Mosfellingur - 04.07.2019, Síða 6
Bjarkarholt 8-20 í Mosfellsbæ
Frá 2ja herbergja upp í glæsilegar þakíbúðir
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla
þjónustu og stofnæðar
Traustur verktaki með alþjóðlega vottun
BJARKARHOLT 8-20
MOSFELLSBÆ
Vandaðar íbúðir fyrir 50 ára og eldri
Skoða má alla
r
íbúðirnar á
www.ggverk.
is
Söluaðilar:
SÍMI 571 1800 - kaupsyslan.isS í m i 5 6 9 7 0 0 0 | m i k l a b o r g . i s
Bjarkar olt 8-20 í Mosfel sbæ
2ja herbergja upp í glæsilegar þakíbúðir
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla
þjónustu og stofnæðar
Traustur verktaki með alþjóðlega vottun
BJARKARHOLT 8-20
MOSFELLSBÆ
Vandaðar íbúðir fyrir 50 ára og eldri
Skoða má alla
r
íbúðirnar á
www.ggverk.
is
Söluaðilar:
SÍMI 571 1800 - kaupsyslan.isS í m i 5 6 9 7 0 0 0 | m i k l a b o r g . i s
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
sunnudaginn 7. júlí
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11.
Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
sunnudaginn 14. júlí
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11.
Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
sunnudaginn 21. júlí
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11.
Prestur sr. Arndís Linn Bernhardsdóttir.
sunnudaginn 28. júlí
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl.11.
Prestur sr. Arndís Linn Bernhardsdóttir.
sunnudaginn 4. ágúst
Messufrí.
sumarnámskeið
Tvö sumarnámskeið fyrir börn 6−9 ára
verða í boði í ágúst í kirkjunni okkar.
6.−9. ágúst og 12.−16. ágúst
námskeiðið er þátttakendum
að endurgjaldslausu.
Skráning hefst 15. júlí
á lagafellskirkja.is
Katrín Sif valin hár-
snyrtir ársins 2019
Katrín Sif Jónsdóttir hárgreiðslu-
meistari á hársnyrtistofunni Sprey
var valin hársnyrtir Íslands á Nordic
Hair Awards & Expo sem fram fór
í Kaupmannahöfn á dögunum.
Keppnin var haldin í fyrsta skipti
og komu saman hárfagmenn og
heildsölur af Norðurlöndunum.
„Þegar ég heyrði nafnið mitt varð ég
mjög hissa og var í raun ekki að átta
mig á þessu. Ég fékk tár í augun og
var bara orðlaus,“ sagði Katrín Sif en
með henni í för til Danmerkur voru
tvær vinkonur hennar. Á myndinni
má sjá Katrínu Sif fyrir miðju ásamt
Elsu Haraldsdóttur og Berit Olimb.
Mikið kvartað vegna
lyktarmengunar
Fjöldi kvartana barst Sorpu í vor
vegna lyktarmengunar frá urðun-
arstöð í Álfsnesi á Kjalarnesi. Hlýtt
veður og hægur vindur veldur meiri
lyktarmengun en vant er. Björn H.
Halldórsson framkvæmdastjóri
Sorpu segir veðrið hafa verið
þeim mjög óhagstætt en ýmsar
aðferðir séu notaðar til að sporna
við menguninni. Með annars er
ógrynni af sjó með lyktarefnum dælt
yfir úrganginn. Stefnt er að því að
urðun verði hætt í Álfsnesi fyrir lok
næsta árs en þá verður tilbúin ný
gas- og jarðgerðarstöð.
- Fréttir úr Mosfellsbæ6
Framkvæmdum lokið fyrir skólasetningu í lok sumars • Heildarútekt EFLU nýlega lokið
endurbætur á Varmárskóla
ganga samkvæmt áætlun
sÓkn Í sÓkn
– liFandi samFÉlag
Vertu með í sókninni!
Nú standa yfir endurbætur á húsnæði
Varmárskóla og hafa þær gengið vel að
sögn Hallgríms Skúla Hallgrímssonar hjá
umhverfissviði Mosfellsbæjar sem annast
verkefnisstjórn endurbótanna.
Endurbæturnar eru samstarfsverkefni
margra aðila en leiddar af umhverfissviði
Mosfellsbæjar með ráðgjöf frá verkfræði-
stofunni EFLU.
Endurbæturnar byggjast annars vegar
á úttekt verkfræðistofunnar Verksýnar og
hins vegar ábendingum sem komu fram í
heildarúttekt verkfræðistofunnar EFLU á
húsnæði Varmárskóla. Þeir verktakar sem
vinna á svæðum þar sem greinst hefur ör-
veruvöxtur hafa allir umtalsverða reynslu
af sambærilegum verkefnum.
staða endurbóta í yngri deild
Í yngri deild eru fjórir verktakar að störf-
um og er vinna hafin í suðvesturálmunni
auk kennaraálmu og bókasafninu.
Ás-Smíði hefur hafist handa við að þvo
málninguna af kennaraálmunni og miðar
því verki vel áfram. Það verður svo í þeirra
verkahring að klára að múra þá álmu að
nýju og endurnýja þökin á kennaraálmunni
og suðvesturálmu að utan.
