Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2019, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.08.2019, Qupperneq 24
Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Andrea er fatahönnuður sem á merkið og verslunina AndreA. Tískuvikan í Kaupmannahöfn hefst strax eftir verslunarmannahelgi þar sem Andrea mun ekki láta sig vanta. „Ég ætla að skella mér út fyrr og eiga nokkra frídaga í borginni með dóttur minni áður en tísku- gleðin byrjar,“ segir Andrea sem ætlar að eyða helginni í Kaup- mannahöfn. Útilegufatnaður er í tísku „Tískan í dag er svo áreynslu- laus og þægileg. Þú getur mætt í strigaskóm, síðkjól og lopapeysu eða í hjóla- buxum, Dr. Martens skóm og f líspeysu. Mér finnst persónulega mikilvægast að vera í þægilegum fötum og klæðast einhverju sem lætur mér líða vel,“ segir Andrea. Tískan er síbreytileg og það hafa ýmisleg „trend“ verið á útihátíðum lands- ins í gegnum árin. „Tískan í dag er fullkomin fyrir útileguna, útivistarfatnaður er „trend“ í dag. Íslenska merkið 66°Norður er til dæmis með fullt af f lottum fatnaði fyrir útileguna en á sama tíma sér maður tískufyrirmyndir klæðast merkinu úti í heimi.“ Ekki kúl að vera kalt „Ég mæli með að fólk taki með sér góða úlpu, þægilega tösku eins og til dæmis mittistösku, sem hangir á þér og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að týna töskunni, f lotta húfu og sólgleraugu ef sólin lætur sjá sig, en allt stefnir í það,“ segir Andrea. Ef það er eitthvað sem Andrea myndi alltaf taka með sér þá væri það hlý og góð peysa og úlpa. „Hlýjar og góðar peysur geta alveg bjargað manni þegar það fer að kólna á kvöldin.“ Algengustu mistökin þegar kemur að útileguklæðnaði eru þau að fólk á það til að klæða sig ekki nógu vel. „Fólk klikkar oftast á því að klæða sig í hlýju fötin þegar því er orðið kalt á kvöldin. Trikkið er að fara í hlý föt áður en þér verður kalt.“ Að lokum vill Andrea gefa ungu fólki góð ráð fyrir helgina. „Fáðu þér f lotta mittistösku þar sem þú geymir símann, kortið og sól- gleraugun, ekki láta þér verða kalt og skemmtu þér vel.“ Þægindin númer eitt, tvö og þrjú Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 20% aukaafsláttur af allri útsöluvöru Buxnaleggings Str. S-XXL. Kr. 5.900.- kr. 6.900.- Verslunar- mannahelgin er rétt handan við hornið og því mikilvægt að fara að huga að klæðnaði. Tískudrottningin Andrea Magnús- dóttir gefur góð ráð fyrir komandi helgi. Samkvæmt Andreu er algjört lykilatriði að taka hlýja og góða peysu með sér í ferðalagið. Góð húfa og mittistaska ættu að fara með þér í ferðalagið um helgina. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN Taktu skemmtilega sumarmynd af þér eða þínum að lesa Fréttablaðið í appinu, á vefnum eða á prenti. Sendu okkur á Facebook eða á sumarleikur@frettabladid.is. 100.000 kr. gjafabréf frá Úrval Útsýn fyrir tvær bestu myndirnar! Leiknum lýkur 12. ágúst 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 6 -0 A 7 4 2 3 8 6 -0 9 3 8 2 3 8 6 -0 7 F C 2 3 8 6 -0 6 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.