einkum í því að takmarka smáatriðin og halda eftir þeim réttu. Ef maður les sagnfræði finnur maður fjölmörg heillandi atriði sem virðist upplagt að setja í söguna en tekur svo eftir því að sagan fer að skjögra undir þunga allra þessara smáatriða. Ég komst líka að því að það er mikilvægt að kanna staðreyndir. Ég skrifaði til dæmis heilan kaf la um brú sem ég sá á olíumálverki sem var sagt vera frá 1790 en komst síðan að því að brúarsmíðinni hefði ekki verið lokið árið 1793.“ Skáldsagan er mjög of beldisfull, það tekur á lesandann að lesa þær frásagnir og Niklas er spurður hvort það hafi tekið á hann að skrifa þær. „Mér finnst ofbeldi skelfilegt og því á að lýsa þannig. Of beldið í 1793 á að endurspegla hrylling þess sam­ félags sem sagan lýsir og ég vona að lesandanum finnist það eiga rétt á sér og að ég hafi ekki farið yfir strikið. Það er aftökusena snemma í bókinni sem mörgum of býður en hún er forsenda fyrir siðferðilegu vali sem á sér stað í lok bókarinnar. Ekkert er þarna, vona ég, að ástæðu­ lausu. En sjálfur var ég fáránlega hrædd­ ur við nánast allt þegar ég var barn og vann úr þessum tilfinningum með því að lesa hryllingssögur. Ekk­ ert í sögu minni kemur þeim á óvart sem hafa lesið Cormac McCarthy, de Sade, Dennis Cooper eða Samuel Delaney.“ Sigur Rós og 1794 Önnur aðalpersóna bókarinnar, Winge, er dauðvona en þó enn lif­ andi þegar bókinni lýkur. Niklas er spurður hvort hann ætli sér að skrifa framhald og í ljós kemur, lesendum væntanlega til mikillar gleði, að hann ætlar sér að skrifa þríleik. „Framhaldsbækurnar heita fremur fyrirsjáanlega 1794 og 1795. Hvað Winge varðar: Það er atriði í kvikmyndinni Misery, sem byggt er á skáldsögu Stephens King, þar sem Kathy Bathes fær æðiskast um eðli svokallaðra cliff hangers, þar sem aðalpersónan stefnir beint í dauðann en bjargast í næsta þætti á óskiljanlegan hátt. Ég er algjör­ lega sammála Kathy um þetta. En kannski á eftir að koma í ljós að Cecil Winge var bara skelfilega ímyndunarveikur og ég sjálfur loddari.“ Miðað við velgengni 1793 liggur beint við að spyrja Niklas hvort honum finnist erfitt að fylgja þeirri bók eftir. Í ljós kemur að hann er nýbúinn að senda handritið að næstu bók til útgefanda síns. „Mér finnst ekki erfitt að skrifa, það er uppáhaldsiðja mín. Ferlið hefur hins vegar leitt í ljós að ég lærði alls ekkert af því að skrifa 1793. Ég lauk við fyrsta uppkastið að þessari nýju bók á sjö mánuðum og það tók mig aðra níu að endurskrifa og leið­ rétta öll sömu mistökin og ég gerði í fyrsta uppkasti af 1793, hvað varðar f læði, þróun persóna og svo fram­ vegis. Hvað varðar væntingar: þær koma mér ekki við. Það eina sem ég get gert er að skrifa það sem mér finnst vera gott og vona að einhverj­ um öðrum finnist það líka.” Í ljós kemur að það er sérstök tenging á milli Íslands og nýju bókarinnar 1794. „Ég var að hlusta á sænska útvarpsstöð og þar var verið að leika tónlist sem ég féll sam­ stundis fyrir. Lagið heitir Teil I og er úr óperu sem Kjartan Sveins­ son samd i og byggði á skáld­ s ög u Ha l ldor Laxness, Heims­ ljósi,“ segir Nik­ las. „Megnið af 1794 var skrifað með það lag í stöðugri endur­ s p i l u n s e m þýðir að ég hef hlustað á það í mörg hundruð klukku­ tíma. Kjartan var meðlimur í Sigur Rós í mörg ár og frá því ég heyrði fyrst í þeim hef ég verið mikill aðdáandi.“ Höfundur Ove bauð aðstoð Í eftirmála 1793 minnist Niklas á vin sinn, rithöfundinn Fredrik Backman, sem bauðst til að kosta útgáfu á skáldsögunni þegar svo virtist sem enginn útgefandi vildi gefa hana út. „Ég hætti að vinna sem sem blaðamaður í föstu starfi árið 2008 og varð lausamaður í blaðamennsku. Félagi minn sem vann fyrir annað blað hætti líka og varð lausamaður árið eftir. Við þekktumst dálítið og bárum gagn­ kvæma virðingu hvor fyrir öðrum og fengum þá hugmynd að reyna að finna vinnuherbergi sem við gætum deilt. Okkur fannst það vera góð hugmynd að komast út úr húsi, annars myndum við bara ganga um í sloppnum allan dag­ inn, vera í tölvuleikjum og fresta allri vinnu þar til um miðja nótt þegar við værum búnir að gleyma öllum þjóðfélagsvenjum og farnir að missa vitið. Dag nokkurn sagði vinur minn að hann væri byrj­ aður að skrifa s k á l d s ö g u , n o k k u ð s e m ég vissi ekki að hann hefði látið sig dreyma um. Sú skáldsaga varð Maður sem heitir Ove, og seldist í milljón eintökum í Svíþjóð og var þýdd á um fimm­ tíu tungumál. Við héldum samt áfram að deila herbergi. Þ e g a r f y r s t a uppkasti mínu af 1793 var alls staðar hafnað árið 2015, voru þrjár skáld­ sögur eftir Fredrik á sama tíma á metsölulista New York Times. Hann var fyrstur til að lesa það sem ég hafði skrifað og þegar staða mín virtist vonlaus þá bauðst hann til að kosta útgáfuna á 1793. Ef maður á slíkan vin þá er maður afar heppinn. Ég tók samt ekki við peningunum hans vegna þess að ég held að slík skuld geti haft nei­ kvæð áhrif á vináttu, og svo vissi ég líka að ég hefði það ekki í mér að markaðssetja skáldsögu frá grunni. Hlutir þróuðust svo í aðra átt og það kom að því að ég fékk verðlaun fyrir að hafa skrifað mest seldu frum­ raun ársins og varð að koma að þessari athugasemd: 1793 er ekki einu sinni metsölubókin í mínu eigin vinnuherbergi.“ Var fáránlega hræddur við allt Niklas Natt och Dag stendur með pálmann í höndunum eftir útkomu fyrstu skáldsögu sinnar 1793 sem komin er út á íslensku. Hlustaði á íslenskt lag eftir meðlim SigurRósar meðan hann skrifaði framhaldsbókina 1794. Hvað varðar væntingar: þær koma mér ekki við, segir Niklas Natt och Dag sem er af aðalsættum og ber eftirminnilegt ættarnafn. MYND/GABRIEL LILJEVALL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Sögusvið skáldsögunnar er Svíþjóð árið 1793. Niklas lýsir tíðaranda þessa tíma á magnaðan hátt. 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 0 -7 E 6 0 2 3 6 0 -7 D 2 4 2 3 6 0 -7 B E 8 2 3 6 0 -7 A A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.