Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 12
Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 201212 °
°
Fyrstu Íslendingarnir sem létust í
síðari heimstyrjöldinni komu frá
Eyjum. Þetta voru þeir Þórarinn
Sigurður Thorlacius Magnússon frá
Hvammi, Haraldur Bjarnfreðsson
frá Efri Steinsmýri í Meðallandi og
Guðmundur Eiríksson frá Dverga -
steini en þeir drukknuðu þegar
norska flutningaskipinu Bisp var
sökkt af þýskum kafbáti árið 1940.
Þremenninganna verður minnst við
Minnisvarða hrapaðra og drukkn -
aðra á sunnudaginn. Ólafur Ragn -
ars son tók saman upplýsingar sem
birtast hér að neðan.
Fyrir rétt rúmum 72 árum eða 20.
janúar 1940 lagði norskt flutninga -
skip af stað frá Sunderland áleiðis
til Åndalsnes í Noregi. Farmurinn
var kol. Skipið hét Bisp og var með
heimahöfn í Haugasundi Noregi.
Eigandi skipsins var O. Kvilhaug
Åndalsnes við Haugasund en skipið
var mikið í Íslandssiglingum með
saltfisk, salt og kol.
Útgerðarmaðurinn hafði haft fleiri
skip í Íslandssiglingum og í strand-
ferðum. Skip hans Ulv hafði farist
með manni og mús á Húnaflóa m.a.
með íslenskum farþega, kaup manni
frá Siglufirði. Skipstjóri á Ulv var
sonur O. Kvilhaug og hafði kona
hans verið með honum þessa ferð.
Bisp var byggt hjá Sunderland
SB Co South Dock Englandi 1889
fyrir enskan aðila, C. Furness og
hét fyrst Thuro City. Skipið var
998 t, 64 metra langt og 9,2 metra
breitt. 1890 var skipið svo selt til
Noregs og fékk nafnið Normandie.
1913 komst skipið í eigum O.
Kvilhaug og fékk nafnið Bisp.
Sem fyrr sagði var skipið mikið í
Íslands ferðum. Skipstjóri á skipinu
hét Rolf Kvilhaug og var sonur
útgerð armannsins. Annar stýri-
maður var einnig sonur útgerðar-
mansins og hét Sverre.
Ógn í undirdjúpinu
Skipinu er svo sökkt, sennilega 24.
janúar 1940, af þýskum kafbáti (U
23). Í fyrstu var talið að U 23,
undir stjórn Otto Kretschmer hefði
sökkt skipinu 23. janúar en annað
hefur komið í ljós.
Klukkan 20:20 þann 23. janúar
kom Otto Kretschmer auga á
gufuskip í sjónpípu sinni á 59°59 0
N og 000°10 0 W. Hann gerði árás
á skipið en fyrsta árásin mistókst
því tundurskeytið sat fast í tundur -
skeytarörinu.
Klukkan 22:13 gerði kafbáturinn
aðra árás sem líka mistókst.
Kretschmer fylgdi skipinu eftir og
beið færis. Daginn eftir, klukkan
18:14 gerði kafbáturinn þriðju
árásina á 59°29 0 N og sökk skipið
klukkan 19:08. Þarna mun hafa
verið um að ræða norska gufuskip-
ið Varild, skip sem var mikið í
Íslandssiglingum. En Varild var á
leiðinni frá Horten í Noregi til
Shetlandseyja.
Nú víkur sögunni að U 18 sem
var undir stjórn Ernst Mengersen.
Þann 24. janúar klukkan 00:50 sá
Mengersen í sjónpípu sinni gufu -
skip á 58°29 0 N 000 °10 W.
Skipið sigldi án siglingaljósa og
sigldi í krákustígum, eftir því sem
fram kemur í skýrslu sem skráð var
af Mengersen. Hann elti skipið á
kafbát sínum en alltof bjart var til
árásar. Klukkan 6:49 skaut hann
svo tundurskeyti að skipinu en hitti
ekki. Klukkan 7:01 skaut hann
einu tundurskeyti til og hitti nú.
Þarna mun hafa verið um Bisp að
ræða og hlaut áhöfnin hina votu
gröf þann morguninn árið 1940.
Forsaga
1939 var Bisp statt í Vestmanna -
eyjum og losaði kol. Þá réðust þrír
Íslendingar á það. Þeirra elstur var
Þórarinn Sigurður Thorlacius
Magn ússon frá Hvammi Vest -
manna eyjum, fæddur 27.11 1906,
kvæntur og 2ja barna faðir.
Eiginkona hans var Anna Hall -
dórsdóttir (11.07. 1916) og börn
þeirra voru Guðrún Ársæl (15.01
1931) og Bergsteinn Theódór (1.11
1933, dáinn 12.08 1991). Þórarinn
var harðduglegur sjómaður en aðal -
ástæðan fyrir því að hann réðist á
skipið var að tekjur á svona skipum
heilluðu. Ætlaði hann sér að safna
peningum til að setja í kaup á bát.
Þórarinn átti systur í Vestmanna -
eyjum, Önnu Sigrid Magnúsdóttur,
móður Þórarins Sigurðar Sigurðs -
sonar, rafvirkjameistara og athafna-
manns í Vestmannaeyjum.
Þegar Anna gekk með Þórarin,
vitjaði Þórarinn systur sinnar í
draumi og vildi komast inn til
hennar. En hann komst aldrei nema
hálfur inn. Anna réði drauminn
þannig að bróðir hennar hafi verið
að vitja nafns en þegar hún lét skíra
son sinn sleppti hún síðasta nafn-
inu. Drengurinn var skírður Þór -
arinn Sigurður.
Næstelstur af þremenningunum
var Haraldur Bjarnfreðsson frá Efri
Steinsmýri í Meðallandi (23.12
1918). Hann var ókvæntur og
barnlaus. Haraldur var bróðir hins
kunna fjölmiðlamanns Magnúsar
Bjarnfreðssonar og þeirra fjöl -
mörgu systkina.
Yngstur var svo Guðmundur
Eiríksson frá Dvergasteini í
Vestmannaeyjum (30.05 1919)
Hann var einnig ókvæntur og barn-
laus. Guðmundur var bróðir
Þórarins Eiríkssonar sem gekk
undir nafninu Lalli og ávallt kennd -
ur við bát sinn Sæfaxa.
Þessir þrír menn voru ekki einu
Vestmannaeyingarnir sem höfðu
siglt á Bisp.
Þegar þetta gerðist höfðu tveir
aðrir menn þaðan verið á því að
minnsta kosti í 3 ár þar á undan en
höfðu hætt á skipinu um haustið.
Þetta voru þeir Skarphéðinn Vil -
mundarson (25.01 1912) og Hannes
Tómasson frá Höfn (17.06 1913).
Yfir 400 Íslendingar fórust
Fyrrgreindir þrír menn þ.e.a.s
Þórarinn, Haraldur og Guðmundur
voru fyrstu Íslendingarnir, búsettir
hér á landi, til að týna lífi í hinum
ægilega hildarleik sem seinni heim-
styrjöldin var. Að vísu hafði einn
íslenskur ríkisborgari, Robert
Bender, farist af dönsku skipi en
Robert hafði verið búsettur í Dan -
mörku í mörg ár. Rúmlega 400
íslenskir sjómenn týndu lífi í
hildarleiknum.
Þess ber að geta að þegar Bisp var
sökkt var Noregur yfirlýst „hlut-
laust“ ríki. En Þjóðverjar höfðu sett
hafnbann á England og Bisp hafði
verið verið í skipalest „Convoy
HN“ frá Noregi til Englands í
desember 1939. Þrátt fyrir að
Þjóðverjar hefðu haft vitnesku um
það þá, er bara talað um „steamer“
eða gufuskip í tilfellum Bisp og
Varild í fyrstu skýrslum Þjóðverja
um endalok þessara skipa.
Endalok kafbátaforinganna og
bátanna urðu þessi: Otto
Kretschmer, foringi á U 23, lést 5.
ágúst 1998 og Ernst Mengersen,
foringi á U 18, lést 6. nóvember
1995. Hvað kafbátana sjálfa
snertir, þá skemmdist U 18 mikið í
Constanza í Rúmeníu í lok styrj -
aldarinnar þegar Rússar gerðu árás
á höfnina. Skipverjarnir sökktu
kafbátnum upp úr því. Rússar náðu
honum hins vegar aftur upp og
notuðu til 1947 að þeir sökktu
honum út af Sevastopol. Endalok
U 23 urðu þau að áhöfnin gafst upp
fyrir Rússum eftir að hafa sökkt
bátnum á 41°11 N 030°00 A.
Í seinni heimsstyrjöldinni var 5.150
skipum bandamanna sökkt en af
þeim var 2.828 skipum sökkt af
kafbátum öxulveldanna.
Ólafur Ragnarsson.
Þess ber að geta að þegar Bisp var sökkt
var Noregur yfirlýst „hlutlaust“ ríki. En
þjóðverjar höfðu sett hafnbann á England
og Bisp hafði verið verið í skipalest
„Convoy HN“ frá Noregi til Englands í
desember 1939.
”
Fyrstu sjómennirnir sem fórust í seinni
heimsstyrjöldinni voru frá Eyjum
-Ólafur Ragnarsson tók saman pistil um sögu þeirra - Yfir 400 Íslendingar fórust
BISP var mikið í Íslands ferðum.
Guðmundur. Haraldur. Þórarinn.
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja
árið 2012 er komið út en blaðið
fer í sölu í lok vikunnar á öllum
betri sölustöðum í Eyjum og á
Grandakaffi í Reykjavík. Blaðið
er að vanda afar efnisríkt en í ár er
öryggismálum sjómanna gefinn
sérstakur gaumur. Þannig er litið í
heimsókn í Slysavarnaskóla sjó-
manna og rætt við Hilmar
Snorrason, skólastjóra. Sigmar
Þór Sveinbjörnsson fer yfir
fækkun dauðaslysa á sjó undan-
farin ár í myndarlegri grein auk
þess sem kafað er í söguna og rifj -
aður upp sjávarháski Sigurðar
Ingimundarsonar, formanns, í
árdaga vélbátaútgerðar í Eyjum.
Birtur er kafli úr BA-ritgerð
Hrefnu Valdísar Gunnarsdóttir
sem hún skrifaði í þjóðfræði við
Háskóla Íslands en ritgerðin fjallar
um sögu sjómannadagsins, bæði í
Eyjum og annarsstaðar. Friðrik
Björgvinsson fer yfir endurbygg -
ingu hafnarmannvirkja í Eyjum,
fylgst er með loðnutúr í gegnum
linsu Óskars Péturs Friðrikssonar
um borð í Íslfeifi VE og rætt er
við Tryggva Sigurðsson, sem
heldur úti vefnum Bátar og skip
með ýmsum fróðleik um gamla
báta. Ágúst Halldórsson ræðir við
Auðunn Jörgensson og Kjartan
Bergsteinsson segir frá fyrstu
íslensku sjómönnunum sem fórust
í síðari heimsstyrjöldinni en þeir
voru frá Vestmannaeyjum. Þá er
blaðið ríkulega myndskreytt með
myndum frá sjómönnum. Ritstjóri
Sjómannadagsblaðsins er Júlíus G.
Ingason en í ritstjórn eru þeir
Þorbjörn Víglundsson og Ágúst
Halldórsson.
KÁPA Sjómannadagsblaðsins
2012.
Sjómannadagsblaðið fjölbreytt að vanda