Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 53
Núna á laugardaginn verður sannkölluð f lóamarkaðs-stemning á efstu hæð bíla- stæðahússins við Hverfisgötu 20 þegar fjöldi borgarbúa mætir og selur gamlar eigur; föt, húsgögn og aðra hluti sem það vill gefa fram- haldslíf. Um er að ræða opnunardag loftslagsmarkaðsins BÁS. Það verður boðið upp á ýmsa skemmtilega dagskrá. Unnsteinn Manuel þeytir skífum fyrir salsa- unnendur en hópur fólks frá Salsa Ísland mætir í dansskónum. Fata- og búningahönnuðurinn Tanja Levý verður einnig á staðnum og kennir gestum að þrykkja á föt og lífga þannig upp á gamlar spjarir í stað þess að henda þeim. Til- gangurinn með BÁS-verkefninu er að vekja athygli á þeim áhrifum sem óhóf legar neysluvenjur hafa á umhverfið og búa til lifandi og skemmtilegan vettvang fyrir umræður um loftslagsmál. Lífgað er upp á gráa steinsteypuna með því að breyta bílastæðunum í markaðs- bása. Borgarbúar eru hvattir til að minnka sóun, endurnýta í sínu nærumhverfi og kaupa af innlend- um hönnuðum og framleiðendum með kolefnisfótsporið í huga. Ágústa Sveinsdóttir, Ólafur Daði Eggertsson, Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir og Hildur Helga Pétursdóttir standa að verkefninu. Áhrif loftslagsáhrifa eru í brenni- depli hjá þjóðinni þessa dagana. Hugmyndin að BÁS kom frá hug- leiðingum hópsins um hvað hver og ein manneskja getur gert til að sporna við þessum stóra vanda á jörðinni. Markaðurinn verður opinn annan hvern laugardag í sumar fram að Menningarnótt en þá verða haldnir þar stórtónleikar. Þeir sem vilja taka þátt í BÁS, hvort sem er til að selja eða til þess að leggja fram hugmynd að dag- skrárlið eða viðburði hafi endilega samband við BÁS á Facebook. steingerdur@frettabladid.is BÁS loftslagsmarkaður og þakbar verður opnaður um helgina Lífgað er upp á gráa steinsteypuna með því að breyta bílastæðunum í markaðsbása þar sem seldir eru notaðir hlutir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI TILGANGURINN MEÐ BÁS- VERKEFNINU ER AÐ VEKJA ATHYGLI Á ÞEIM ÁHRIFUM SEM ÓHÓFLEGAR NEYSLUVENJUR HAFA Á UMHVERFIÐ. Síðasta árið hefur verið mikil gróska í uppistandi á ensku hérlendis. Nú er starfandi í Lækjargötunni klúbbur sem sérhæf ir sig í uppistandi á ensku, The Secret Cellar. Þar er boðið upp á uppistand öll kvöld vikunnar. Eigandi klúbbsins er Bjarni „töfra- maður“ Baldvinsson. Nýverið var uppstandarinn York Underwood fenginn til liðs við klúbbinn til að halda utan um uppi- standskvöldin og Kierstyn Evans frá New York ráðin sem markaðs- stjóri. York hefur starfað sem uppi- standari að atvinnu í áratug og komið fram um allan heim, meðal annars fyrir hermenn NATO í Kósóvó, Þýskalandi og Bretlandi. Við náðum tali af York til að for- vitnast um The Secret Cellar og hvernig það er að reka uppistands- klúbb á Íslandi. Hvernig eiginlega kom það til að ákveðið var að byrja prófa uppi- stand á ensku hérna á Íslandi? „Ætli það hafi ekki mikið að gera með túristana. Það var annaðhvort á ensku eða kín- versku og ég er er ekkert sér- staklega góður í kínversku. En svo virðast margir af íslensku uppistöndurunum vilja frekar koma fram á ensku. Bandaríkjamenn koma eftir sýningu og hrósa mér og þá ekki í kaldhæðni, Þjóðverjarnir forðast augnsamband og yfirgefa staðinn í hljóði. Íslendingarnir, oft þá eftir nokkra bjóra, banka í öxlina á mér og segja: „Ég gæti sko alveg verið með uppstand.