Fréttablaðið - 01.08.2019, Qupperneq 38
HÚN ER FYRST
ERLENDRA EINSTAKL-
INGA SEM ÁÆTLAÐ ER AÐ KOMI
REGLUGLEGA TIL LANDSINS OG
RÆÐI VIÐ ÍSLENSKA MYND-
LISTARMENN, GEFI ÞEIM RÁÐ
OG SKAPI ÞEIM JAFNVEL
TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA
VERKUM SÍNUM Á FRAMFÆRI
ERLENDIS.
Ég hef hvatt söfn og listverkasafnara til að veita íslenskri myndlist athygli, segir Pari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Pari Stave, listfræðingur og deildarstjóri nýlistadeildar Metropolitan Museum í New York, er stödd hér á landi. Hún kom hingað til að taka
viðtöl við íslenska myndlistarmenn
og kynna sér verk þeirra. Fram
takið er samstarfsverkefni Sam
bands íslenskra myndlistarmanna
(SÍM) og Akademíu skynjunarinnar,
sem er samfélag fræðimanna sem
eiga það sameiginlegt að vilja efla
skynjun og upplifun með myndlist.
Ræddi við tugi listamanna
„Stjórn SÍM hefur leitað eftir að fá
sýningarstjóra, listfræðinga og aðra
sérfræðinga um myndlist til að taka
viðtöl við listamenn sem eru innan
SÍM. Við höfðum samband við Pari,
sem hefur lengi unnið með íslensk
um listamönnum og er einn af ráð
gjöfum Akademíu skynjunarinnar.
Hún er fyrst erlendra einstaklinga
sem áætlað er að komi reglulega til
landsins og ræði við íslenska mynd
listarmenn, gefi þeim ráð og skapi
þeim jafnvel tækifæri til að koma
verkum sínum á framfæri erlendis,“
segir Anna Eyjólfsdóttir, sem er
formaður SÍM og einn af forsvars
mönnum Akademíu skynjarinnar.
Viðtalstímar við Pari voru aug
lýstir í fréttablaði SÍM og umsóknir
streymdu inn. Pari tók viðtöl við
um fjörutíu myndlistarmenn og
skoðaði verk þeirra, bæði áður en
hún hitti þá og eftir fund með þeim.
Pari segist hafa hrifist af verkum
allra þeirra listamanna sem hún tal
aði við. „Þeir voru ekki allir íslenskir
því ég hitti bæði serbneska, franska
og pólska listamenn sem búa og
starfa á Íslandi,“ segir hún. „Það var
áhugavert fyrir mig að hitta lista
mennina og ég vona að þeim hafi
fundist þessir fundir gagnlegir.“
Spennandi listalíf
Pari er vel kunnug skandinavískri
nútímamyndlist og var sýningar
stjóri í Scandinavia House í New
York . Hún hef ur unnið með
íslenskum listamönnum bæði
hér á landi og í Bandaríkjunum.
Hún hefur staðið fyrir sýningum
íslenskra listamanna í Metro politan
Museum, þar á meðal sýningu sem
nú stendur yfir í safninu á verkum
Ragnars Kjartanssonar. „Metro
politan á verk eftir Rúrí, Guðjón
Ketilsson, Katrínu Sigurðardóttur,
Hallgrím Helgason og Birgi Andr
ésson og þau eiga örugglega eftir
að verða f leiri. Ég hef hvatt söfn
og listaverkasafnara til að veita
íslenskri myndlist athygli,“ segir
hún.
Pari kom fyrst til Íslands árið
1982 og hefur komið hingað marg
oft síðan. Frá 2012 hefur hún komið
tvisvar á ári og á marga vini hér.
„Listalífið á Íslandi er kraftmikið og
spennandi og það er magnað hversu
margir sinna listinni,“ segir hún.
Á góða vini hér á landi
Pari hyggst ferðast um landið og
meðal annars skoða sýninguna
Nr. 3 Umhverfing sem haldin er á
Snæfellsnesi á vegum Akademíu
skynjunarinnar en þar sýna yfir
70 myndlistarmenn verk sín. Hún
ætlar einnig að heimsækja vini í
Skagafirðinum. „Ég er svo lánsöm
að eiga góða vini á Íslandi og mér
finnst gott að vera hér, þetta er fal
legt land,“ segir hún. „Ég hef fyrir
venju að ferðast á hverju ári. Ann
ars vegar til landa sem ég hef áður
komið til og vil kynnast betur og
er Ísland eitt af þeim. Og hins vegar
til landa sem ég hef aldrei komið
til áður. Í fyrra fór ég til Indlands
og næsta ár fer ég til Víetnam sem
verður mjög tilfinningaþrungið
ferðalag fyrir mig sem Bandaríkja
mann sem ólst upp á tímum Víet
namstríðsins.“
Ný tækifæri fyrir íslenska myndlistarmenn
Pari Stave, list
fræðingur og
deildarstjóri ný
listadeildar Metro
politan Museum í
New York, ræddi
við um 40 mynd
listarmenn hér á
landi og kynnti sér
verk þeirra.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Boðun Guðmundar
Eiríkur Stephensen
Útgefandi: Bjartur
Blaðsíður: 159
Fy rst valdi Guð Maríu
nokkra mey, fátæka ungl
ingsstúlku, til að bera son
sinn undir belti. Hún ól
svo Jesú, frelsara mann
kyns, sem tók á sig syndir
okkar og færði okkur
sy ndug u m mönnu m
tækifæri til að frelsast í
gegnum trúna. Nú um
2019 árum síðar hefur
Guð séð ástæðu til að
endurtaka leik inn.
Kannski hafa of fáir
haf i tekið þessari
stór feng leg u g jöf
hans opnum örmum
því mennirnir eru
svo sannarlega enn
syndugar skepnur. En í
þetta skiptið verða hlutirnir öðru
vísi. Það er ekki ung kona sem Guð
felur þetta gífurlega ábyrgðarmikla
hlutverk. Nei, nú skal það vera mið
aldra, drykkfelldur píanókennari
sem á erfitt með að mynda náið
samband við fólkið í kringum sig:
Guðmundur.
Hugmyndin að sögunni er ein
staklega skemmtileg og höfundi
tekst vel að vinna úr henni. Atburða
rásin er hröð sem fer sögunni afar
vel og verður bókin f ljót
lesin fyrir vikið.
Húmor einkennir
frásögnina í gegn
um alla bókina
og bætir heldur
í þegar skemmti
legast a persóna
hennar stígur á
svið. Erkiengillinn
Gabríel er þannig
óvenju misheppn
aður af engli að vera
en hann birtist inni í
herbergi Guðmundar
eina nóttina til að færa
honum þau tíðindi að
Messías sé á leiðinni og
það í gegnum hann. Því
miður hefur engillinn
misreiknað sig eitthvað því Guð
mundur er kominn nokkrar vikur
á leið og hafði fyrir löngu gert sér
grein fyrir eigin þungun. Vegna mis
takanna þorir Gabríel ekki að fara
strax aftur til himna. Guð er vissu
lega náðugur en stundum tekur það
hann smá tíma að láta reiðina renna
af sér áður en hann getur fyrirgefið.
Gabríel fær því að búa með Guð
mundi á meðan á meðgöngunni
stendur og kynnist í gegnum hann
breyskleika hinna syndugu manna.
Þrátt fyrir húmorinn og léttleika
sögunnar er ekki laust við að maður
vorkenni Guðmundi og fleiri aumk
unarverðum persónum í gegnum
lesturinn. Höfundur hittir raunar
sjálfur naglann á höfuðið: „Fátt er
brjóstumkennanlegra en óléttur
miðaldra karlmaður.“
Þessi fyrsta skáldsaga Eiríks
Stephensen er einstaklega vel
heppnuð. Hún er afar skemmtileg og
ekki laus við súrrealisma, sérstak
lega í síðustu köflunum. Það verður
gaman að fá fleiri sögur frá Eiríki í
framtíðinni. Óttar Kolbeinsson Proppé
NIÐURSTAÐA: Einstaklega
vel heppnuð fyrsta skáldsaga.
Skemmtileg og fyndin.
Skemmtisaga af Guðs náð
Eiríkur Stephensen. Honum tekst einkar vel upp í fyrstu skáldsögu sinni.
1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
1
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
6
-0
5
8
4
2
3
8
6
-0
4
4
8
2
3
8
6
-0
3
0
C
2
3
8
6
-0
1
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K