Mosfellingur - 04.07.2019, Page 20
- Bókasafnsfréttir20
byg g i n ga f é l ag i ð
Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af sýningunni Teppi á
veggnum eftir Röndu Mulford textíllistakonu.
Við hvetjum fólk til að láta þessa vinsælu sýningu ekki
fram hjá sér fara, enda ekki á hverjum degi sem hægt er
að líta augum jafn glæsilega bútasaumslist.
Næsta sýning í Listasal Mosfellsbæjar er „Óþreyju
barn, kom innst í lundinn“ sem er samsýning Hörpu
Dísar Hákonardóttur og Hjördísar Grétu Guðmunds-
dóttur um skáldkonuna Huldu.
Opnun verður föstudaginn 12. júlí kl. 16−18. Síðasti
sýningardagur er 9. ágúst.
Bókasafn Mosfellsbæjar bauð fimmta
árið í röð til ritsmiðju fyrir 10−12 ára
börn. Smiðjan var haldin 12.−14. júní
í safninu og leiðbeinandi var Davíð H.
Stefánsson rithöfundur.
Níu krakkar tóku þátt að þessu sinni
og var ýmsum hugmyndum hent á
loft til að örva sköpunargáfuna. Að
smiðju lokinni var foreldrum boðið
til útskriftar þar sem börnin lásu úr
verkum sínum og fengu afhent viður-
kenningarskjöl.
Þetta var skemmtileg stund þar sem
rithöfundar framtíðarinnar fengu að
láta ljós sitt skína við góðar undirtekt-
ir. Börn og foreldrar voru mjög ánægð
með þetta framtak Bókasafnsins og
Davíð var klappað lof í lófa.
Við þökkum börnunum kærlega
fyrir þátttökuna, sjáumst aftur að ári.
Bókasafn Mosfellsbæjar
Ritsmiðja 2019 - fyrir 10−12 ára
Listasalur Mosfellsbæjar
sýning til heiðurs
Huldu skáldkonu
Opið
alla daga
kl. 11-21
Þú finnur okkur við Miðbæjartorgið í Mosó
Nýtt bílalúga
Það er ekki of seint að skrá sig í Sumarlesturinn en hann stendur
til 5. september 2019. Öll börn geta verið með og skráð í pésann
bækur sem þau lesa eða hlusta á.
Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar hittumst við í barnadeildinni,
skröfum um bækur og leysum þrautir. Þrír þátttakendur geta átt
von á glaðningi.
Hittumst í Bókasafninu!
Bókasafn Mosfellsbæjar
Náðu þér í bókapésa
RitsnillingaR ásamt
leiðbeinanda sínum
HaRpa dís og
HjöRdís gRéta