Fréttablaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is JEEP ® CHEROKEE SUMARTILBOÐ SUMARPAKKI 1: Málmlitur TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.390.000 KR. - LISTAVERÐ 8.110.000 KR. Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury*: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF *Aukahlutir ekki í tilboði: Hjól og hjólafestingar. SUMARPAKKI 2: Málmlitur, borgarpakki, þægindapakki og glerþak (panorama). TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 8.090.000 KR. - LISTAVERÐ 8.860.000 KR. 1 Fá ekki að skíra dóttur sína Cleopötru Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um eigin- nafnið Cleopötru vegna þess að stafurinn C er ekki til í íslensku stafrófi. 2 E. coli fannst í drykkjarvatni Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fann saurgerla í drykkjarvatni hjá ferðaþjónustuaðilum við Ísa- fjarðardjúp. 3 Ekið á heimilis lausan mann: „Ég lifi af í dag“ Ekið var á Geir Júlíus Harryson, heimilislausan öryrkja, þegar hann var á leiðinni í Sorpu í gær með kerru fulla af flöskum. 4 Á bráða deild eftir að hafa gert 1.000 hné beygjur Tvær kínverskar konur voru lagðar inn á spítala, alvarlega veikar, eftir að hafa eytt þremur tímum í að gera 1.000 hnébeygjur hvor. 5 Hvers vegna kemur svita­lykt? Hvernig má forðast hana? Hjúkrunarfræðingur svarar algengri spurningu um svita. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is ÚKRAÍNA Þjónn fólksins, stjórn- málaf lokkur Úkraínuforsetans Volodíjmíjrs Selenskíj sem nefndur er eftir sjónvarpsþáttum þar sem Selenskíj fór einmitt með hlutverk forseta, stendur í vikunni fyrir stærðarinnar þjálfunarbúðum fyrir nýkjörna þingmenn flokksins. Reut ers greindi frá málinu í gær. Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram til þings fyrr í mánuðinum, uppskar vel og styrkti þannig stöðu forsetans til muna. Þjónn fólksins fékk 254 þingsæti af 424 og þannig hreinan meirihluta. Reynsluleysi gæti hins vegar reynst hinum nýja þingmeirihluta erfitt enda hefur þessi stærðarinnar þingf lokkur samanlagt núll daga reynslu af þing- störfum. Jelíjsaveta Bogútska, einn hinna nýju þingmanna, líkti þessum tíma- mótum við það að byrja í háskóla. „Það fer enginn í háskóla sem þaul- reyndur sérfræðingur. Við byrjum á byrjuninni en munum öðlast reynslu. Sumir Úkraínumenn hafa efasemdir um hversu margir nýgræðingar náðu kjöri en ég tel að innan skamms muni fólk sjá að þessi tilraun heppnast vel.“ – þea Þjálfunarbúðir fyrir 254 þingmenn HEILBRIGÐISMÁL Áverkar á stórum æðum líkamans eru ein helsta dánarorsök í umferðarslysum en slík slys eru jafnframt algengasta orsök ótímabærs dauða hjá ungu fólki á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar íslenskra vísindamanna sem birtist í tímaritinu Scandinavian Journal of Surgery. Í ljós kemur að stóræðaáverkar eru ekki mjög algengir hér á landi þótt dauðaslys í umferðinni séu algengari hér en á hinum Norður- löndunum. Engu að síður eru þetta alvarlegir áverkar þar sem helm- ingur sjúklinga lætur lífið á vett- vangi og 13 prósent til viðbótar á leið á sjúkrahús. Af þeim sem ná lifandi inn á sjúkrahús nær 71 pró- sent að útskrifast. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækn- ingum á Haukeland sjúkrahúsinu í Bergen í Noregi, er fyrsti höfundur greinarinnar en rannsókninni stýrði Tómas Guðbjartsson, yfir- læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Það eru ekki margir sem hafa gert nákvæmlega svona rannsókn á æðaáverkum í kjölfar umferðar- slysa, enda litum við á alla sjúkl- inga með þessa áverka, þá sem létust á vettvangi, voru á leið á sjúkrahús en líka þá sem voru lagðir inn. Þetta var hægt með því að skoða bæði sjúkra- og krufn- ingarskýrslur. Þetta er algengasti áverkinn ásamt höfuðáverkum sem dregur fólk til dauða í umferðar- slysum,“ segir Bergrós. Í