Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 62
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Laugardagur
hvar@frettabladid.is
6. JÚLÍ 2019
Sýning
Hvað? Búkalú um lönd og lendar
Hvenær? 21.00-23.59
Hvar? Havarí, Karlsstöðum, Beru-
fjarðarströnd
Fullorðins fjölbragðasýning með
fjölda innlendra og erlendra
kabarettlistamanna. Fjöllista-
konan Margrét Erla Maack er
prímus mótor.
Tónleikar
Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar
Hvenær? 12.00-12.30
Hvar? Hallgrímskirkja,
Skólavörðuholti
Johannes Skoog, ung orgelstjarna
frá Svíþjóð, f lytur verk eftir Mar-
cel Dupré, Jehan Alain og Maurice
Duruflé. Miðaverð 2.500 kr.
Hvað? Marína & Mikael – sumar-
djass
Hvenær? 15.00-17.00
Hvar? Jómfrúin, Lækjargötu 4 –
utandyra
Marína Ósk Þórólfsdóttir söngur,
Mikael Máni Ásmundsson gítar,
Þorgrímur Jónsson kontrabassi,
Matthías Hemstock trommur. Á
efnisskrá eru meðal annars númer
sem þekkt eru í f lutningi Billie
Holiday og Lester Young, Ellu Fitz-
gerald og Louis Armstrong. Jónasi
og Jóni Múla Árnasonum verða
gerð verðug skil. Aðgangur er
ókeypis.
Hvað? Jazz undir Fjöllum
Hvenær? 14-17
Hvar? Byggðasafnið í Skógum –
Samgöngusafn / Skógakaffi
Sigurður Flosason: saxófónn,
Vignir Þór Stefánsson: píanó,
Leifur Gunnarsson: kontrabassi,
Erik Qvick: trommur. Sérstakur
gestur: Paulo Malaguti: söngur og
píanó.
Hvað? Eyþór Ingi – tónleikar
Hvenær? 21.00
Hvar? Fishhouse Bar&Grill, Grinda-
vík
Hvað? Aðaltónleikar Jazz undir
Fjöllum
Hvenær? 21.00
Hvar? Félagsheimilið Fossbúð undir
Eyjafjöllum
Fram kemur tríó gítarleikarans
Björns Thoroddsen ásamt söng-
konunni og fiðluleikaranum Unni
Birnu Bassadóttur. Sigurgeir Skafti
Flosason leikur á bassa og Skúli
Gíslason á trommur. Þau flytja
fjölbreytta dagskrá uppáhalds-
laga úr ólíkum áttum á sinn hátt,
spjalla og grínast.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Sunnudagur
hvar@frettabladid.is
7. JÚLÍ 2019
Fjölskyldustund
Hvað? Horfið aftur í tímann
Hvenær? 13.00-16.00
Hvar? Árbæjarsafn
Starfsfólk safnsins er í fatnaði
frá 5. og 6. áratugnum. Háskóla-
dansinn sýnir dansstíla. Spá-
kona býður í stutt spjall. Í Hábæ
vinnur húsfreyjan við að greiða
nágrannakonum. Félagar í Forn-
bílaklúbbnum kíkja í heimsókn.
Ilmur af nýbökuðum lummum
leikur um svæðið og á baðstofu-
loftinu er tóskapur. Ókeypis
aðgangur fyrir börn, öryrkja og
handhafa Menningarkorts.
Tónleikar
Hvað? Syngið þið fuglar
Hvenær? 14.00
Hvar? Strandarkirkja, Selvogi
Lilja Guðmundsdóttir sópran,
Kristín Sveinsdóttir mezzósópran
og Helga Bryndís Magnúsdóttir,
harmóníum og píanó, koma fram
á tónlistarhátíð Strandarkirkju,
Englar og menn. Aðgangseyrir
2.900 krónur.
Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar
Hvenær? 17.00-18.00
Hvar? Hallgrímskirkja, Skólavörðu-
holti
Johannes Skoog, ung orgelstjarna
frá Svíþjóð, leikur. Á efnisskrá eru
verk eftir Claude Debussy, Jean-
Louise Florentz, Marcel Dupré,
Jehan Alain og Maurice Duruflé.
Miðaverð 3.000 krónur.
Hvað? Íslensk tónlist í nýjum
búningi
Hvenær? 20.30
Hvar? Listasafn Sigurjóns, Laugar-
nestanga
Tríóið Máninn líður sem er skipað
Önnu Jónsdóttur sópran og Þjóð-
verjunum Ursel Schlicht píanó-
leikara og Ute Völker harmoníku-
leikara flytur íslensk þjóðlög og
lög eftir Jón Leifs á nýstárlegan
hátt. Miðaverð er 2.500 og 1.500
krónur.
Strandarkirkja í Selvogi er vettvangur
tónlistarhátíðarinnar Englar og menn.
Tríó Björns Thor ásamt Unni Birnu
kemur fram á Jazzi undir Fjöllum.
