Mosfellingur - 04.07.2019, Page 14
Golf- oG leikja-
námskeið Gm
Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf- og
leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6–13 ára í sumar.
Námskeiðin eru með nýju sniði en þau eru byggð upp á
skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í nánasta
umhverfi hans. Golfið verður aldrei langt undan en
einnig verður farið í sund og fjöruferðir og ýmislegt fleira
skemmtilegt!
Skráning á námskeiðin hefst 23. apríl á golfmos.felog.is,
nánari upplýsingar um námskeiðin dg@golfmos.is
Reiðskóli
HestamenntaR
Reiðnámskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6–14 ára.
Námskeiðin hefjast þann 11. júní og standa til 22. ágúst.
Stubbanámskeið verður fyrir 4–6 ára börn, Námskeiðin
hefjast vikuna 22.–26. júlí kl. 9–12. Skráning og allar
nánari upplýsingar eru á www.hestamennt.is
Hægt er að hafa samband með tölvupóst á hestamennt@
hestamennt.is eða í síma 865-2809, Fredrica.
knattspyRnuskóli
aftuReldinGaR
Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem
meginmarkmiðið er að börn á aldrinum 7–15 ára læri
undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan
hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að
allir fái verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur
fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttar-
innar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og
vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar.
Skráning fer fram á afturelding.felog.is og nánari
upplýsingar bjarki@afturelding.is
fótboltaakademía
fyRiR 5. oG 4. flokk
Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir námskeið fyrir
leikmenn 5. flokks og 4. flokks karla og kvenna.
Boðið verður upp á fótboltaakademíu í júní og ágúst fyrir
þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir
þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og
móttökur. Á sama tíma verður boðið upp á metnaðarfulla
akademíu fyrir markmenn þar sem farið verður yfir tækni-
lega færni, staðsetningar, fótavinnu og fleira. Skráning fer
fram á afturelding.felog.is og nánari upplýsingar bjarki@
afturelding.is
sumaRlestuR
baRna
Markmiðið með Sumarlestrinum er að hvetja börn til þess
að lesa í sumarleyfinu. Þannig öðlast þau meiri lesskilning
og orðaforða ásamt því að fá að njóta ævintýraheima bók-
anna. Hægt er að skrá sig frá og með 25. maí í afgreiðslu
Bókasafnsins. Hittingur þátttakenda verður í safninu fyrsta
fimmtudag hvers mánaðar kl. 14.00. Sumarlestrinum
lýkur í september.
Ritsmiðja fyRiR
10 - 12 áRa böRn
Ritsmiðja verður starfrækt í bókasafninu miðvikudag,
fimmtudag og föstudag 12.–14. júní kl. 13.00–15.30 alla
dagana. Leiðbeinandi er Davíð H. Stefánsson rithöfundur.
Lögð verður áhersla á orðaleiki, brandara og frásagnir.
Ekki er skilyrði að þátttakendur séu vanir að skrifa sögur
– bara að þeir séu tilbúnir að leika sér með tungumálið og
smjatta á orðunum!
Boðið verður upp á hressingu. Námskeiðið er ókeypis.
Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins.
Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að.
ÆvintýRanámskeið
mosveRja
Skátafélagið Mosverjar stendur fyrir námskeiðum sem
tilvalin eru fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru
ævintýri í sumar. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi
og byggist upp á skemmtilegri útiveru.
Dæmi um viðfangsefni: Hjólaferðir, fjöruferð, sundferð,
baka brauð við eld, ratleikur með verkefnum og alls konar
skemmtilegt. Frekari upplýsingar á sumar@mosverjar.is.
Skráning fer fram á https://skatar.felog.is.
bÆjaRleikHúsið
– leikGleði 2019
Leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu
leik- og tónlistarnámskeiðum í júní og júlí í sumar.
Í boði verða námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum
6–8 ára, 9–12 ára og 13–16 ára.
Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust,
framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast
hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á
heimasíðu Leikgleði, www.leikgledi.is
köRfubolta-
leikjanámskeið
Skemmtilegt leikjanámskeið þar sem markmiðið er að
hafa körfubolta í hönd, fara í leiki en fyrst og fremst að
hafa gaman.
Sumaræfingar
Á sumaræfingum verður lögð áhersla á einstaklings-
miðaðar séræfingar eins og sóknarhreyfingar, dripl,
skot og sendingar sem miða að því að bæta og styrkja
viðkomandi iðkanda í íþróttinni þannig að hann mæti vel
undirbúin fyrir veturinn.
Frekari upplýsingar um námskeið afturelding.is
sumaRsmiðjuR
fyRiR 10-12 áRa
Allir krakkar mega mæta hvort sem smiðjan er í Lágóbóli
eða Varmábóli.
Þriðjudagar eru í Lágóbóli frá kl. 10–14:30
Fimmtudagar eru í Varmábóli frá kl. 10-14:30
Skráning skal senda á bolid@mos.is og tilgreinið nafn
barns, skóla, nafn foreldra og símanúmer. Skráning þarf
að berast fyrir kl. 16:00 deginum áður.
fRjálsíþRóttanám-
skeið aftuReldinGaR
Leikjanámskeið með áherslu á frjálsar íþróttir á
Varmárvelli í Mosfellsbæ.
Tilvalið fyrir krakka sem vilja kynnast
frjálsíþróttum, fara í leiki og hafa gaman.
Skráning fer fram í Nora.
Nánari upplýsingar veita Hanna Björk
hannabjork@afturelding.is, Unnur
afiafi@simnet.is,Toggi toggi@vov.is
og í síma: 566-7089
sumaRnámskeið
fyRiR böRn oG unGlinGa
NáNari upplýsiNgar um NámskeiðiN á mos.is