Fréttablaðið - 27.06.2019, Síða 33
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
SMART SUMARFÖT, FYRIR SMART KONUR
NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS
Flakkar á milli áratuga síðustu aldar
Karitas M. Bjarkadóttir er 19 ára ljóðskáld og er hrifin af stíl 6.-8. áratugar 20. aldarinnar. Hún klæðir
sig reglulega upp í búninga sem einkenna ákveðinn áratug, með vandaða förðun í stíl við fötin.
Karitas segir að Twiggy veiti henn mikinn iinnblástur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Karitas er með áberandi sér-stæðan fatastíl sem hún segir að hafi byrjað að þróast þegar
hún var 16 eða 17 ára gömul. Hún
hefur alltaf verið mikið fyrir pils
og kjóla en henni finnst gaman að
leika sér með mismunandi tímabil
20. aldarinnar. Í uppáhaldi eru 7. og
8. áratugurinn. „Ég lít á þetta þann-
ig að ég sé að klæða mig í búning
þar sem allt þarf að ganga upp.“
Hvetur alla til að lesa Ástu
Sigurðardóttur
Vegna þess hve hrifin Karitas er af
þessum áratugum segist hún lesa
mikið af bókum sem voru gefnar út
á þeim tíma. „Ég les til dæmis mikið
eftir Ástu Sigurðardóttur sem veitir
mér sterkan innblástur.“
Ásta var brautryðjandi fyrir
kvenrithöfunda á sínum tíma.
Karitas hvetur alla og þá sérstak-
lega ungar konur til að lesa sögur
eftir hana. „Enda var hún frábær
skáldkona. Hún var að tjá hluti sem
eiga enn við í dag. Ég sæki mikið í
hennar stíl. Ég held að áhugi minn
á þessu tímabili hafi ómeðvitað
áhrif á sköpun mína vegna þess hve
Heimasaumuð
svunta við
gamlan kjól
varð fyrir valinu
á 19 ára af-
mælisdaginn.
Ég er mjög
hrifin af
þessum
stóru,
þungu
augum
sem eru
einkenn-
andi fyrir
60s.
mikið ég les af bókum frá þessum
tíma.“
Innblásturinn að fatastílnum frá
degi til dags kemur hvaðanæva en
í uppáhaldi eru dívurnar Twiggy
og Brigitte Bardot. „Ég flakka samt
mikið milli tímabila. Ég er til dæmis
líka mjög hrifin af 50s kjólum. Ég er
mest á miðri síðustu öldinni.“
Fyrir 19 ára afmælið sitt sem var á
sjálfstæðisafmæli Íslendinga saum-
aði Karitas á sig svuntu við gamlan
kjól sem hún átti, en hún stefnir
á að lifa sjálfbærari lífsstíl. „Þetta
var fyrsta saumaverkið mitt. Mig
langar að vera duglegri að sauma í
staðinn fyrir að kaupa endalaust af
fötum. Það sparar vinnu fyrir aðra
og líka pening.“
Flækti og braut nálina
Þegar maður saumar sín eigin
föt sjálfur þarf maður að hugsa
flíkurnar vandlega, það tekur sinn
tíma að sauma þær og þar með
er maður ekki bara að uppfylla
augnabliks gleði með því að kaupa
eitthvað tilbúið. „Svo líður manni
svo vel þegar maður gengur í fötum
sem maður saumaði sjálfur.
Maður sleppur þá líka við að kaupa
föt úr framleiðslu þrælabúða úti í
heimi.“
Við verkið notaði Karitas gamla
saumavél í eigu móður sinnar sem
er búin að vera til á heimilinu frá
því Karitas man eftir sér. „Mér tókst
reyndar bæði að brjóta nálina og
flækja tvinnann en þetta hafðist.“
Slysaðist út í þetta
Förðunin verður svo að sjálfsögðu
að vera í stíl við fötin. „Það þarf allt
að smella saman. Ég er mjög hrifin
af þessum stóru, þungu augum sem
eru einkennandi fyrir 60s, þegar
augnlokið er teiknað á. En það er
erfitt að ná því vel. Það er eiginlega
erfiðara en að gera „cateye“ með
augnblýanti.“
Karitas farðar ekki bara sjálfa sig,
hún hefur farðað fyrir bæði tónlist-
armyndbönd og leikhús. „Ég farðaði
fyrir tvö tónlistarmyndbönd eftir
Bagdad brothers. Það voru mynd-
böndin við Malar í kassanum og svo
Brian Eno says: Quit your job. Svo
farðaði ég Skoffín um daginn fyrir
plötuna hans.
Á meðan förðunin fyrir Malar í
kassanum var frekar látlaus segir
Karitas að hún hafi fengið að leika
sér meira fyrir hitt myndbandið.
„Ég setti gervibrúnku á strákana
og skyggði allan líkamann á þeim,
eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“
Stelpurnar voru svo með ýkta 9.
áratugar förðun og túberað hár. „Ég
fékk aðeins að klikkast.“
Hefur gefið út þrjár bækur
Þegar kemur að hæfileikum Kar-
itasar takmarkast þeir ekki við
förðun og fataval. Hún hefur gefið
út þrjár ljóðabækur og var að klára
fyrsta árið sitt í Háskóla Íslands í
grunnnámi í íslenskufræði. Næst
stefnir Karitas á að gefa út textasafn
eftir sjálfa sig.
Í fjórðu bókinni verður til dæmis
ljóð um endajaxl og annað um kisu.
„Þetta verður kannski sundur-
lausasta bókin mín því það er
ekkert þema í henni. Þetta er líka
eina bókin sem er ekki skrifuð í
ástarsorg,“ en fyrri bækur Karitasar
innihalda ljóð sem eru afurðir til-
finningaflóða í kjölfar sambands-
slita.
Stíllinn er enginn stíll
Ljóð Karitasar eru oftast óregluleg
og stíllinn breytist ljóði frá ljóðs.
Fæst ljóðin ríma en Karitas segist
vera hrifin af endurtekningum og
vísunum. „Stundum vísa ég alveg
grimmt í sjálfa mig skammarlaust.
En ég finn bara þann stíl sem mér
finnst henta innihaldsefninu hverju
sinni. Ef ég hef mikið að segja þá eru
línurnar langar og mörg erindi, en
ef ég hef lítið að segja þá er ljóðið
kannski bara þrjár línur eða hæka.“
Því mætti segja að stíll Karitasar
sé kannski að vera með engan sér-
stakan stíl. Sjálf tekur hún eftir að
önnur ung ljóðskáld í dag fylgja
ekki hefðbundnum bragarháttum.
Karitas sá undantekningu á því
þegar Jenný María Jóhannsdóttir
las ljóð á ljóðakvöldi sem Karitas
var sjálf að lesa á.
Það var á Eiðis torgi þar sem Jana
Björg Þorvaldsdóttir heldur reglu-
lega ljóðakvöld. Jenný las ljóðin sín
sem eru í dróttkvæðum hætti.
„Það er stíllinn sem dróttkvæðin
voru skrifuð í. Dróttkvæðaháttur-
inn er mjög strangur og flókinn en
hún gerði þetta mjög vel. Mér finnst
æðislegt að hún hafi þorað þessu,
sjálf myndi ég ekki treysta mér í
það.“
Lengri útgáfu af viðtalinu er að
finna á frettabladid.is
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
4 litir
rautt
gult
mosagrænt
kremað
20% afsláttur
af regnkápum
Núna kr. 8.700.-
Str. S-XXL
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R