Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 11
Auk þess var
tónninn í seðla-
bankamönnum á þá leið að
hagkerfið stæði ekki endi-
lega verr en þeir álitu það
gera í maí.
Jón Bjarki Bentsson, aðal
hagfræðingur Íslandsbanka
Þetta er flott og allt
það en við viljum
sjá kerfisbreytingar. Við
hefðum átt að vera þarna
fyrir þremur árum en
komumst ekki inn út af
fjármagnshöftunum.
Andrew Brudenell sjóðstjóri
64
milljónir er áætlað að
EBITDA Emmessíss hafi
verið á síðasta ári.
Væntingar um að peningastefnu-
nefnd Seðlabankans lækkaði vexti
um 50 punkta í stað 25 varð til þess
að úrvalsvísitala Kauphallarinnar
lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðun-
arinnar. Tónninn í stjórnendum
Seðlabankans kom markaðsaðilum
á óvart að sögn aðalhagfræðings
Íslandsbanka.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri kynnti í gær ákvörðun pen-
ingastefnunefndar bankans um
að lækka stýrivexti um 0,25 pró-
sentustig niður í 3,7 prósent. Þetta
var í síðasta sinn sem Már kynnir
vaxtaákvarðanir nefndarinnar
en hann mun láta af störfum sem
seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár
sem seðlabankastjóri.
Úrvalsvísitalan hafði hins vegar
lækkað um 0,85 prósent þegar
markaðurinn lokaði í gær og ávöxt-
unarkröfur á óverðtryggð ríkis-
skuldabréf höfðu hækkað um allt
að 9 punkta.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segir í
samtali við Fréttablaðið að tvær
meginástæður séu á bak við þessar
hreyfingar á verðbréfamarkað-
inum.
„Það hafði breiðst út á meðal
markaðsaðila sú skoðun að það
yrði stigið stærra skref en 25 punkta
lækkun. Þrátt fyrir að allar opin-
berar spár bentu í átt að 25 punkta
lækkun heyrði maður út undan sér
að væntingar um 50 punkta lækk-
un væru að aukast og það hafði til
dæmis endurspeglast í hreyfingum
á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón
Bjarki.
„Auk þess var tónninn í seðla-
bankamönnum á þá leið að hag-
kerfið stæði ekki endilega verr en
þeir álitu það gera í maí. Annars
vegar var stigið smærra skref en
margir bjuggust við og hins vegar
var ekki eins eindreginn tónn um
frekari lækkanir.“
Í fréttabréfi greiningardeildar
Arion banka er bent á það að á
kynningarfundinum í gær hafi
komið fram í máli aðstoðarseðla-
bankastjóra að kortaveltutölur og
væntingar heimila og fyrirtækja
bendi til meiri seiglu innlendrar
eftirspurnar en áður var talið.
Samtök atvinnulífsins gáfu út
að æskilegt hefði verið að stýri-
vextir lækkuðu meira en sem nam
lækkun Seðlabankans í gær. Að
mati samtakanna er mikilvægt að
Seðlabankinn og stjórnvöld leggi
sitt af mörkum til að milda niður-
sveifluna. – tfh
Seðlabankinn tók smærra skref en
markaðurinn bjóst við
Vaxtaákvörðunin var kynnt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1912, móðurfélag heildsölunnar
Nathan & Olsen og Ekrunnar, hefur
keypt 56 prósent hlut í Emmessís.
Ísgarðar, félag í eigu Pálma Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra ísgerðar-
innar, seldi hlutinn en hann heldur
eftir 35 prósenta hlut. Samkeppnis-
eftirlitið á eftir að blessa kaupin.
Þetta herma heimildir Fréttablaðs-
ins.
1912 er í eigu Kristínar Fenger
Vermundsdóttur og barna hennar,
Ara Fenger forstjóra og Bjargar
Fenger. Árið 2017 velti samstæðan
sjö milljörðum króna og hagnaðist
um 217 milljónir króna.
Stjórnendur 1912 horfa til þess að
Emmessís sé öflugt vörumerki með
góðar vörur. Þeir sjá einnig
mikil tækifæri í samlegð
innan samst æðunnar.
Tækifærin í samlegð fel-
ast bæði í stoðþjónustu
og dreifingu, að því er
heimildir herma.
Emmessís dreifir til
að mynda frystivör-
urm í verslanir en það
gerir Nathan & Olsen
einnig. Það bjóði upp á
ýmsa möguleika í sam-
starfi.
Nat ha n & Ol sen
flytur einungis inn ís frá
Häagen-Dazs. Heildsalan
er því ekki umsvifamikil í
sölu á ís og því er talið ólíklegt
að Samkeppniseftirlitið muni
skerast í leikinn.
Þeir sem þekkja vel til á heild-
sölumarkaði vekja athygli á
að Nathan & Olsen hafi umboð
1912 kaupir meirihluta í Emmessís
Pálmi Jónsson keypti 89 prósent í Emmessís í lok apríl og selur nú meirihluta í fyrirtækinu. Kaupandinn á og rekur heildsöluna
Nathan & Olsen og Ekruna. Stjórnendur 1912 sjá samlegðartækifæri í kaupunum. Tollalækkanir hafa aukið samkeppni í ís.
Ari Fenger,
forstjóri 1912.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn
er kominn á athugunarlista MSCI,
sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki
heims, en það markar upphafið að
samráðsferli sem lýkur í október. Ef
niðurstaðan verður jákvæð verða
skráð íslensk félög gjaldgeng í vísi-
tölur MSCI í maí 2020.
