Mosfellingur - 04.07.2019, Síða 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Henning Örn fæddist í Stokkhólmi
18. mars 2019. Hann var 18 merkur.
Foreldrar eru Hrefna Jónsdóttir og
Örn Ingi Bjarkason.
Í eldhúsinu
Steina-
eyjan
Hér tIl að velta þungum
Sem léttum SteInum.
góðan daginn, við í Steinaeyjunni
tökum á okkur fyrir hönd fólksins að
ræða málefni sem fara fram hér í bæ
og miðla þekkingu okkar og reynslu
af málefnum samfélagsins. við erum
tveir strákar með brennandi áhuga á
menningu mosfellsbæjar og hag fólksin
s
í bænum.
við félagarnir höfum rekist á smá
vandamál í bænum, en vandamálið
hljómar svona: það eru ekki nógu
margir veltanlegir steinar sem hægt er
að velta yfir tebolla með vinum.
við í Steinaeyjunni leggjum til að Halli
bæjó hífi upp um sig buxurnar og fari
að rífa sig í gang og komi með einhverj
a
steina upp á yfirborðið. Hann er ekki
að fá milljónir á mánuði fyrir að sitja á
rassgatinu og spila kapal í golfskálanum
,
en Halli bæjó er okkar maður. við
höfum fulla trú á hans hæfileikum og
hann hefur sýnt í gegnum tíðina hvers
megnugur hann er.
Hann er voldugasti bæjarstjóri
mögulega allra tíma í Íslandssögunni o
g
hugsar um hag fólksins fyrst og fremst.
SteInar Sem þarF
nauðSynlega að velta:
• Hvað er Úrsúla búin að vera
gera seinustu misseri?
• Hversu langan tíma tekur
að klára þetta fótboltahús?
• Hvað er á döfinni hjá Steinda Jr?
• Hversu margir borga í raun
og veru fyrir aðgang að eldingu
sem stunda rækt þar?
• mun afturelding ná að halda
sér uppi í Inkasso?
• er Blackbox peninganna virði?
• er Halli bæjó „worth it“?
• Hvenær í andskotanum kemur
hollur veitingastaður í mosó?
• er Fortnite dauður?
• er umræðuvettvangur mosfellsbæjar
bara grúbba fyrir fólk til að
nöldra um hluti?
• er svona mikilvægt að taka
myndir af krökkum saman á vespu?
• Halli bæjó vs Hjalti Úrsus
í 100 m sprett?
þetta er svona smá innsýn í það hversu
þungum steinum við munum velta næs
tu
misseri. allar fyrirspurnir og kvartanir
berist á póstfangið steinaeyjan@gmail.
com. það eina sem við viljum er að fólk
sameinist í okkar fallega bæ.
Sigríður Guðmundsdóttir skorar á Leif Guðjónsson að deila með okkur næstu uppskrift
Sigríður Guðmundsdóttir deilir
hér með okkur uppskrift af
jarðarberjatertu að dönskum
hætti.
Innihald:
• 2 svampbotnar (ég hef keypt
tilbúna frá Myllunni 2 í pakka)
• 1 lítri rjómi
• 1 askja fersk jarðarber
• 500 gr rabbarbari (má hafa
verið frosinn)
• 1 stór dós jarðarber
Aðferð:
Rabbarbarinn er skorinn í
bita og settur í pott ásamt
jarðarberjum úr dósinni, ekki setja safann
af jarðarberjunum í pottinn. Soðið við
vægann hita þar til þetta er orðinn grautur
(ekki sulta), það má
setja smá safa úr
dósinni út í. Grauturinn
þarf síðan að kólna
alveg. Svampbotnarnir
er klofnir í tvennt
þannig að úr verða 4
botnar. Þeyta rjómann
létt - varast að hafa
hann of þykkan.
Þá er að setja tertuna
saman: botn – grautur
– rjómi endurtekið með
alla botnana. Efst eru svo
sett fersk jarðarber ofan
á rjómann.
Tertan er best nýlega sett saman.
Verði ykkur að góðu.
Jarðarberjaterta að dönskum hætti
steinakveðja
steinaeyjan
hjá SigrÍði
- Heyrst hefur...32
heyrSt hefur...
...að Bó Hall og Baggalútur séu meðal
þeirra sem ætla koma fram Í túninu
heima í lok ágúst.
...að Ragnheiður Ríkharðs hafi orðið
sjötug á dögunum.
...að verið sé að fara að endurnýja
fræðsluskiltin við hinar ýmsu
gönguleiðir í Mosó.
...að söngkonan Íris Hólm sé að
undirbúa tónleika þar sem hún
mun syngja lög Beyoncé.
...að Simmi Vill og Óli Valur séu að
undirbúa opnun pizzustaðar að
bandarískri fyrirmynd í gamla
Arionbankahúsinu ásamt Hlölla.
...að komin sé skólabjalla á Helgafells-
skóla sem ómi um hverfið.
...að bæjaryfirvöld hafi áhyggjur af
rafrettuþróuninni í Mosfellsbæ.
...að verið sé að reisa 7.000 fermetra
gróðrastöð í Mosfellsdal á vegum
Lambhaga og eigendur hafi
áhyggjur af fljúgandi golfkúlum frá
nágrönnum sínum í Bakkakoti.
...að Jökull í Kaleo hafi mætt með
sitt eigið rauðvín í brúðkaupið
til Gylfa Sig á Ítalíu.
...að áheitasöfnunin í WOW Cyclothon
hafi verið til styrktar Reykjadal og
hafi safnast yfir sjö milljónir.
...að lögreglan hafi stoppað kannabis-
ræktun í Blikahöfða á dögunum.
...að búið sé að setja upp sjálfs-
afgreiðslukassa í Krónunni.
...að Guðbjörn og Ingibjörg séu
að fara gifta sig í sumar.
...að Jogvan sé á hækjum.
...að túristar og aðrir gestir séu
ekki ánægðir með að finna ekki
upplýsingamiðstöð í Mosó.
...að slátturtraktornum af Varmárvelli
hafi verið stolið.
...að meistaramót Golfklúbbsins
standi nú sem hæst.
...að Ingvar læknir sé hættur á
Heilsugæslunni í Mosó.
...að sérsveitin hafi verið kölluð
til í Leirutanganum á dögunum
þar sem saklaus maður var leiddur
út í járnum.
...að Gunnsa og Bibbi séu að
verða afi og amma
...að Ásta Margrét hafi farið holu í
höggi á Bakkakotsvelli.
...að Simmi Vill sé orðinn talsmaður
FESK, félags í eigu svína-, eggja-
og kjúklingabænda.
...að Lára og Brynjar eigi von
á jólabarni.
...að Heilsugæslan muni flytja í
nýtt og glæsilegt húsnæði neðst í
Krikahverfinu í lok næsta árs. Þar
muni einnig verða apótek og önnur
heilsutengd þjónusta.
...að Grímur Gunnarsson tónlistar-
maður sé að flytja í Mosfellsbæ
með fjölskyldu sinni.
mosfellingur@mosfellingur.is
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Jóhann Dagur Sigurjónsson fæddist
2. nóvember 2018. Foreldrar eru
Sigurjón Jóhannsson og Sigurbjörg
Jóhannsdóttir. Fjölskyldan býr í
tröllateigi 19.
Boltinn í Beinni
birkir og eyþór