Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 2
°
°2 Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson.
Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðars -
son & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent . Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47.
Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Ísjakanum,
verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun,
notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Sjómannadagurinn í
minningu Sigmunds:
Fjölbreytt
dagskrá
Framundan er sjómannadags -
helgin og sem fyrr er dagskrá
hátíðahaldanna fjölbreytt og
skemmtileg. Sjómannadagsráð
hefur veg og vanda af hátíða -
höldunum en þeir hafa ákveðið
að heiðra minningu Sigmunds
Jóhannssonar, sem var mikill
áhugamaður um öryggi sjó -
manna.
Dagskráin hefst snemma á
föstudagsmorgni með Opna
sjóaramótinu í golfi, knatt -
spyrnumóti áhafna og Minning -
ar leik Steingríms Jóhannes -
sonar .
Tvær ljósmyndasýningar
verða og um kvöldið verður
Árni Johnsen með sitt árlega
söngkvöld í Akóges og rokkað í
Höllinni.
Dagskrá laugardagsins hefst
þegar Karl Gauti Hjaltason
verður með fyrirlestur um
stjörnu fræði. Sjómannafjörið
verður á Básaskersbryggju en
ekki í Friðarhöfn. Klukkan
15:00 mun Guggi Matt segja
sjóarasögur í Byggðasafninu og
Arnfinnur Friðriksson þenja
nikkuna. Foreign Monk eys
halda tónleika í gamla vigt -
arhúsinu og kynna væntanlegan
disk. Um kvöldið verður svo
hátíðarsamkoma í Höllinni með
glæsilegri dagskrá. Veislustjóri
er Gísli Einarsson, Landamaður
og hljómsveitin Brimnes mun
svo trylla lýðinn á balli um nót-
tina.
Sjálfur sjómannadagurinn
verður svo með hefðbundnu
sniði með sjómannamessu,
minningarathöfn við minnis-
varða hrapaðra og drukknaðra
og hátíðardagskrá á Stakka -
gerðistúni með verðlaunaaf -
hendingu, hátíðarræðu og ýmsu
öðru fyrir fólk á öllum aldri.
Sjómanna -
söngur
Hinn árlegi sjómannasöngur í
upphafi sjómannadags verður í
Akóges nk. föstudag kl. 22-02.
Landsliðsmenn Eyjanna í
hljóðfæraleik og söng slaka og
hífa eftir lóðningum og sungið
verður dátt að vanda í fjöl-
skipuðum kór tónleikagesta.
Sjómannasöngurinn í Akóges,
sem Árni Johnsen hefur staðið
fyrir um árabil, markar upphaf
sjómannadagshelgarinnar og
blússandi stemmning fylgir. Í
bland eru síðan sögur á léttu
nótunum úr umhverfi sjómanna
og óvæntir gestir líta við. Takið
þátt í að sjósetja sjómannadag -
inn í Akoges.
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu við
frásögn af andláti Sigmunds
Jóhannssonar, teiknara og
uppfinningamanns í síðasta
tölublaði Frétta, að farið var
ranglega með nafn elsta sonar
hans. Saman áttu Sigmund og
Helga, kona hans tvo syni, þá
Hlyn og Ólaf Ragnar en fyrir
átti Sigmund Björn Braga.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
„Það er þyngra en tárum taki að
þurfa að greiða 1800 milljónir fyrir
eignir sem voru seldar á sem nemur
578 milljónum þegar leigugreiðslur
seinustu ára hafa verið dregnar frá,“
segir í greinargerð fulltrúa Sjálf -
stæðis flokksins í bæjarstjórn um
samning bæjarins við Eignarhalds -
félagið Fasteign sem nú gengur í
gegnum fjárhagslega endurskipu-
lagningu. Tap bæjarsjóðs er sam -
kvæmt þessu rúmar 1200 milljónir
króna. Kemur fram að samningurinn
hafi verið gerður í óþökk sjálf-
stæðismanna og er ábyrgðin sögð
vera hjá V-lista og B-lista sem
samþykktu samninginn á sínum
tíma gegn atkvæðum fulltrúa Sjálf -
stæðisflokks. Er það mat þeirra að
það komi sterklega til greina að lág-
marka áhættuna með því að kaupa
allar eignirnar til baka.
Þetta kom fram á síðasta fundi
bæjarstjórnar þar sem kom fram að
boðað hafði verið til hlutahafa -
fundar í Eignarhaldsfélaginu Fast -
eign hf þann 24. maí 2012. Fyrsta
mál á dagskrá fundarins samkomu-
lag um fjárhagslega endurskipu -
lagn ingu EFF.
Segjast hafa varað við
Fyrir bæjarstjórn lá greinargerð um
breytingar á EFF og úttekt Þrastar
Sigurðssonar, fjármálasérfræðings
hjá Capacent, á áhrifum breytts
fyrirkomulags á fjárhag og greiðslur
Vestmannaeyjabæjar vegna endur -
skipu lagningar á EFF og nýrra
leigu samninga bæjarins við EFF.
Fram kemur í fundargerð að
bæjarstjórn samþykki fjárhagslega
endurskipulagningu EFF í samræmi
við framlögð gögn. „Bæjarstjórn
samþykkir jafnframt að fella eldri
leigusamninga við EFF úr gildi og
taka upp nýja leigusamninga í sam-
ræmi við framlögð gögn. Bæjar -
stjórn fól Gunnlaugi Grettissyni
bæjarfulltrúa að fara með atkvæði
Vestmannaeyjabæjar á hluthafa -
fundi EFF þann 24. maí nk. þar sem
tekin verður afstaða til umræddra
breytinga af hálfu EFF,“ segir í
fundargerð og var þetta samþykkt
með sjö samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
létu bóka eftirfarandi:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks -
ins vísa ábyrgð samnings við Fast -
eign hf. alfarið á samstarf V-lista og
B-lista á þar síðasta kjörtímabili. Á
þeim tíma börðust bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins með oddi og
egg gegn þátttöku Vestmannaeyja -
bæjar í Fasteign hf. Bentu þeir
ítrekað á gengisáhættu og óhag -
stæða skilmála fyrir leigutaka. Allt
kom fyrir ekki og illu heilli varð
niðurstaðan sú að eignir bæjarins
voru seldar inn í hlutafélagið Fast -
eign gegn 30 ára leigu samningum.
Um leið valdi þáver andi meirihluti
að kaupa hlutafé í félaginu fyrir á
annað hundrað milljónir sem nú
liggur fyrir að er einskis virði og
verður afskrifað með öllu.
Þegar litið er til niðurstöðunnar úr
þeim samningi sem V listi og B listi
gerðu, þrátt fyrir varnaðarorð Sjálf -
stæðisflokks, liggur fyrir að leigu-
greiðslur til Fasteignar á verðlagi
hvers árs frá árinu 2004 til apríl
2012 eru orðnar 1058 milljón
krónur og núvirt á verðlagi apríl
2012 eru þetta 1288 milljónir.
Á sínum tíma greiddi Fasteign hf.
Vestmannaeyjabæ 962 milljónir,
núvirt á verðlagi apríl 2012 er þetta
um 1572 milljónir. Samantekið þá
hefur Vestmannaeyjabær á þessum
átta árum því greitt stóran hluta af
kaupverðinu til baka í formi leigu,
sé það skoðað á verðlagi hvers árs.
Séu allar greiðslur, leiga og kaup -
verð, uppreiknaðar á verðlagi apríl
2012 þá höfum við einungis fengið
krónur 578 milljónir fyrir allar þær
eignir sem við nú þurfum að skuld-
binda okkur fyrir 1800 milljónir
fyrir og enn eru tugir ára eftir af
samningnum. Ástæða er einnig til
að benda á að um 80% af þessari
skuldbindingu er tengdur við evru
og ber því með sér gríðarlega
gengisáhættu.
