Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 27
27Fréttir / Fimmtudagur 31 maí 2012 °
°
Vignir Svafarsson er vélstjóri um
borð í Heimaey VE en hann sigldi
með skipinu frá Chile til Eyja.
Vignir, sem er 27 ára, er í sambúð
með Arndísi Báru Ingimarsdóttur
en hún átti fyrir soninn Ísak Elí,
sem verður 10 ára í ár. Vignir var
nýkominn af golfvellinum þegar
blaðamaður settist niður með hon -
um en þetta var var fyrsti frí dag -
urinn hjá honum síðan Heimaey
kom til Eyja.
Ekki í fyrsta sinn á Heimaey
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Vignir er um borð í Heimaey, því
hann reri á gömlu Heimaey sem
Ísfélagið gerði út fyrir nokkrum
árum. Sá bátur á í raun og veru
ekkert skylt við nýja skipið nema
nafnið. „Ég byrjaði á sjó 16 ára
gamall, 2001 þegar ég fór tvo túra
með Dala-Rafni. Árið eftir var ég
svo allt sumarið á gömlu Heimaey,
var þar vélstjóri og áfram næstu tvö
sumur. Síðan færði ég mig yfir á
Sigurð VE, gömlu Álsey, sem var
áður Bergur og svo þegar nýja
Álsey kom, þá færði ég mig yfir á
hana. Fyrst leysti ég af en ára -
mótin 2009 til 2010 fékk ég fast
pláss þar og var um borð þar til í
lok loðnuvertíðarinnar núna þegar
þessar breytingar verða,“ sagði
Vignir.
Varstu alltaf ákveðinn í að fara á
sjó og verða vélstjóri þegar þú
varst yngri?
„Já, það má segja að snemma hafi
ég ákveðið að fara í vélskólann. Ég
hafði alla tíð mikinn áhuga á vél -
búnaði og ef ég fékk t.d. fjarstýrðan
bíl, þá fannst mér miklu skemmti -
legra að skoða hvað væri inni í
honum heldur en að keyra hann.
Ég var þess vegna fljótlega búinn
að rífa í sundur alla bíla sem ég
fékk til að skoða þá að innan.
Mér fannst vélstjórastarfið líka
spennandi, þú veist í raun og veru
aldrei í hverju þú lendir,“ sagði
Vignir sem fékk mikla og góða eld-
skírn um borð í gömlu Heimaey
VE, sem var ekki eitt af glæsi -
legustu skipum íslenska flotans.
„Það var sérstakt skip og maður
gekk í raun og veru á veggjum, því
hún valt svo mikið. En þetta var
skemmtilegur tími. Áður en ég fór
um borð í Heimaey, fór ég einn túr
með Drangavík VE og eftir hann
hét ég því að fara aldrei aftur á sjó.
Ég hélt ég væri að deyja þarna um
borð því ég varð svo hrikalega sjó -
veikur. Ég varð einu sinni sjó -
veikur um borð í Heimaey en svo
var það bara búið. Ætli ég hafi
ekki sjóast frekar hratt um borð í
gömlu Heimaeynni,“ sagði Vignir
og brosti.
Aðbúnaður fyrsta flokks
Vignir tók fyrstu tvö stig vélstjór -
ans strax að loknu grunnskólaprófi
við Framhaldsskólann í Vestmanna -
eyjum. Í kjölfarið fór hann svo í
Tækniskólann þar sem hann lauk
þriðja og fjórða stiginu og lauk svo
sveinsprófi 2009. Hann neitar því
ekki að hann hafi verið mjög hepp -
inn að komast að í nýjasta og flott -
asta skipi flotans. „Ég er bara
mjög ánægður með það. Ég veit
auðvitað ekki nákvæmlega hvernig
þetta fór fram en ég var auðvitað
hjá Óla á Álsey. Hann hringdi í
mig og spurði hvort ég væri til í að
sækja Heimaey til Chíle og vera
svo áfram þar um borð. Því var
fljótsvarað enda sagði ég já strax.“
Er Heimaey svona flott skip?