Fyrirtækið Pétur & Hákon verktakar
eru langt komnir með að fjarlægja alla
loftaklæðningu úr stofum á efstu hæð
suðvesturálmu auk þess að vera búnir
með rúmlega helminginn af ganginum.
Næstu skref eru að fá EFLU til að merkja
hvaða fjalir í þakklæðningu skuli fjarlægja
og verður það gert um leið og þakjárnið
verður fjarlægt, þ.e.a.s. utanfrá. EFLA
hefur veitt ráðgjöf varðandi uppbyggingu
á þakinu sem verður sett upp í stofunum,
leiðbeint um frágang á rakavarnarlagi og
hvernig best verði staðið að því að tryggja
góða loftun.
Þá eru Kappar verktakar byrjaðir að
vinna á þeim svæðum sem EFLA merkti til
sérstakrar skoðunar í kjallara yngri deildar.
Fyrsti staður var bókageymslan í kjallaran-
um en Kappar munu vinna sig skipulega í
gegnum þá staði sem EFLA merkti til frekari
skoðunar og viðgerða.
staða endurbóta í eldri deild
Ístak hefur hafist handa við endurbætur
í eldri deild. Tækjakostur í mötuneyti hefur
verið aftengdur og næstu skref eru að fjar-
lægja innréttingar, gólfefni og eftir atvikum
veggi á grunni leiðbeininga frá EFLU.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar leggur
áherslu á að fylgja út í hörgul öllum leið-
beiningum EFLU og hefur samstarfið við
verkfræðistofuna gengið mjög vel að mati
beggja aðila.
„Framkvæmdir við Varmárskóla eru á
fullum skriði og það er ánægjulegt að okk-
ur hafi í samstilltu átaki fjölda aðila tekist
að setja af stað endurbætur á Varmárskóla
sem rúmast innan þess þrönga stakks sem
sumarið er sem framkvæmdatími í skóla-
byggingu.
EFLA er nú sem fyrr okkur öflugur bak-
hjarl við að skipuleggja og útfæra endur-
bæturnar og hefur auk þess tekið að sér að
vakta framgang og gæði vinnunnar miðað
við þeirra gagnreyndu viðmið. Við skóla-
setningu í lok sumars verður öllum helstu
framkvæmdum lokið, þar með talið allt
rask tengt vinnu við þök.
Við útilokum ekki að minniháttar frá-
gangur innanhúss gæti þurft að eiga sér
stað á fyrstu dögum skólans en sjáum
ekki fyrir okkur að það verði til að trufla
skólahald og treystum á góða samvinnu
við skólasamfélagið um þau úrlausnarefni
sem slík staða gæti kallað á,“ segir Haraldur
Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
búið er að háþrýsti-
þvo kennaraálmuna
skermað af á milli
byggingahluta skólans
Klæðning Hafravatns-
vegar að hefjast
Vegagerðin hefur undirritað
verksamning við Borgarverk um
klæðingu á Hafravatnsveg að T-
gatnamótunum við Úlfarsfell. Um er
að ræða endurbætur á 1,7 km kafla.
Miðað er við að verkið hefjist þann
8. júlí og verði lokið 15. ágúst.
Kvenfatnaður í úrvali • Berglind Richardsdóttir er mjög ánægð með viðtökurnar
Verslunin Coral.is opnar í kjarna
Verslunin Coral.is opnaði nýverið í Kjarnanum þar sem Dýralækn-
irinn var áður til húsa. Verslunin hefur verið starfrækt síðan 2012
en aðallega sem netverslun.
„Ég hef verið eigandi Coral.is síðastliðið ár og hef eingöngu rekið
búðina á netinu. Það hefur gengið rosalega vel en til að geta veitt
viðskiptavinum betri þjónustu og í framtíðinni aukið vöruvalið
þá ákvað ég að stíga þetta skref og opna verslun,“ segir Berglind
Richardsdóttir sem er mjög ánægð með viðtökurnar.
mikið úrval af vönduðum vörum
Coral.is býður upp á mikið úrval af kvenfatnaði, snyrtivörum
og skartgripum. „Ég er fyrst og fremst með netverslun og allar
vörur er hægt að skoða og panta á netinu. En ég fann að það er
ákveðinn hópur sem vill koma og máta og skoða vörurnar. Það
er rúmur skilatími á öllum okkar vörum þannig að fólk þarf ekki
að vera hrætt við að panta á netinu en það er ekkert mál að skila
eða skipta vörum. Hér er góð aðstaða, húsnæðið rúmgott, góðir
mátunarklefar og nóg af bílastæðum.“
Fastur opnunartími og eftir samkomulagi
„Við erum með fastan opnunartíma á miðvikudögum og fimmtu-
dögum á milli klukkan 16 og 18. Svo samkvæmt samkomulagi en
það er hægt að panta tíma til að koma og skoða, máta eða sækja
pantanir þegar það hentar viðskiptavininum. Ég hef fengið mjög
góð viðbrögð eftir opnunina og finn að Mosfellingar eru ánægðir
með þessa viðbót í bæjarfélaginu,“ segir Berglind að lokum og
býður alla Mosfellinga sérstaklega velkomna.
berglind tekur vel
á móti mosfellingum