Á einungis átta árum höfum við því
nokkurn veginn greitt til baka til
Fasteignar þá fjármuni sem við
fengum fyrir eignir okkar. Það er
því ljóst að skaðinn af þessari
ákvörðun verður mikill enda var þar
glannalega farið. Skylda núverandi
bæjarfulltrúa er að leita allra leiða til
að lágmarka tap Vestmannaeyja -
bæjar og kemur þar sterklega til
greina að lágmarka áhættuna með
því að kaupa allar eignirnar til baka.
Það er samt þyngra en tárum taki að
þurfa að greiða 1800 milljónir fyrir
eignir sem voru seldar á sem nemur
578 milljónum þegar leigugreiðslur
seinustu ára hafa verið dregnar frá,“
segir í bók un sjáfstæðismanna sem
Páley Borg þórs dóttir, Páll Marvin
Jóns son, Elliði Vignisson og
Gunnlaugur Grettisson skrifuðu
undir.
Bæjarstjórn - Fjárhagsleg endurskipulagning á Fasteign hf.
Tap Vestmanneyjabæjar
rúmar 1200 milljónir
-Hlustuðu ekki á varnaðarorð okkar, segja sjálfstæðismenn sem vísa ábyrgðinni á V-
lista og B-lista sem voru í meirihluta þegar samningurinn var gerður - Kemur þar
sterklega til greina að lágmarka áhættuna með því að kaupa allar eignirnar til baka
BARNASKÓLINN var ein af fasteignum bæjarins sem Fasteign keypti 2004 og Vestmannaeyjabær leigði.
Þær fasteignir sem Fasteign á í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær leigir til baka eru Barnaskóli,
Hamarsskóli, Félagsheimilið við Heiðarveg, Leikskólarnir Kirkjugerði, Sóli, Rauðagerði, Týsheimilið,
Þórsheimilið og Safnahús.
„Ef ég er látinn þá er ég vel látinn,“
sagði Magnús Magnússon sem
sagður var látinn í 50 ára afmælis-
blaði SJÓVE sem fylgdi Fréttum í
síðustu viku. Þar var ofsögum sagt
að Magnús væri látinn eins og kom
berlega í ljós þegar blaðamaður
heimsótti hann á Hraunbúðir í
vikunni. Þar segist hann lifa eins og
blómi í eggi og hafi yfir engu að
kvarta.
„Fyrir gamla fyllibyttu eins og
mig er þetta eins og að vera í
himna ríki þó ég sé ekki kominn á
meðal englanna, eins og ein hjúkr -
unarkonan sagði við mig eftir að
þetta kom í blaðinu,“ sagði Magnús
og hló við.
Magnús er orðinn 85 ára og ber
aldurinn einstaklega vel, hress og
kátur.
„Karl eins og ég get búist við
öllu, það væri mjög þægilegt að
deyja svona en hér er ég enn.“
Hann vill ekki gera mikið úr
ótímabærri frétt af andláti sínu, það
sé bara villa sem nú sé verið að
leiðrétta. Honum er aftur á móti
tíðrætt um atlætið á Hraunbúðum
sem hann segir einstakt. „Það er
bankað klukkan átta á morgnana og
spurt hvort maður vilji morgun-
matinn í rúmið eða koma fram og
borða með hinum. Ísfirðingurinn í
mér rekur mig fram úr og í
félagsskapinn sem maður fær hér.
Hér er huggu legt starfsfólk og
viðmótið þannig að maður upplifir
sig aldrei sem ræfil, sem er ekki
lítils virði.
Magnús var kvæntur Aðalbjörgu
Bergmundsdóttur heitinni, Öllu í
Borgarhól og eiga þau dótt urina
Elínu Helgu en fyrir átti Alla níu
börn. Sjálfur átti Magnús börn
fyrir. „Þau eru öll mjög góð við
mig og stelpurnar létu mig kaupa
flatskjá svo ég geti fylgst með
ensku knattspyrnunni. Ég er með
myndir af krökkunum og hér fer
vel um mig,“ sagði Magnús og
bendir á vistlegt herbergið sitt.
„Mér hefur sjaldan liðið betur og
nýt þess að vera hér með öllu þessu
góða fólki,“ sagði Magnús að
endingu.
Ótímabærar fréttir af andláti Magnúsar