TÓNLIST
HHHH
Kórtónleikar
Verk eftir Pál Guðmundsson og
fleiri
Flytjendur: Kammerkór Suður-
lands, Páll Guðmundsson, Andri
Freyr Hilmarsson, Frank Aarnink
og Hjörtur B. Hjartarson.
Hafnarborg
laugardagur 29. júní
Á tónleikum í Hafnarborg laugar-
daginn 29. júní mátti sjá gasfyllta
nótnahausa svífa upp og niður fyrir
ofan sviðið. Kórmeðlimir allt í kring
reyndu að syngja í takt við tónhæðina.
Nótnahausarnir voru fjórir. Þetta
voru svartar blöðrur sem höfundar
gerningsins, Haraldur Jónsson og Ásta
Fanney Sigurðardóttir, létu ferðast um
ímyndaðan tónstiga í loftinu, fram og
til baka.
Hugmyndin að láta söngvara eða
hljóðfæraleikara fylgja sjónrænum
bendingum án þess að vita hvað
kemur næst er ekki ný. Þetta var t.d.
fastur liður á tónleikum tilrauna-
hópsins SLÁTUR fyrir nokkru síðan.
Þar voru bendingarnar þó yfirleitt á
tölvuskjá, en á tónleikunum nú voru
nóturnar lifandi.
Útkoman var kómísk; kórinn,
Kammerkór Suðurlands, hefði
kannski mátt fylgja bendingum
betur, tónarunur upp og niður voru
á köflum stirðar, en maður gat alla
vegana f lissað. Skrifuð tónlist er í
eðli sínu dauð, bara nótur og nótna-
strengir, bogar, þagnir og áherslur.
Það þarf flytjendur í einhverri mynd
til að hún öðlist líf. Nýstárlegt var því
að sjá sjálfar nóturnar á hreyfingu og
fullar af anda.
Í heild voru þetta óvanalegir tón-
leikar. Þeir skiptust í tvennt. Fyrir hlé
voru fjölmörg, mjög stutt verk eftir
Atla Ingólfsson, Huga Guðmundsson,
Benna Hemm Hemm, Elínu Gunn-
laugsdóttur og fleiri. Textinn var úr
ólíkum áttum, en öll tónlistin hafði á
sér framandi blæ, bauð stöðugt upp á
nýjar víddir. Eitt skemmtilegasta lagið
var eftir fyrrnefndan Atla, tvíeggjað
sverð þar sem annars vegar var falskur
tónn, hins vegar hreinn. Þetta tvennt
rann saman svo úr varð sérkennileg
hljóðmynd, undarlega heillandi.
Skemmtilegt var hve sterkur heild-
arsvipur var á dagskránni fyrir hlé,
þrátt fyrir að tónskáldin væru ólík.
Kórstjórinn, Hilmar Örn Agnarsson,
hafði auðheyrilega valið og raðað lög-
unum af smekkvísi. Flæði í söngnum
var lýtalaust og óheft, líkt og um eitt
heilsteypt verk væri að ræða.
Dagskráin eftir hlé var ekki síður
spennandi. Þá voru flutt allmörg lög
eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli í
útsetningum ýmissa tónlistarmanna.
Lögin voru við ljóð mismunandi
skálda og voru ávallt grípandi og fal-
leg. Við kórsönginn var leikið á hljóð-
færi sem Páll hefur smíðað, steina-
hörpur og flautur úr rabarbara. Páll
sjálfur spilaði með nokkrum öðrum
músíköntum og þeir gerðu það allir
vel. Útkoman var kliður sem auðveld-
lega mátti ímynda sér að kæmi úr ein-
hverjum álfaheimi, hann var töfrandi
og ómótstæðilegur.
Söngurinn var líka prýðilegur, kór-
meðlimir voru ágætlega samstilltir,
mismunandi raddir í góðu jafnvægi
sín á milli. Saman voru þær þéttar og
safaríkar. Kórstjórn Hilmars var kraft-
mikil og nákvæm, líf leg og innileg;
maður naut hvers tóns. Meira svona,
takk. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Frumleg efnisskrá,
flottur flutningur.
Steinaharpa og gasfylltir nótnahausar
STEYPUBLANDA
Steypa
í poka
Steypublanda hentar fyrir ýmis smærri verk:
• Til að steypa í hólka
• Til að steypa meðfram hellum
• Til viðgerða á veggjum,
köntum, þrepum, stéttum o.fl.
• Fyrir undirstöður undir palla
• Má nota í mót fyrir kanta, smáveggi
og slíkt
• Og margt fleira
Steypublandan kemur í rykfríum pokum og steypustyrkur er C-30
Fæst í múrverslun BM Vallá, Breiðhöfða 3
og hjá helstu endursöluaðilum.
Þarf bara
að bæta
við vatni
Ný steypublanda með möl í sem auðveldar alla verkframkvæmd.
6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
0
-6
0
C
0
2
3
6
0
-5
F
8
4
2
3
6
0
-5
E
4
8
2
3
6
0
-5
D
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K