Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 41
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgeir Pétursson fv. sýslumaður og bæjarfógeti, Kópavogsbraut 1a, lést mánudaginn 24. júní sl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13.00. Guðrún Ásgeirsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Sigríður Ásgeirsdóttir Þórður Kristinsson Pétur Ásgeirsson Jóhanna Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Magnea Erna Auðunsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 23. júní. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 15.00. Guðmundur Jónsson Auðunn G. Guðmundsson Anna V. Þormar Elínborg Guðmundsdóttir Páll Ólafsson Elfa Guðmundsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi faðir okkar, afi, langafi og tengdafaðir, Ingólfur Bárðarson Sigtúni 19, Selfossi, lést 25. júní. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Erla Ingólfsdóttir Hulda Ingólfsdóttir Óskar Lúðvík Högnason Bára Ingólfsdóttir Stefán Guðjónsson Linda Ingólfsdóttir Garðar Már Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hafrannsóknastofnun (Hafró) hlaut nýlega Fjörusteininn, umhverfisverðlaun Faxaf lóa- hafna. Eitt stærsta hlutverk hennar er að tryggja sjálf bæra nýtingu auðlinda hafs og vatna auk þess að sjá um umfangs- miklar umhverfismælingar og vöktun á lífríki. Hafró á og rekur tvö sérútbúin rann- sóknarskip, Árna Friðriksson  RE 200 og Bjarna Sæmundsson RE 30, heima- höfn þeirra hefur alla tíð verið Gamla höfnin í Reykjavík. Í rökstuðningi Faxa- f lóahafna  fyrir verðlaununum segir meðal annars: „… umgengni stofnunar- innar við hafnarsvæðið hefur verið til fyrirmyndar ásamt því að skip hennar hafa verið landtengd með rafmagni og hitaveitu svo árum skiptir. Flokkun sorps frá skipunum hefur einnig verið aukin til muna við innleiðingu Grænna skrefa sem snúast um að efla vistvænan rekstur.“ – gun Hafrannsóknastofnun hlaut Fjörusteininn Sólmundur Már Jónsson, mannauðs- og rekstrarstjóri Hafró, og Ásmundur Bergmann Sveinsson, skipstjóri á Bjarna Sæ- mundssyni, með verð- launagripinn. Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glaston-bur y-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigur-jónsdóttir, ein þeirra fjög- urra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glaston bury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvík- ingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf- sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn saman- stendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki.  Þó að  þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bret- land fyrir þremur árum og vorum bók- aðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbur y um 7.000. „Manni líður eins og á Akur- eyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðal- götuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu,  vanti mann norna- kúst eða verndar steina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nála- stungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári,  nefnda eftir Glaston- bury Tor, merku  mannvirki á fagurri hæð  ofan  við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar and- legar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“ gun@frettabladid.is Sterk orka í Glastonbury Íslenska kvennahljómsveitin Grúska Babúska kemur fram á bresku tónlistarhátíðinni í Glastonbury í fyrsta skipti nú um helgina. Hún er þó hagvön á svæðinu og hrifin af því. Íris Hrund, Dísa, Erla og Harpa Fönn í Grúsku Babúsku eru á leið til Glastonbury í dag! FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1835 Vísur Íslendinga – Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur – eftir Jónas Hallgrímsson eru fyrst sungnar opinberlega. Það gerist í Hjartakershúsum í Danmörku. 1855 Danska gufuskipið Thor kemur til Reykjavíkur, það er fyrsta gufuskipið sem kemur til Íslands. 1903 Fyrsta kvikmyndasýning á Íslandi fer fram í Góðtemplara- húsinu á Akureyri. 1921 Rafstöðin við Elliðaár er gangsett. 1925 Lög um mannanöfn ganga í gildi á Íslandi og eftir það er bannað að taka sér ættarnafn. 1930 Skógræktarfélag Íslands er stofnað á Þingvöllum. 1951 Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur skóg- rækt í Elliðaárhólm- anum. 3.000 plöntur eru settar niður fyrsta daginn. 1951 Krabbameins- félag Íslands er stofnað. 1985 Þjóðvegurinn Route 66 er felldur út úr þjóðvegakerfinu í Bandaríkjunum. 1990 Bob Dylan heldur tónleika í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar. 2006 Samkynhneigðir á Íslandi fá réttarstöðu á við gagnkyn- hneigða varðandi skráningu í sambúð. Merkisatburðir 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.