rannsókninni voru 62 einstakl- ingar sem lentu í umferðarslysi og hlutu áverka á stórar slag- eða blá- æðar, á tólf ára tímabili, á árunum 2000 til 2011. Oftast var um að ræða karlmenn og var meðalaldur 44 ár. Flestir hlutu æðaáverkana eftir framanákeyrslu en alvarlegustu áverkarnir voru á brjósthluta og kviðarholshluta ósæðar. Reyndust allir sjúklingarnir nema einn vera með lífshættulega áverka. Átján sjúklingar þurftu á bráðaaðgerð að halda, oftast opinni aðgerð á brjóst- eða kviðarholi þar sem blæðing var stöðvuð og gert við æðarnar. Að meðaltali var legutími á sjúkrahúsi 34 dagar en af þeim 15 sjúklingum sem náðu að útskrifast af sjúkrahúsi voru  13 á lífi  fimm árum síðar. „Þetta eru mjög góðar lífslíkur, sérstaklega út frá því um hversu alvarlega áverka er að ræða,“ segir Bergrós. „Banvænustu áverk- arnir eru þeir á ósæðinni. Stundum getur æðin hreinlega rifnað. Einn- ig getur komið rof á ósæð við mikið högg á kviðinn. Þá getur blætt mjög mikið og hratt, og ef einstaklingur- inn fær ekki meðhöndlun strax þá er dánartíðnin mjög há.“ Tómas tekur undir það. „Fyrir sjúklingana sem lifa sjálfan áverk- ann af skiptir öllu að koma þeim sem fyrst á sjúkrahús og geta mín- útur skipt máli. Oft er sjúkling- unum gefið blóð og í alvarlegustu tilfellunum er gripið til bráða- skurðaðgerða þar sem blæðingin er stöðvuð,“ segir Tómas. Athygli vekur að karlmenn slas- ast nærri fjórum sinnum oftar en konur í umferðarslysum. Rann- sóknin tekur þó ekki til hvers vegna svo sé. Bergrós segir að hún hafi reynt að kanna áhrif áfengis og lyfjanotkunar en ekki hafi verið hægt að draga neinar ályktanir þar sem skráningum um slíkt er ábóta- vant. Sa mk væmt Sa mgöng u stof u slösuðust 16.204 einstaklingar í umferðinni yfir rannsóknartíma- bilið, þar af 12 prósent  alvarlega og 2 prósent létust innan 30 daga. Til dæmis létust 18 einstaklingar í umferðinni í fyrra; níu Íslending- ar, sex erlendir ferðamenn og þrír erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er Ísland með næsthæstu banaslysa- tíðni í umferðarslysum á Norður- löndum á eftir Finnlandi en Svíar eru með næstum helmingi lægri tíðni en Finnar og Íslendingar. „Það er mun auðveldara að gera svona rannsókn hér á landi en erlendis. Á Íslandi eru allir sem láta lífið í slysum krufðir, það er ekki endilega gert erlendis. Þannig fáum við yfirsýn yfir dánarorsök allra sem lenda í slysum og getum þannig reynt að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni,“ segir Berg- rós. Tómas segir Ísland standa ágæt- lega í erlendum samanburði þegar tekið er tillit til alvarleika áverk- anna. „Með nýjungum í meðferð eins og æðafóðringum, meðferð sem er veitt hér á landi, má vonandi ná enn betri árangri í framtíðinni. Mikilvægast er þó að fyrirbyggja þessi slys en til þess að geta það verðum við að vita hvaða áverkar það eru sem eru hættulegastir. Það er eitt af því sem þessi rannsókn skilur eftir sig,“ segir Tómas. arib@frettabladid.is Vilja draga úr dauðaslysum Áverkar á stórum æðum líkamans, þá helst ósæð, eru ein helsta dánar orsök í umferðarslysum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn íslenskra vísindamanna, sem vona að niðurstöðurnar geti bjargað mannslífum. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum í Noregi, og Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, eru meðal höfunda rannsóknarinnar. MYND/KRISTINN INGVARSSON Hér má sjá röntgenmynd af dæmi­ gerðu rofi á ósæð eftir alvarlegt bílslys. MYND/TÓMAS GUÐBJARTSSON Banvænustu áverk- arnir eru þeir á ósæðinni. Stundum getur æðin hreinlega rifnað. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sér- námslæknir í æðaskurðlækningum 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 6 -1 9 4 4 2 3 8 6 -1 8 0 8 2 3 8 6 -1 6 C C 2 3 8 6 -1 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.