Fréttablaðið - 27.06.2019, Page 25
Ég hef verið upptekin af tísku og hverju ég klæðist frá því ég man eftir mér. Fyrsta minn-
ingin er ljóslifandi frá Birgittu
Haukdal-tímabilinu árið 2003
þegar bolur með einni ermi og
hliðartagl var málið ef maður vildi
vera hvað flottastur,“ segir Gréta
Karen Jónsdóttir sem fer nú í pels
þegar hún vill bera af.
„Mamma segir stundum í gríni
„Beauty is pain“ eða „fegurðin er
kvöl“, hennar helsta tískuheilræði.
Ég reyni alltaf að klæðast því sem
mér líður vel í og reyni að pæla
ekki í því hvað öðrum finnst,“
segir Gréta, sem klæðist oftast
þægilegum íþróttafötum.
„Ég hef í raun ekki afgerandi stíl;
ég reyni bara að klæðast því sem
mér finnst f lott, en ég vil að fata-
stíllinn endurspegli sjálfsöryggi
og þá staðreynd að mér líður vel í
eigin skinni.“
Í búðir með Monicu Rose
Þegar kemur að fatakaupum fellur
Gréta Karen oftast fyrir pelsum,
drögtum og skóm.
„Ég er veik fyrir pelsum og elska
að kaupa mér nýjan pels eða loð-
jakka,“ segir Gréta sem á sjö pelsa í
fataskápnum.
„Svo get ég síst verið án þess að
eiga flotta skó þegar kemur að
tísku og keypti mér síðast æðis-
lega Nike Air Force-skó. Þá finnst
mér svarti liturinn fara mér einna
best en rauður kemur líka sterkur
inn og rauður varalitur er það sem
setur punktinn yfir i-ið þegar ég
hef mig til,“ segir Gréta.
Upp á síðkastið hefur hlébarða-
munstur verið í uppáhaldi hjá
Grétu Karen og á hún bæði kjól,
buxur og peysu með því dýrslega
munstri.
„En ef það ætti að banna eitt-
hvað að eilífu innan tískubransans
væru það Crocs-skór og húðlitaðar
sokkabuxur. Sjálf hef ég gerst sek
um voðalegt tískuslys en það var
þegar ég gekk um í æpandi diskó-
buxum. Þær urðu að einhverju
æði þegar ég var unglingur og mér
fannst algjörlega málið á þeim
tíma að eignast slíkar buxur en
þegar ég hugsa til baka skil ég ekki
af hverju ég var að missa mig yfir
þeim,“ segir hún hlæjandi.
Tískufyrirmyndir Grétu eru
margar og úr ólíkum áttum.
„Ég fylgist mikið með Fanneyju
Ingvars, Svölu Björgvins, Elísabetu
Gunnars, Monicu Rose, Valentinu
Steinhart og fleiri góðum, og ef ég
gæti valið mér fræga tískudrós til
að fara með í tuskubúðir væri ég
til í að fara með Monicu Rose. Mér
finnst hún afar f lottur stílisti.“
Mamma segir alltaf satt
Gréta Karen notar ilminn Bright
Crystal frá Versace og segir að
sér líði best þegar hún er ánægð
með það sem hún klæðir sig í.
„Í gegnum tíðina hef ég lítið
gengið með skartgripi en ég fékk
nýlega tvö hálsmen í afmælisgjöf
frá vinkonum mínum og held
mikið upp á þau. Annað þeirra er
með stjörnumerkinu mínu og hitt
með stafnum mínum,“ segir Gréta
sem á líka í fórum sínum hjart-
fólgið skart frá ömmu sinni.
„Ég held mikið upp á hring og
hálsmen úr silfri sem amma gaf
mér. Hringurinn er afar fágaður
með litlum demanti í miðjunni
og hálsmenið er silfurhjarta. Mér
þykir undurvænt um þetta sett
og finnst gott að bera og klæðast
hlutum sem ég tengi við ástvini
mína. Þannig fer ég stundum í
gamalt, svart leðurpils af mömmu
sem hún átti og skartaði þegar hún
var um tvítugt,“ segir Gréta.
Hún veit upp á á hár til hvers
hún leitar þegar hún þarf að leita
álits eða spyrja hvort hún sé fín.
„Þá leita ég oftast til hennar
mömmu. Hún veit hvað hún
syngur og segir mér alltaf satt.“
Framtíðarmarkmiðin eru skýr
hjá Grétu Karen.
„Ég ætla að vera dugleg að vinna,
klára háskólanámið í lögreglu-
fræðum og kaupa mér íbúð. Ég
stefni á að vinna sem lögregla í
framtíðinni en líka að mennta
mig meira og er mikið að pæla í
sálfræði.“
Kjóll úr 17, jakki úr Lindex og skór úr Air. Svartur blazerjakki úr Mango, Levi’s-buxur og taska frá Michael Kors.
Pelsinn keypti Gréta skósíðan í Gyllta kettinum en lét stytta hann. Bux-
urnar eru frá 66°N, skórnir frá Dr. Martens og svarta hettupeysan úr H&M.
Framhald af forsíðu ➛
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R