Mosfellingur - 04.07.2019, Qupperneq 16

Mosfellingur - 04.07.2019, Qupperneq 16
 - Fréttir úr bæjarlífinu16 Biggi þjálfari opnar vefsíðuna www.coachbirgir.com • Tindahlaupið fær alþjóðlega vottun Nýr vefur fyrir íþróttafólk sem vill ná langt í sinni grein Valinn besti ungi listamaðurinn Óperusöngvarinn Unnsteinn Árnason hlaut á dögunum verðlaun á austurrísku tónleikhúsverð- laununum sem besti ungi lista- maðurinn. Verðlaunin hlaut hann fyrir hlutverk sitt sem Mr. Kofner í óperunni Konsul eftir Menotti. Á myndinni hér að ofan er Unnsteinn og Veronika Ómarsdóttir kona hans en þau eru búsett í Vínarborg. Þau hjónin Linda Svanbergsdóttir og Birgir Arnaldur Konráðsson, betur þekktur sem Biggi Boot Camp, opnuðu á dögunum nýja vefsíðu þar sem áhersla er á tilbúin æfinga- prógrömm fyrir íþróttafólk. Þau hafa búið í Kaupmannahöfn í fjögur ár þar sem þau hafa kynnt og fylgt eftir Boot Camp-inu ásamt því að þjálfa, en Birgir fagnar um þessar mundir 25 ára þjálfara- afmæli. „Það var alltaf einn og einn íþróttamað- ur í þjálfun hjá mér og svo fór að fjölga í þeim hópi. Það var orðin mikil eftirspurn eftir prógrömmum á netinu en við höfum verið að selja þau út um allan heim,“ segir Birgir. Eins og staðan er núna er einna mest áhersla á handboltann þó svo að við sinn- um vel öllum íþróttagreinum. Meðal þeirra sem hafa verið í þjálfun hjá Birgi eru Guð- jón Valur handboltamaður og Rúnar Alex fótboltamaður. Persónulegri þjálfun „Við erum með tilbúin sérprógrömm fyrir undirbúniningstímabil og keppnis- tímabil, prógrömm með og án þyngda, fyrir unglinga og einnig úthaldsíþrótta- fólk, s.s. hlaupara og hjólara. Þessir stóru klúbbar eru flestir bara ótrúlega aftarlega hvað varðar styrktarþjálfun fyrir fólkið sitt, yfirleitt eitt prógram á alla, óháð stöðum og áherslum,“ segir Birgir. Einnig bjóða þau upp á fjarþjálfun fyrir íþróttafólk sem byggist meira á daglegum samskiptum þar sem allt er sérsniðið að þörfum og dagsformi hvers og eins. „Við stefnum svo á að gera aðra síðu á íslensku þar sem fókusinn er meiri á al- menning.“ Undirbúningur fyrir Tindahlaupið Birgir hefur yfirumsjón með Tindahlaupi Mosfellsbæjar fram fer laugardaginn 31. ágúst á bæjarhátíðinni Í túninu heima. „Þar er allt á sínum stað, við erum alltaf að gera hlaupið betra og betra. Við vorum að fá vottun á hlaupaleiðirnar frá alþjóða- samtökum um utanvegahlaup. Þá eru leiðunum gefnir punktar eftir erfiðleikastigi. Sjö tindarnir fengu tveggja punkta viðurkenningu og 5 og 1 tindur fengu einn punkt,“ segir Birgir. „Þessir punktar nýtast t.d. hlaupurum sem stefna á erfið utanvegahlaup erlendis, t.d. 100 km í Ölpunum. Þá þarf að vera búið að safna ákveðið mörgum punktum til að mega hlaupa. Þessi vottun er virkilega mikill gæða- stimpill á Tindahlaupið, en fá hlaup á Ís- landi teljast til tveggja punkta hlaupa.“ Hægt er að kynna sér nýja vefsíðu á slóðinni www.coachbirgir.com þjálfarinn birgir tindahlaupið fer fram 31. ágúst jafnréttisviðurkenning mosfellsbæjar 2019 Óskum eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Útnefning lýðræðis- og mannréttindanefndar verður kynnt á jafnréttisdegi mosfellsbæjar, þann 19. september næstkomandi. við hvetjum ykkur til að fara inn á mos.is/jafnretti og senda tilnefningar ásamt rökstuðningi fyrir 19. ágúst næstkomandi. Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar. Til að eiga möguleika á að hljóta jafnréttis- viðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2019, þarf: 1. einstaklingur að hafa skarað framúr í vinnu að jafnréttismálum. 2. fyrirtæki, stofnun eða félag að hafa: a) Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum. b) Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna. c) Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla. d) Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið- eða kynferðislega áreitni á vinnustað. e) Veitt starfsmönnum fræðslu um jafnréttismál.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.