“ Það eru nokkrir innflytjendur hérna með uppistand á ensku en langflestir af þeim sem koma fram hjá okkur eru Íslend- ingar. Þau ólust upp við að horfa á uppistand á ensku og vilja núna gera það sama,“ segir York. York segir Ara Eldjárn hafa rutt veginn fyrir aðra Íslendinga hvað uppistand varðar. Hann varð stór hérna og kemur núna fram úti um allan heim með góðum árangri. „Bjarni, eigandinn, hefur verið að koma fram síðustu tuttugu árin. Hann tók samt mikla áhættu þegar hann ákvað að opna klúbb sem býður fyrst og fremst upp á uppi- stand. Nú virðist þetta allt vera að ganga upp. Ég kom fram í klúbbnum reglulega þegar hann hafði sam- band við mig og bar undir mig þá hugmynd að ég tæki að mér að halda utan um uppistandskvöldin.“ Á hverju kvöldi er sýning. York segir að vel hafi gengið síðustu Uppistand á ensku öll kvöld vikunnar York Underwood heldur utan um uppistand á ensku sem boðið er upp á öll kvöld vikunnar á The Secret Cellar. Uppistandarinn heimsfrægi Bill Burr kom þrisvar fram í klúbbnum til þess að prufukeyra nýtt efni. mánuði og fullt út úr dyrum nánast öll kvöld. „Það er eiginlega stressandi. Manni líður næstum eins og það sé að ganga of vel. En við þurfum að halda þessu fersku og erum með ólík þemu hvert kvöld vikunnar. Eins og á föstudögum erum við með uppistand fyrir fólk að kíkja á eftir vinnu. Gísli Jóhann sér um það. Það er aðeins meira fullorðins og klúrt. Samt alltaf jafn vin- sælt. Íslendingar eru mjög kaldhæðnir og með algjöran gálgahúmor.“ York segist þó sjálfur með- vitaður um að fara ekki algjör- lega  yfir strikið og sjokkera áhorfendur um of. „Jú, auðvitað hugsa ég oft um það og held að besta grínið komi oftast til manns þegar maður er meðvit- aður um mörkin. Það nennir enginn að hlusta á einhver hálfvita spúandi einhverju ógeðslegu gríni sem er ekki einu sinni fyndið. En stundum finnst mér að megi brjóta reglurnar. Það er f lókið fyrir grínista að ná að fara yfir strikið en samt halda áhorfend- unum sáttum. Þegar allt kemur til alls erum við skemmtikraftar, okkar tilgangur er að ná að gleðja og fá áhorf- endur til að hlæja. Fá fólk til að flýja stað, stund og heims- ins böl,“ segir hann. Á miðvikudögum er öllum vel- komið að stíga á svið og reyna fyrir sér í uppistandi. „Þar er kjörið tækifæri fyrir fólk sem er að prufa sig áfram. Þar fær það tækifæri til að stíga á svið, þróa stílinn sinn og auka á sjálfsöryggið upp á sviðinu. Það hafa margir frægir uppistandarar komið og notað tækifærið til að prufa nýtt efni. Þeirra á meðal Hugleikur Dags- son og Snjólaug Lúðvíksdóttir. Síðar ætlum við að bjóða upp á námskeið fyrir fólk til að hjálpa því að þróa uppistandsstílinn sinn.“ Uppistandarinn heimsfrægi Bill Burr kom fram á klúbbnum í þrjú skipti um daginn. „Það bara jók metnaðinn og við áttuðum okkur á að við værum komin í alvöruna. Við fáum því til okkar fullt af þekktum uppi- stöndu r u m hvaða næva úr heiminum meðan Reykjavík Fringe er í gangi. Svo langar okkur að fá heimsþek kta grínista hingað og sjá hvort þeir geti hjálpað óreyndari uppistönd- urum með hver næstu skref þurfi að vera til að hjálpa ferlinum.“ York hefur eitt ráð að lokum til þeirra sem langar að mæta á uppi- stand í klúbbnum „Ekki drekka of mikið fyrir sýninguna. Ég verð upp með mér þegar fólk pissar á sig af hlátri yfir bröndurunum mínum en það er ekki jafn skemmtilegt fyrir skúringafólkið og aðra starfs- menn,“ segir York að lokum. steingerdur@frettabladid.is ÉG VERÐ UPP MEÐ MÉR ÞEGAR FÓLK PISSAR Á SIG AF HLÁTRI YFIR BRÖNDURNUM MÍNUM EN ÞAÐ ER EKKI JAFN SKEMMTILEGT FYRIR SKÚRINGAFÓLKIÐ OG AÐRA STARFSMENN. Bjarni, Kierstyn og York fyrir utan klúbbinn sem er til húsa í Lækjargötu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.