Ísland verður fyrst um sinn í
f lokki vaxtarmarkaða (e. front-
ier markets) en þar á meðal eru
Kasakstan, Litháen og Rúmenía.
Flokkunin er endurskoðuð á hálfs
árs fresti. „Það eru líkur á því að
við förum upp um nokkra f lokka
á komandi árum og það getur haft
úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir
Páll Harðarson, forstjóri Kauphall-
arinnar, í samtali við Fréttablaðið.
„Þó nokkuð mikið af fjármagni í
heiminum fylgir þessum vísitölum
og að því leyti eru þetta gleðifréttir
fyrir markaðinn.“
Eins og Markaðurinn greindi frá
komu fulltrúar MSCI til landsins í
vor til að funda með forsvarsmönn-
um Fossa markaða. Þá hefur vísi-
tölufyrirtækið rætt við þá erlendu
hluthafa sem hafa gert sig gildandi
á innlendum hlutabréfamarkaði á
undanförnum misserum.
Íslenski markaðurinn er nú þegar
á leið inn í mengi vísitölufyrirtæk-
isins FTSE Russel í september en
niðurstaðan úr samráðsferli MSCI
verður tilkynnt í nóvember.
Í umfjöllun Financial Post er rætt
við erlenda sjóðstjóra um málið.
Andrew Brudenell hjá Ashmore
Group segist ekki vera að f lýta
sér að fjárfesta í íslenskum hluta-
bréfum. Ávöxtunin hafi verið lág
og fyrirtækin séu offjármögnuð.
„Þetta er f lott og allt það en við
viljum sjá kerfisbreytingar. Við
hefðum átt að vera þarna fyrir
þremur árum en komumst ekki inn
út af fjármagnshöftunum.“
„Ef við skoðum vaxtarmarkaðs-
lönd þá er oft búist við tækifærum
sem felast í umbótaferli,“ segir Jul-
ian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum
við fyrir okkur mikinn vöxt í hag-
kerfinu? Svarið er að það sé ólík-
legt.“
Sjóðstjórarnir segja seljanleika á
íslenska markaðinum vera áskorun.
Að Marel og Arion banka undan-
skildum sé seljanleiki fæstra félaga
nægur. – tfh
Íslenski markaðurinn
kominn á lista MSCI
Páll Harðarson,
forstjóri Kaup-
hallarinnar.
fyrir Unilever en keppi-
nauturinn Kjörís f lytji
inn ís fá fyrirtækinu, þar
á meðal ísinn Magnum.
Leiða megi líkur að því
að stjórnendur 1912 muni
reyna að fá umboð til að
selja ísinn hér á landi. Uni-
lever framleiðir til að mynda
Dove, Knorr og Cif.
Athygli vekur að Pálmi keypti
89 prósenta hlut í Emmessís í lok
apríl af hópi fjárfesta sem leiddur
var af Einari Erni Jónssyni. Um
tveimur mánuðum síðar selur
hann 56 prósenta hlut til 1912. Faðir
Einars Arnar stofnaði Nóatún en
afi Pálma stofnaði Hagkaup. Félag
á vegum Gyðu Dan Johansen, sem
fjárfesti í ísgerðinni á sama tíma og
Einar Örn, mun áfram eiga níu pró-
senta hlut í Emmessís.
Rekstur Emmessíss gekk illa árið
2017 en ársreikningur síðasta árs
liggur ekki fyrir. Fyrirtækið tapaði
51 milljón króna árið 2017 og eigið
fé var neikvætt um 82 milljónir
króna. Árið 2016 gekk mun betur
en þá hagnaðist fyrirtækið um 48
milljónir króna. Veltan árið 2017
var 923 milljónir króna.
Í fréttatilkynningu vegna kaupa
Pálma á meirihluta í Emmessís
kemur fram að náðst hafi umtals-
verður rekstrarbati á síðastliðnu ári
og 2019 hafi farið vel af stað. Áætluð
EBITDA, það er hagnaður fyrir fjár-
magnsliði og afskriftir, fyrir 2018 sé
64 milljónir króna. Til samanburðar
var EBITDA ársins 2016 46 milljónir
króna. Í tilkynningunni sagði að
Ísgarðar muni leggja Emmessís til
aukið hlutafé.
Höfuðkeppinauturinn Kjörís
glímdi einnig við áskoranir árið
2017 en þá tapaði félagið 13 millj-
ónum króna. Árið áður hafði það
hagnast um 56 milljónir króna.
Veltan nam 1,3 milljörðum króna
árið 2017. Kjörís stendur fjárhags-
lega vel. Eigið fé var 405 milljónir
króna við árslok 2017 og eiginfjár-
hlutfallið var 58 prósent.
Vert er að nefna í ljósi rekstrar-
bata Emmessíss á síðastliðnu ári og
í ár að samkeppnin í sölu á ís jókst
síðastliðið vor þegar tollar á inn-
f luttan ís og frostpinna lækkuðu
úr 30 prósentum í 18 prósent. Sam-
hliða lækkaði magntollur á ís úr 110
krónum á kíló í 66 krónur á kíló.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Rekstur Emmessíss hefur verið þungur. Forsvarsmenn segja að
rekstrarbati hafi verið á síðasta ári og árið í ár fari vel af stað.
MARKAÐURINN
2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð