Fréttablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 37
Eldra fólk taki þátt í sam-
félaginu á jafnréttisgrund-
velli, hvar sem það kýs.
Þú ert jú komin á aldur“, sagði ungur maður við mig um daginn, þegar í tal barst til-
tekið verkefni sem ég hef með
höndum og hvort ég hygðist láta
af því, sem hann taldi augljóslega
tímabært. Ég hrökk við því sjálfs-
mynd mín er vissulega ekki sú að ég
ráði ekki við verkefnið og fannst að
mín þátttaka ætti ekki að ráðast af
aldri, heldur því hvort ég valdi við-
fangsefninu. Af svipuðum toga var
ótrúleg og raunar sprenghlægileg
frásögn Óttars Guðmundssonar
(72 ára) nýverið í Fréttablaðinu,
þar sem ungur maður, sem var
samferða honum í f lugvél, spurði
Óttar: „Ertu enn að ferðast?“
Aldursmörkin 67 eða 70 ára virðast
orðin að mælikvarða í sjálfu sér,
óháð getu eða löngun viðkomandi.
Listamenn eru hins vegar ekki
settir undir þessa mælistiku og verk
þeirra eða frammistaða metin óháð
aldri, sem sýnir ágætlega hversu
fáránleg hún er. Í atvinnulífinu er
fólki sem náð hefur þessum aldri
hins vegar lang oftast umsvifa-
laust vísað á dyr, óháð starfsgetu
þess eða -vilja. Hér er verið að sóa
samfélagslegum verðmætum og
jafnvel töluvert yngra fólk, 45-50
ára, kvartar undan svonefndum
„kennitöluvanda“ við atvinnuum-
sóknir, ekki síst konur. Þeim sé
ekki einu sinni boðið í atvinnu-
viðtal þrátt fyrir þekkingu og
rey nslu á v iðkomandi sv iði.
Sömu viðhorf eða aldursfordómar
birtast í opinberri umræðu um
þriðja orkupakkann. Þar hafa verið
áberandi nokkrir eldri áhugamenn
um stjórnmál, en þeim er ítrekað
bent á að „tími þeirra sé liðinn“,
skoðanir þeirra sagðar „rykfallnar“
og þeir beðnir um að skipta sér
ekki af því sem kallað er „okkar
framtíð“, svo aðeins sé vitnað í
kurteisari ummælin. Reynsla og
afleidd dómgreind er einskis metin,
eitthvað sem ætti fremur að teljast
mikilvægt í þjóðmálaumræðu.
Háskóli Íslands er ánægjuleg
undantekning þessa. Þar hefur
með nýjum rektor verið mörkuð
sú stefna, að heimilt er að semja við
fólk sem komið er á eftirlaun um
tiltekin verkefni, séu þau til staðar.
Samið er til afmarkaðs tíma í senn,
á fyrri launum, þótt ekki fylgi öll
sömu starfskjör. Slíkir samningar
verða að sjálfsögðu að þjóna hags-
munum beggja aðila og viðkomandi
starfsmaður að sætta sig við reglu-
bundna endurskoðun. Opinberir
aðilar og fyrirtæki ættu að fylgja
þessu almenna fordæmi og ein-
hverjir kunna að gera það. Með
þessu er ég ekki að gera lítið úr því,
að sum störf ganga mjög nærri fólki
þannig að sjálfsagt er að það geti
farið á eftirlaun 67-70 ára. En lykil-
atriði er að fólk hafi val, sé geta og
áhugi til staðar.
Það er eitt af einkennum okkar
samtíma að hópar sem hafa mátt
sæta neikvæðri umræðu eða for-
dómum hafa risið upp og krafist
þess að vera jafnréttháir öðrum,
sem ekki bera sömu einkenni og
vera metnir á grunni eigin verð-
leika. Þar hafa verið áberandi t.d.
fatlaðir, samkynhneigðir, hörunds-
dökkir, tónlistarmaðurinn Logi
Pedro Stefánsson talaði nýverið um
kynþáttaníð, fólk í yfirþyngd, sem
kallar það fitusmánun, að ekki sé
minnst á konur.
Barátta eldri borgara fyrir mann-
sæmandi eftirlaunum og trygginga-
bótum er mikilvæg. En það er ekki
síður mikilvægt og raunar mann-
réttindi að á þá sé hlustað og borin
fyrir þeim tilhlýðileg virðing. Eldra
fólk taki þátt í samfélaginu á jafn-
réttisgrundvelli, hvar sem það kýs.
En einhvern veginn er eins og þeir
sem eldri eru séu feimnir við að
setja fram þá kröfu og sætti sig við
jaðarsetninguna.
Þessu þarf að breyta – það eru
hagsmunir allra, líka þeirra sem
yngri eru og eiga eftir að eldast.
Aldurssmánun samtímans
Margrét S.
Björnsdóttir
71 árs gamall
starfsmaður
Háskóla
Íslands
Ef EES er gott – sem það er – þá er ESB enn þá betra
Nýtt frumvarp um breyt-ingar á erfðafjárskatti hefur ýmislegt gott fram að færa.
Frumvarpið, sem lagt er fram af
þingflokki Viðreisnar, leggur til að
horfið verði frá því að líta á dánarbú
manns sem andlag erfðafjárskatts-
ins. Þess í stað yrði horft til arfs
hvers erfingja um sig. Á mannamáli
þýðir það að sá sem erfir búið greið-
ir skattinn en ekki dánarbúið, þ.e. ef
um fleiri en einn erfingja er að ræða
þá gildir skattafrádrátturinn fyrir
hvern og einn þeirra. Frumvarpið
hækkar einnig skattafrádráttinn
úr 1,5 m.kr. í 6,5 m.kr. Því er um að
ræða mikla skattalækkun fyrir fjöl-
skyldur í landinu.
Aftur á móti vilja þingmenn Við-
reisnar þrepaskipta erfðafjárskatti
enn frekar. Af fyrstu 15 m.kr. skal
greiða 10% erfðafjárskatt, af næstu
15 m.kr. skal greiða 15% og af þeim
hluta arfs sem er umfram 30 m.kr.
skal greiða 20%. Slíkt er gert í ein-
lægri tilraun til þess að greiða fyrir
skattaafslátt annarra en einnig
vegna þess að þeir telja „eðlilegt
að þeir erfingjar sem mest fá greiði
hlutfallslega mest í skatt“.
Undanfarin ár hafa ýmsir stjórn-
málaflokkar kallað eftir því að þeir
sem hafi meira á milli handanna
greiði meira. Slíkt hlýtur að þykja
eðlilegt í nútímasamfélagi, en höf-
undur veltir fyrir sér hvort því
markmiði sé ekki þegar náð með
hlutfallsskatti, enda er 10% skattur
af 50 m.kr. tífalt meira greitt í skatt
heldur en 10% af 5 m.kr. Af leiðu-
væðing skatta hefur valdið því að nú
er ekki nóg að greiða margfalt meira
heldur þarf að greiða tvöfalt meira
heldur en það, hlutfallslega. Fyrir-
tæki með fjölda fólks í vinnu gæti
því þurft að taka stakkaskiptum í
þeim eina tilgangi að halda áfram
rekstri við kynslóðaskipti, sem
kæmi helst niður á starfsfólki og
neytendum.
Viðreisn hefur lagt margt fram
sem jafnar leikinn og gerir fleirum
kleift að ná árangri, á borð við jafn-
launavottun og afnám stimpilgjalds
fyrir allt atvinnulífið. Að tillögu höf-
undar var bætt við stjórnmálaálykt-
un milliþings Viðreisnar 2. mars sl.:
„Viðreisn vill lækka skatta, einfalda
þá og samræma.“ Frumvarp þing-
flokksins er á skjön við ályktunina,
hækkar og f lækir skatta á fjöl-
skyldufyrirtæki, lítil samræming
er í skattlagningunni og letur hún
frumkvæði fyrirtækja. Viðreisn á
að jafna tækifæri, ekki útkomu.
Jöfnum tækifæri, ekki útkomu
Kristófer Alex
Guðmundsson
forseti Upp
reisnar, ung
liðahreyfingar
Viðreisnar
Lengi virtist það vera í tízku, að tala illa um Evrópu og evru, þó að einmitt aðild okkar að
EES og Schengen-samkomulaginu
hefði tryggt okkur efnahagslegar
framfarir og margvíslegt frelsi langt
umfram það, sem áður hafði þekkzt
eða ella hefði getað orðið.
Með EES-samningnum komumst
við með allar okkar framleiðslu-
vörur og afurðir, frjálslega og að
mestu leyti tollalaust, inn á stærsta
markað heims; 30 ríki með nú 513
milljónir íbúa.
Samtímis opnaðist okkur að
mestu vegabréfalaust frelsi til heim-
sókna, dvalar og búsetu í öllum
þessum löndum, með fullum rétt-
indum til starfa, atvinnu og eigin
reksturs.
Á sama hátt gátum við sótt
erlenda starfskrafta frá ESB-lönd-
unum til okkar, til að manna og
styrkja okkar eigin atvinnuvegi,
einkum ferðaþjónustu og bygg-
ingariðnað.
Sem betur fer hefur orðið mikil
breyting á afstöðu f lestra til EES/
ESB og Evrópu síðustu misserin.
Upplýst umræða hefur leitt til þess,
að f leiri og f leiri skilja nú, hversu
mikilvægur og dýrmætur EES-
samningurinn er.
Ef miðað er við afstöðu þing-
manna til 3. orkupakkans, sem í
umræðu og afstöðu er orðinn nokk-
urs konar „persónugervingur“ EES-
samningsins, þá virðast 52 af 63
þingmönnum vera hlynntir 3. orku-
pakkanum – enda sjálfsagður hluti
af EES-samningnum, eins og frjálsar
f lugsamgöngur, frjálsir skipaflutn-
ingar og önnur frjáls og gagnkvæm
viðskipti.
Meta má umfang EES-samnings-
ins – með Schengen – sem 80-90%
af fullri ESB-aðild. Það, sem upp á
vantar fulla ESB-aðild, er einkum
tvennt:
1. Samkomulag um fiskveiðar við
Ísland og stjórn þeirra.
2. Endanlegt samkomulag um
landbúnaðarmál.
Malta er um margt í svipaðri
stöðu og Ísland. Lítil eyþjóð háð
fiskveiðum og ferðaþjónustu. Þegar
landið gekk í ESB 2003, fékk það
full yfirráð yfir sínum fiskimiðum
og fulla stjórnun sinnar fiskveiði-
lögsögu á grundvelli sögunnar, en
Maltverjar höfðu sjálfir og einir
farið með þessi yfirráð í ár og aldir.
Það sama gildir um fiskveiðilög-
sögu okkar og fiskimið, og virðist
það borðleggjandi, að við myndum
fá sömu góðu úrlausnina fyrir þessi
mál og Malta.
Þegar Svíar og Finnar gengu í ESB
1995, fengu þeir líka sérákvæði inn
í samninginn fyrir landbúnaðinn,
honum til verndar og styrktar,
vegna þess, sem nefnt var „norræn
lega“. Er ekki að efa, að við myndum
fá sömu sérkjör fyrir íslenzkan
landbúnað við fulla inngöngu.
En, af hverju full ESB-aðild í stað
80-90% aðildar með EES og Scheng-
en!?
EES-samningurinn var alltaf
hugsaður til bráðabirgða. Samn-
ingurinn veitir því ekki aðgang að
nefndum, ráðum og framkvæmda-
stjórn ESB; m.ö.o. við undirgeng-
umst það, sem átti að vera í bili, að
taka upp tilskipanir, reglugerðir
og lög ESB – sem reyndar eru nær
allar af hinu góða – án þess að hafa
nokkuð um þær að segja; án nokk-
urrar umsagnar eða áhrifa, nánast
án nokkurrar fyrirfram hugmyndar
um, hvað koma skyldi. Þetta er auð-
vitað ófært til langframa.
EES-samningurinn veitir heldur
ekki aðgang að öflugasta og stöðug-
asta myntkerfi heims, evrunni, sem
bæði tryggir lægstu vexti, sem völ
er á, fyrir almenning og atvinnu-
vegina, og stórfellt aukalegt öryggi
í formi launa, tekna og eigna, jafnt
sem kostnaðar, gjalda og skulda í
einni og sömu mynt.
Úrtölu- og afdalamenn fullyrða,
að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó
við værum inni, myndum við engu
ráða. Þetta er enn ein rangfærslan
og ósannindaklisjan.
Minnstu þjóðirnar hafa hlut-
fallslega langmest að segja í ESB.
Við fengjum 6 þingmenn á Evrópu-
þingið. Það þýðir 57.000 Íslendinga
á bak við hvern þingmann. Þjóð-
verjar, með sína 82,4 milljónir íbúa,
hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa
858 þúsund landsmanna á bak við
hvern þingmann. Danir, sem eru
5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn;
414 þúsund Danir standa á bak við
hvern þingmann þeirra á Evrópu-
þinginu.
Svona er það í öllu; þess er gætt,
að líka þeir „minnstu“ hafi fullan
aðgang að áhrifum og völdum.
Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær
þannig einn kommissar. Þjóðverjar
og Frakkar fá líka bara einn.
Oft veljast fulltrúar smærri að-
ildar þjóða til forustu; Jean-Claude
Juncker, frá Lúxemborg, næstfá-
mennasta ríki ESB, hefur t.a.m.
verið annar valdamesti maður sam-
bandsins síðustu 5 ár.
Margrether Vestager, frá Dan-
mörku, kynni að taka við af honum.
Skandinavar hafa alltaf haft mikið
að segja í ESB.
Hver aðildarþjóð hefur auk þess
í raun neitunarvald, þar sem þjóð-
þing allra – nú 28 – aðildarríkjanna
verða að samþykkja alla meirihátt-
ar samninga, sem ESB gerir, og alla
meiriháttar löggjöf eða breytingar
á fyrri löggjöf.
Loks skal bent á, að ESB er nú með
fríverzlunarsamninga við þrjú mik-
ilvæg lönd – öf luga markaði með
samtals 216 milljónir íbúa; Japan,
Suður-Kóreu og Kanada – en þessir
fríverzlunarsamningar eru ekki
með í EES-samkomulaginu.
Full ESB-aðild tryggir þannig í dag
frjálsan og tollalausan aðgang að
markaði með 729 milljónum manna
með verulega eða mikla kaupgetu.
Eftir hverju erum við að bíða!?
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupýslu
maður og
stjórnmála
rýnir
2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð