Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 14
Nú er starfsárinu að ljúka og höfum við Eykyndilskonur verið afar gjafmildar. Í haust fengu öll börn sem voru að byrja í skóla endurskinsmerki og fræðslu um mikilvægi þeirra. Hraunbúðir fengu 2 sjúkrarúm. Íþróttamiðstöðin ýmiskonar öryggistæki fyrir ágóða vorsöfnunar 2011. Öll 14 ára börn fengu reykskynjara og allir nýburar í Vestmannaeyjum kokmæli, endurskin á vagninn sinn og ýmsa fræðslubæklinga auk þess sem við Eykyndilskonur tökum þátt í að gefa foreldrunum Angel care ör - yggisteppi. Á skóladegi Barna - skólans gáfum við 2 hjartastuðtæki, eitt í hvort skólahús og á hjóladeg - inum fengu öll 6 ára börn bjöllu á hjólin sín. Í síðustu viku gáfum við svo spilin Geymt en ekki gleymt og Átthagaspilið – Vestmannaeyjar á Hraunbúðir og á Sjúkrahúsið. Um leið og við þökkum bæjarbúum stuðninginn viljum við minna á vorsöfnun okkar sem nú stendur yfir og okkar frábæra kaffihlaðborð á sjómannadaginn en þetta eru okkar helstu fjáraflanir sem gera okkur kleift að halda áfram að vera gjafmildar og vinna að slysavör- num í bænum okkar. 14 Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012 ° ° Lítil kveðja til látins vinar sem ljúft er að minnast, sem sá allt hið skop - lega í lífsbaráttunni og gerði að því góðlátlegt grín í myndum sínum. Hann greindi alltaf bjarmann í gegnum mistur dagana og gerði með því tilveruna auðveldari. Sér við hlið hafði hann yndislega eigin - konu, með fjölskyldu sem stóð með honum til hinsta dags. En einn morgun í maí var lífs- bikarinn tæmdur hjá einum snjall - asta skopteiknara landsins, og þá hrönnuðust upp minningar um stórkostlegan mann sem glæddi umhverfi sitt glysi og gleði með góðlátlegu glensi, einkenni sem fylgdu hans persónuleika þá er hann hlaut í vöggugjöf. Jafnvel þekktir grínleikarar féllu í skuggann við nálægð hans. Á lífs - hlaupi sínu skilaði hann miklum auði til framtíðarinnar og í þeim sjóði er hans frjóu uppfinningar sem margur maðurinn á svo mikið að þakka, þó einkum sjómanna - stéttin en þeim samtökum ljáði hann krafta sína til hinstu stundar. Reyndar landslýður allur, fólkið í landinu, þekkti Sigmund gegnum háðslegar skopteikningar sínar sem eru miklar að vöxtum í einu víð - l esnasta fréttablaði landsins, sem hann þjónaði í áratugi við góðan orðstír, lesendur þess blaðs dáðu hann og var hann sem goðsögn í augum þeirra. Myndir hans voru það fyrsta sem skoðað var þegar blaðinu var flett. Því voru það honum mikil von- brigði, þegar einhverjir aulabárðar á ritstjórninni settu fram kröfur sem þrengdu svo að sköpunargáfu hans og vettvangi að hann lagði teikni - pennann frá sér og fleygði þeim áhöldum frá sér. Og þegar hans naut ekki lengur við á blaðinu sögðu margir lesendur þess upp sinni áskrift. Menn skyldu ekki leyfa sér að segja honum fyrir verkum. Seinna meir var svo reynt að fá hann til liðs við blaðið en þá var það ekki til viðræðu af hans hálfu. Þótt einhverjar friðardúfur reyndu að friðmælast höfðu þær ekki er - indi, sem erfiði. Það fyrnist seint, sem særist stoltið. Saga Sigmunds er saga ævintýra, sem eflaust verður skrifuð síðar meir og að hlýða á hann segja frá ferðum sínum vítt um heiminn var, sem sagan lifnaði við og urðum sem þátttakendur í ferðalögum hans heimshorna á milli, hvort sem leiðin lægi um þver og endilöng Bandaríkin með Hlyni syni sínum og sonum okkar Páli og Tómasi, þá var sem maður skynjaði niðinn frá Grand Canyon gljúfrinu. Eða síðar á siglingu á stærsta skemmtiferða - skipi heimsins á þessum árum, ‘Golden Princess‘ fundum við fyrir fjölbreytileikanum um borð og and- varanum um Miðjarðarhafið, þá var okkar maður í essinu sínu þegar hann hreyfði við undrandi áheyr - endum. Og það var einmitt í gegnum kunn ingsskap sona okkar og Hlyns sem við urðum heimilisvinir Helgu og Sigmunds. Það er okkur mikill auður að hafa kynnst slíkum manni, og fjölskyldu hans sem er okkur mjög kær og hefur sýnt okkur mikla vinasemd og vinfengi. Það er margs að sakna eins og heim- boðana á bolludögum sem var um tíma árviss viðburður okkur hjón - um til mikillar ánægju. En nú er skarð fyrir skildi og heimili þeirra á Brekastígnum, sem svo oft leiftraði af gleði er nú þögult og ómur þeirra stunda fjarar út í fjarlægðinni. Nú er sköpunar - gáfu Sigmunds beint á önnur mið, og á siglingu sinni til fjarlægari eilifðarvídda veltir hann því kannski fyrir sér hvort einhvern tímann renni upp sú stund að hinn risvaxni steinkross, sem hann var búinn að gera módel af og sem einu sinni átti að reisa austur á nýja - hrauni fyrir opnu hafi og blasi við þeim sem sækja eyjarnar heim verði að veruleika. Það mun framtíðin skera úr um hvort verði. Öllum ættingjum Sigmunds og Helgu vottum við samúð okkar. Minningin um stórkostlegan mann mun sefa sorgir ykkar. Kristinn Viðar Pálsson og Hrefna Tómasdóttir Hún er komin! Já það var mikið fjör þegar Stella frænka kom í heimsókn til okkar. Stella var föðursystir mín og bjó stærsta hluta ævi sinnar í Bretlandi. Gaman að sjá ykkur krakkar, hvað þið hafið stækkað og eruð flott. Það var eins og jólin væru gengin í garð þegar hún birtist með sinn ferska blæ og jákvæðni. Þetta er bara brot af minningum mínum um hana Stellu sem elskaði landið sitt Ísland heitt og Vestmannaeyjar áttu hjarta hennar alla tíð. Stella var ein af dætrum Vatnsdals og sem hluti af þeirri fjölskyldu kveð ég þig Stella með virðingu og þökk fyrir allt sem þú varst okkur í gegnum tíðina. Ég vil votta pabba mínum og syst - kinum hans, Eddu dóttur Stellu og dóttursyni Andra samúð. Stella verður alkomin heim þegar systkini hennar koma með jarðneskar leifar hennar og leggja til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum 31. maí. nk. Þar mun hún hvíla á á eyjunni sinni kæru sem hún elskaði út fyrir endimörk veraldar. Megi góður Guð blessa minningu minnar kæru frænku. Þinn bróðursonur, Gylfi Sigurðsson Stella Sigurðar Brown Mig langar í nokkrum orð - um að minnast frænku minn - ar, sem lést á sjúkrahúsi í Bretlandi 3. febrúar 2012. Hún var fædd 31. maí 1921 og var kölluð Stella Sigurðar Brown. Hún var gift breskum manni og bjó í Bretlandi svo til öll sín starfsár. Eina dóttur eignuðust þau og svo skemmtilega vildi til að hún fæddist þann 17. júní 1944 og var skírð Edda Brown. Foreldrar Stellu voru Ágústa Þorgerður Högnadóttir frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum og Sigurður Oddgeirsson, prests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Frá barnæsku átti hún sitt draumaland en það voru einmitt Vestmannaeyjar, sem hún elskaði og dáði og dýrasta djásnið var sjálfur Heimaklettur með sitt 283 m standberg á norðurhlið. Stella og Anna systir hennar, sem var ári yngri, voru mjög samrýmdar og nutu þess í ríkum mæli, að komast til afa síns í Vatnsdal í Vestmannaeyjum. Þær ólust upp í Reykjavík ásamt fjórum yngri systkinum. Það er rétt að geta þess hér að yngsta systirin dó ung í Reykjavík og kom aldrei til Eyja. Hún hét Helga. Þau systkinin voru alla tíð aufúsir gestir í Vatnsdal og mikil tilhlökkun á hverju vori, að fá systkinin í heimsókn. Ekki var til - hlökkunin hjá systkinunum minni. Afi átti nefnilega svo margt skemmtilegt svo sem gamlan Ford VE 4 og hestana Jarp, Skjóna og Grána og kýr, kindur, hænsni og endur. Allt þetta heillaði Reykja - víkur börnin og sveitastörfin áttu vel við þau. Þó var mest gaman að leika sér í þurrheyinu og fá að velta böggunum inn í hlöðu. Það má hiklaust segja um þær systur, að um leið og skólahurðinni var skellt í lás um miðjan maí, voru þær ferðbúnar. En það var ekki nóg því engar fastar skipsferðir voru á þessum tíma til Eyja. Það þurfti oft að bíða lengi eftir skipsferð. Reyndar voru Esjan og Súðin á hringferð um landið og öðru hvoru kom norska skipið Lýra og danska skipið Dronning Alexandrine. Þegar systurnar stálpuðust, fóru þær að taka yngri systkinin með sér. Það voru þau Siggi, Svana og Hilmir, sem var talsvert yngri. Stella var ráðskonan og fórst henni það vel úr hendi. Hún var eins og góð móðir með börnin sín. Það var hrein unun að heyra og sjá hvernig hún hugsaði um og talaði við systkini sín. Svona gekk þetta sumar eftir sumar og allir voru kátir, glaðir og jákvæðir. Svo fluttist Stella til Englands og allir sáu eftir henni en hún bætti það upp með yndislegu bréfunum sínum. Nú að lokum vil ég þakka Stellu hennar stóra þátt í að gera æskusumrin í Vatnsdal að svo góðu veganesti út í lífið. Eftirmæli um góða frænku Brostinn hinn bjartasti strengur, með bergmálið mjúka og þýða. Hljómur þess heyrist ei lengur, í hjörtum þó geymist hann víða. Minning um konu og móður, mildi og ástina mestu. Vorblærinn ber hennar hróður, brosin og handtökin bestu. Hilmir Högnason Kristinn Viðar og Hrefna: Lítil kveðja til látins vinar Minning: Stella Sigurðardóttir frá Vatnsdal -F. 31. maí 1921, d. 10. febrúar 2012 Fréttatilkynning: Gjafmildar Eykyndilskonur Kiwanisklúbburinn Eldfell fagnaði á dögunum eins árs afmæli sínu. Af því tilefni var ákveðið að standa fyrir söfnun til að útbúa sjúkraklefa í varðskipinu Þór, glænýju varð - skipi okkar Íslendinga. Útbúa á sjúkraklefann með þeim tólum sem til staðar þurfa að vera, svo hægt sé með góðu móti að taka við slös - uðum eða veikum sjómönnum og öðrum þeim sem varðskipið bjargar úr lífsháska. Hugmyndin kviknaði eftir heim- sókn í Þór Jón Óskar Þórhallsson, forseti Kiwanisklúbbsins Eldfells, segir að hugmyndin um að standa fyrir söfn uninni hafi kviknað þegar fé - lagsmenn hafi heimsótt varðskipið Þór í vetur og haldið þar félags- fund. „Þegar Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, sýndi okkur skipið hátt og lágt, tókum við eftir því að mikið vantaði uppá að sjúkraklefi þess væri búinn nauðsynlegum búnaði. Á fundinum okkar um borð var kynnt möguleg fjáröflun fyrir styrktarsjóð klúbbsins með sölu minnislykla og þessu hreinlega sló svona skemmtilega saman þarna um borð og hafði engan veginn verið á teikniborðinu fram til þessa fundar. Flest allir félagar í klúbbn - um tengjast með einum eða öðrum hætti sjómönnum og vilja öryggi þeirra sem mest og best og þarna var hægt að gera betur,“ segir Jón Óskar og bætir við að hugmyndin hafi gerjast vel og sé komin á flegiferð með söfnuninni. „Einhverjir myndu segja að skipið ætti að hafa komið með þennan búnað kláran eftir smíði þess, en það er nú þannig með sjúkraklefann eins og heilbrigðisstofnanirnar okkar að þær reiða sig mjög á gjafir góðgerðarfélaga þegar kemur að tækjakaupum og erum við mjög fúsir að bregðast við þessari brýnu þörf,“ segir Jón Óskar. Markmiðið að safna 3 milljónum Félagar í Eldfelli hafa leitað til sjávarútvegsfyrirtækja og þjónustu- aðila þeirra og einnig til sjóman- nanna sjálfra, vina þeirra og ætting- ja með að styrkja framtakið. „Markmiðið okkar er jafnframt sú ósk okkar að sjá alla þessa aðila sameinast um að klára þetta verk - efni með okkur með heiðri og sóma. Kostnaðaráætlunin sem við vinnum með er um 3 milljónir króna. Leitað verður til þeirra aðila sem eiga mikið undir því að varðskipið Þór sé vel búið. Sameinaðir kraftar okkar í klúbb- num og þessara aðila verður von - andi til þess að tilsettu markmiði verði náð,“ segir Jón Óskar sem skorar á alla þá sem þetta lesa að leggja málefninu lið nú þegar sjál- fur Sjómannadagurinn nálgast. Minnislyklar merktir Kiwanis og Þór Söfnunin felst í því að félagar í Eldfelli munu selja 8GB USB- minnislykla á kr. 4000. Eru minnis- lyklarnir merktir Kiwanis og varðskipinu Þór. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið með því að kaupa minnislykil geta sent tölvupóst á netfangið eld- fell2010@gmail.com, sent klúbbn - um skilaboð á Facebook eða hringt í síma 866-5755 (Jón Óskar). Þá er einnig hægt að kaupa lyklana á vef- síðunni: http://netsofnun.is/Sofnun/ Vorur/113. Kiwanisklúbburinn Eldfell safnar fyrir Þór -Hvet Eyjamenn til að leggja málefninu lið, segir Jón Óskar Þórhallsson, forseti klúbbsins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.