Fréttablaðið - 06.07.2019, Side 54
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5055.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Við vorum nú búin að á k ve ð a þ et t a f y r i r löngu, hjónakornin, að fá okkur göngu og njóta landsins þessa helgi,“ segir Guðríður Arnar-
dóttir. Hún er í óðaönn að pakka niður
fyrir helgarferð í Kerlingarfjöll þegar
henni er óskað til hamingju með skóla-
meistarastöðuna við Menntaskól-
ann í Kópavogi. Segir þau hjón nú
ekki mikið í fjallaferðum en þó eiga
jeppa sem fari yfir ár og vötn eftir því
sem þurfi. „Við ferðumst frekar mikið
og nú er kominn aftur sá kaf li sem við
erum bara tvö á ferðinni, því krakk-
arnir eru orðnir uppkomnir. Þá er
nestið einfalt eins og við ólumst upp
við, kaldur kjúklingur og Homeblest
kex. Við erum að verða ung aftur!“
Spurð hvort hana hafi lengi langað
að verða skólameistari svarar Guðríð-
ur: „Já, hugur minn hefur alveg staðið
til þess í nokkur ár og ég hef haft auga-
stað á Menntaskólanum í Kópavogi,
mér finnst hann einn fjölbreyttasti
framhaldsskóli landsins. Fyrir utan
að vera almennur framhaldsskóli til-
heyra Hótel- og veitingaskólinn, Leið-
söguskólinn og Ferðamálaskólinn
honum og þar eru spennandi tæki-
færi. Ég er rótgróinn Kópavogsbúi og
hef fylgst með skólanum sem bæjar-
fulltrúi, mér þykir vænt um hann og
hlakka til að starfa með sterku liði
fagfólks sem þar vinnur innan dyra.
Er líka að taka við góðu búi.“
Guðríður segir skólann fullsetinn
en nemendum hafi eðlilega fækkað
í framhaldsskólum eftir styttingu
námsins úr fjórum árum í þrjú og það
sé áskorun að velta fyrir sér hvaða
tækifæri felist í því. „Það er margt
spennandi hægt að gera og ég er með
fullt af hugmyndum sem ég mun fara
yfir með kennarahópnum þegar við
hittumst í ágúst. Það gerir enginn neitt
einn.“
Miðað við ferilskrá Guðríðar hefur
hún búið sig þokkalega undir þetta
nýja embætti, bæði með námi og
störfum. „Þetta er bara eitthvað sem
ég hef pikkað upp á lífsins leið. Ég er
búin að vasast í mörgu og held að það
sé styrkur að hafa komið að ólíkum
verkefnum. Hef unnið mikið í opin-
bera geiranum, verið kjörin fulltrúi
og líka á almenna markaðinum. Þetta
er nú í fyrsta skipti sem ég útbý svona
formlega ferilskrá og þar tínir maður
auðvitað allar skrautfjaðrir til, ég varð
eiginlega hissa á hvað ég er búin að
koma víða við.“
Guðríður hefur verið formaður og
framkvæmdastjóri Félags framhalds-
skólakennara síðustu f imm ár og
kveðst hafa orðið innsýn í alla fram-
haldsskóla landsins gegnum það starf.
Hún kenndi við Fjölbraut í Garðabæ
og segir í gamansömum tón að grund-
völlur sé að verða fyrir sérstöku félagi
skólameistara sem eigi rætur þar.
„Ég er FG-ingur, Már Vilhjálmsson,
skólameistari Menntaskólans við
Sund, kenndi í FG, líka Elísabet Siem-
sen, rektor Menntaskólans í Reykja-
vík, svo og Kristinn Þorsteinsson,
núverandi skólameistari í FG. Þann-
ig að þar er gróðrarstía fyrir stjórn-
endur!“
Nú ákveð ég að tefja Guðríði ekki
lengur heldur óska henni góðrar ferð-
ar í fjöllin og ákjósanlegs veður. Hún
þakkar fyrir og bætir við: „Sem fyrr-
verandi veðurfréttamaður veit ég að
það er ekki alltaf að marka veðurspána
en hún lofar góðu.“ gun@frettabladid.is
Kaldur kjúlli og Homeblest
Guðríður Arnardóttir er nýskipaður skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og heldur
upp á það nú um helgina með gönguferð um Kerlingarfjöllin, ásamt eiginmanni sínum.
„Ég er búin að vasast í mörgu og held að það sé styrkur að hafa komið að ólíkum verkefnum,“ segir Guðríður Arnardóttir.
Ég er rótgróinn Kópavogsbúi og
hef fylgst með skólanum sem
bæjarfulltrúi, mér þykir vænt
um hann og hlakka til að starfa
með sterku liði fagfólks sem þar
vinnur innan dyra.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Guðbjörg S. Petersen
lést á Droplaugarstöðum
þriðjudaginn 2. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. júlí klukkan 15.00.
Steinn Guðmundsson
Guðný Á. Steinsdóttir
Sigríður Steinsdóttir
Klara Steinsdóttir Áki G. Karlsson
Hildur Friðriksdóttir
Steinn Friðriksson Marta G. Blöndal
Steinn Rud Johnsson
Atli Gauti Ákason
Orri Steinn Ákason
Soffía Steinsdóttir Blöndal
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Þorgeir Þorgeirsson
læknir,
til heimilis í Hafnarfirði, lést á
hjúkrunarheimilinu Ísafold
fimmtudaginn 20. júní. Útför hans fer fram
frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 13.00.
Bergur Þorgeirsson Sigríður Kristinsdóttir
Lilja Þorgeirsdóttir Björn Erlingsson
Finnur Þorgeirsson Fey Teoh
Fjóla Þorgeirsdóttir Baldur Bragi Sigurðsson
og barnabörn.
Ferill Guðríðar
Guðríður lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði
frá Há skóla Íslands 1995 og upp eld-
is- og kennslu fræði til kennslu rétt-
inda frá sama skóla árið 1997. Hún
lauk diplóma námi í viðskipta fræði
frá Há skól an um í Reykja vík árið 2002
og diplóma gráðu á meist ara stigi í
op in berri stjórn sýslu frá Há skóla
Íslands árið 2015. Hún hef ur auk
þess lokið grunn- og fram halds-
nám skeiðum í samn inga tækni frá
Har vard há skóla.
Guðríður hefur starfað sem kenn-
ari á grunn- og fram halds skóla stigi
og einnig sem hug búnaðarsér-
fræðing ur, veður fréttamaður og
markaðsstjóri. Hún hef ur verið for-
maður og fram kvæmda stjóri Fé lags
fram halds skóla kenn ara frá ár inu
2014 og er full trúi Íslands í ETUCE,
Evr ópu sam tök um kenn ara fé laga.
Þá var hún bæj ar full trúi í Kópa vogi
árin 2006-2014 og formaður bæjar -
ráðs Kópa vogs 2010-2012. Hún var
auk þess vara formaður stjórn ar og
full trúi í kjara nefnd Sam bands ís-
lenskra sveit ar fé laga 2010-2014 og
full trúi Íslands í sam ráðsvett vangi
sveit ar stjórn ar fólks á veg um Evr-
ópuráðsins.
6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
0
-9
2
2
0
2
3
6
0
-9
0
E
4
2
3
6
0
-8
F
A
8
2
3
6
0
-8
E
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K