Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 58

Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 58
  Laufey Lilja Leifsdóttir er sjö ára stelpa í Laugarnesskóla. Hún er mikill lestrarhestur og er nýbúin að lesa allar Harry Potter-bækurnar. Hún hefur líka gaman af að teikna og spila á flautuna sína. Já, og auð- vitað að leika með vinkonum sínum. Hversu margar Harry Potter- bækur ertu búin að lesa? Allar bækurnar sjö. Veistu hvað það eru margar blað- síður í allt?   Þykkasta bókin er meira en sjö hundruð blaðsíður. Allar bækurnar eru mörg þúsund blaðsíður samtals. Hvenær byrjaðir þú og hvernig stóð á því? Ég byrjaði í febrúar á þessu ári. Pabbi gaf mér myndirnar og mamma sagði að ég mætti ekki horfa á þær fyrr en ég væri búin að lesa bækurnar. Pabbi náði í bæk- urnar fyrir mig. Hvaða bók finnst þér best? Sú síðasta, Harry Potter og Dauða- djásnin, en þær eru allar spennandi. Mest spennandi er stríðið í síðustu bókinni og þegar Harry Potter er að berjast við basilíuslönguna í bókinni Leyniklefinn, númer tvö. Hver er uppáhaldssögupersónan þín? Harry Potter, Hermione, Ron, Dumbledore og Sirius Black. Þessar persónur eru allar skemmtilegar og góðar. Varstu ein að lesa eða var einhver með þér? Ég var ein og las helst á kvöldin áður en ég fór að sofa en líka oft meðan ég borðaði morgunmat. Eru ekki ljót atriði í bókunum? Jú. Það deyja margir og það er dálítið mikið blóð. Ég var samt aldrei hrædd Hvað ætlar þú að lesa næst? Percy Jackson og grísku guðirnir – Eld- ingarþjófurinn. Ég er byrjuð. Þar er mikið um guði og töfra. Ertu að gera eitthvað skemmtilegt úti við í sumar? Ég er á reiðnám- skeiði. Hesturinn minn heitir Hers- ir. Hann er góður og bítur ekki. Ég var líka í Danmörku. Ég var mikið úti á daginn því veðrið var gott en á nóttunni voru oft þrumur. Eru hestar í Harry Potter-bókun- um? Nei. Það eru bara til kentárar en þeir eru hálfir hestar og hálfir menn. Það er líka hippógriffin sem er hálfur fugl og hálfur hestur. Það er fullt af skrítnum dýrum í Harry Potter-bókunum.  Búin með allar Harry Potter bækurnar Lestrarhestur vikunnar Sandra Lind Magnúsdóttir Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlest- urs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Laufey Lilja segir vera fullt af skrítnum dýrum í Harry Potter-bókunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR ÞYKKASTA BÓKIN ER MEIRA EN SJÖ HUNDR- UÐ BLAÐSÍÐUR. ALLAR BÆK- URNAR ERU MÖRG ÞÚSUND BLAÐSÍÐUR SAMTALS. Hvað er skemmtilegast við bækur? Bara gaman að lesa af því að það gerist svo margt í þeim. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Bók um Binnu B. Bjarna, hún er um stelpu sem gerist ýmislegt hjá. Ball- ett, djúpa laugin, hermikráka og bannað að reykja. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Þegar ég var lítil var það bókin „Nökkvi kúkar í koppinn“. Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar? Bækur eins og „Mamma klikk“ og „Pabbi prófessor“. Í hvaða skóla gengur þú? Breiðholtsskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, nokkuð oft og líka bókasafnið í skólanum. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Körfubolti, dans og sund. Sandra Lind er átta ára. Konráð á ferð og ugi og félagar 360 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri er‡ðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði ‰jótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú ge tir leyst þessar s udoku gátur hr aðar en Kata? ?? ? 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 0 -7 9 7 0 2 3 6 0 -7 8 3 4 2 3 6 0 -7 6 F 8 2 3 6 0 -7 5 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.