„Já, ekki spurning. Eins og það
sem snýr að okkur vélstjórunum, þá
er öll stjórnun og stýringar af flott -
ustu gerð. Þú finnur ekki flottara
skip á Íslandi og allur aðbúnaður
þarna um borð er fyrsta flokks.
Þetta er svolítið annað en að vera á
gömlu Heimaeynni. Hún hefði
getað komist fyrir einhvers staðar
þarna um borð,“ sagði Vignir og
glotti.
Mikil törn
Hann neitar því ekki að eftir að
Ísfélagið hafi fengið skipið afhent,
hafi tekið við annasamir dagar.
„Það er margt sem við verðum að
læra og í raun og veru höfum við
ekki tekið okkur frí fyrr en núna
um hvítasunnuna. Þarna um borð
er margt nýtt fyrir mér en það er
búið að vera mjög gaman að takast
á við þetta, þótt maður sé orðinn
svolítið lúinn eftir mikla törn frá
því að við tókum við skipinu í
Chíle. Heimsiglingin ein og sér var
ágætis skóli enda kom ég í fyrsta
sinn um borð fjórum dögum áður
en við sigldum af stað. Það var
svolítið ógnvekjandi en á sama tíma
spennandi. Svo var gríðarlegur hiti
á leiðinni þannig að þetta var mikið
ævintýri.“
Þið eruð búnir að prófa búnaðinn
við Eyjar. Hvernig gekk?
„Þetta gekk í raun og veru vonum
framar. Allur búnaðurinn virkaði
eins og hann átti að gera, spilbún -
aður og annað, og þetta gekk von -
um framar, bæði að kasta trollinu
og draga nótina. Vélbúnaðurinn
hefur líka reynst mjög vel nema
það voru smávægilegir gallar í
kælikerfinu en það var bara lagað
þegar gallinn kom í ljós. Það var
fjölmennt um borð í þessum prufu -
túrum, þarna voru aðilar frá þeim
sem seldu okkur vélbúnaðinn að
fylgjast með og sýna okkur hvernig
þetta virkar.“
Kann vel við Óla
Er uppsjávarveiði skemmtilegasti
veiðiskapurinn?
„Já, mér finnst það. Nótaveiðin er
toppurinn, mesta spennan í því og
vertíðarstemmning sem myndast á
nótaveiðunum. Við vélstjórarnir
tökum alveg þátt í þessu þótt við
séum ekki með ákveðna stöðu úti á
dekki. Það er alveg jafn mikið að
gera hjá okkur, ef ekki meira, þótt
við séum ekki að draga teina úti á
dekki. Við sjáum t.d. um kæling -
una, höfum tankana klára og það
þarf að sinna einu og öðru. Þetta
skip er stórt og mikill búnaður um
borð. Öllum þessum búnaði þarf
að sinna og það lendir á okkur.“
Hvernig er svo að róa með Óla?
„Ég kann mjög vel við það enda
er hann sallarólegur, karlinn. Hann
hefði væntanlega valið annan en
mig ef samstarfið hjá okkur væri
ekki í lagi þannig að ég er mjög
ánægður þarna um borð,“ sagði
Vignir að lokum.
Júlíus Ingason-
julius@eyjafrettir.is
Vignir Svafarsson er vélstjóri á Heimaey VE 1:
Stórt stökk frá gömlu
Heimaey yfir á þá nýju
STOLT AMMA Sandra Ísleifsdóttir tók á móti Vigni sínum þegar þeir komu að utan.
Nótaveiðin er toppurinn, mesta spennan
í því og vertíðarstemmning sem myndast.
Við vélstjórarnir tökum alveg þátt í þessu
þótt við séum ekki með ákveðna stöðu úti
á dekki. Það er alveg jafn mikið að gera
hjá okkur, ef ekki meira, þótt við séum
ekki að draga teina úti á dekki.
”