Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 33
33Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012
KFS tapaði sínum fyrsta leik í
sumar þegar strákarnir tóku á
móti Berserkjum. Gestirnir voru
sterkari í leiknum enda vantaði
nokkra sterka leikmenn í lið KFS,
m.a. Kjartan Guðjónsson, Gauta
Þorvarðarson og Bjarna Rúnar
Einarsson.
Berserkir þurftu hins vegar aðstoð
dómarans við að skora fyrsta
markið því undir lok fyrri hálfleiks
fengu þeir víti á silfurfati sem þeir
nýttu. Lokatölur urðu svo 1:3.
Einar Kristinn Kárason jafnaði
metin snemma í fyrri hálfleik með
góðu langskoti. Berserkir komust
hins vegar aftur yfir á 60. mínútu.
Stuttu síðar tókst KFS að jafna
metin en markið var dæmt af vegna
rangstöðu, sem var líklega réttur
dómur. Berserkir innsigluðu svo
sigurinn með ódýru marki undir
lokin.
KFS hefur leikið tvo leiki í Ís -
lands mótinu, unnið annan og tapað
hinum en næsti leikur liðsins er á
laugardaginn á útivelli gegn
Ísbirninum.
2. deildin raunhæfur kostur
Hjalti Kristjánsson er að stýra liðinu
21. árið í röð en hann byrjaði að
þjálfa Amor 1992, síðar Framherja
1994 og sameiginlegt lið Framherja
og Smástundar, KFS frá árinu 1997.
Næsta sumar verður bætt við einni
deild í Íslandsmótinu, 4. deild og
munu neðstu lið 3. deildar því falla í
ár. Efstu tvö liðin komast sem fyrr í
2. deild en önnur halda sæti sínu í 3.
deild. „Okkar markmið er að falla
ekki í 4. deild, það er að ná að
minnsta kosti þriðja sæti riðilsins,
helst öðru sætinu upp á úrslita kepp-
nina um 2. deild að gera“
Telurðu að liðið eigi raunhæfa
möguleika á að komast upp í
2.deild?
„Já.“
KFS hefur undanfarin ár verið í
góðu samstarfi við ÍBV. „Sam -
starfið gengur æ betur. Það hefur
ekkert minnkað eftir að ÍBV hóf
samstarf við KFR enda truflar
landafræðin það samstarf. Sjálfir
erum við óbeint í samstarfi við KFR
í gegnum 2. flokk,“ sagði Hjalti en
félögin þrjú sameinast um að senda
lið til keppni í 2. flokki.
Hvað eru margir að æfa hjá KFS?
„Ekki nógu margir. Leikmenn
skipt ast í fjóra hópa, einn hópurinn
æfir með meistaraflokki ÍBV, annar
með 2. flokki, þriðji hópurinn mætir
á æfingar KFS í Vestmannaeyjum og
sá fjórði æfir í Reykjavík. Við erum
bara allir saman í leikjum.“
Nú eruð þið komnir í 32ja liða úrslit
bikarkeppninnar, þar sem þið mætið
3. deildarliði KB á heimavelli.
Hvernig meturðu möguleikann á að
komast í 16 liða úrslit?
„50/50. Bæði lið munu leggja
mikla áherslu á þennan leik.“
Hjalti hefur komið inn á á hverju
ári og var elsti leikmaður Íslands -
mótsins í fyrra. Hann hefur ekki
alveg útilokað að spila í sumar. „Ég
hef þegar komið inn á í þremur
leikjum í Deildarbikarnum. Sam -
keppnin hefur hins vegar aukist eftir
það og það eru smávægileg meiðsli
í gangi hjá mér í augnablikinu.
Meiningin er að spila og sannarlega
slá Íslandsmetið í aldri í að spila í
deildakeppni. Ég held reyndar að ég
eigi það nú þegar,“ sagði Hjalti og
vildi að lokum skora á Vest -
mannaeyjabæ. „Vil skora á
Vestmannaeyjabæ að hjálpa okkur
með leigu á klósettum fyrir
Helgafellsvöll í sumar. Það eru
smáaurar fyrir bæinn en stór-
peningur fyrir okkur. Minni líka á
fjáröflun okkar, getraunanúmerið
904. Ég er líka að tippa fyrir fólk og
vann nýlega 9 milljónir króna,
skattfrjálst fyrir sex aðila. Bara að
hringja í mig í 481-2632.“
Leikir KFS í sumar
20. maí KFS-Ægir 2-1
26. maí KFS-Berserkir 1-3
2. jún 14:00 Ísbjörninn-KFS
7. jún 18:00 KFS-KB (bikar)
11. jún 18:00 KFS-Árborg
16. jún 16:00 Sindri-KFS
23. jún 14:00 KFS-Léttir
30. jún 14:00 Stál-úlfur-KFS
4. júl 18:00 Ægir-KFS
14. júl 14:00 Berserkir-KFS
21. júl 14:00KFS-Ísbjörninn
27. júl 18:00 Árborg-KFS
11. ágú 14:00 KFS-Sindri
18. ágú 14:00 Léttir-KFS
25. ágú 14:00 KFS-Stál-úlfur
3. deild karla:
MarkmiÝiÝ aÝ falla ekki í 4. deild
Golf: Klúbbakeppnin Minningarleikur Steingríms:
- Segir Hjalti Kristjánsson sem þjálfar KFS 21. áriÝ í röÝ. - Segir raunhæft aÝ stefna á 2. deild
Lið KFS fyrir leikinn gegn Berserkjum. Aftari röð frá vinstri: Einar Kristinn Kárason, Viktor I. Sigurjónsson, Guðmundur Geir Jónsson,
Hannes Jónsson, Sæþór Jóhannesson, Davíð Þorleifsson, Davíð Egilsson, Stefán Bragason, Stefán Björn Hauksson. Neðri röð frá vinstri:
Þorleifur Sigurlásson, Trausti Hjaltason, Valtýr Bjarnason, Halldór Páll Geirsson, Guðjón Ólafsson, Friðrik Már Sigurðsson, Hjalti Kristjánsson.
Akóges bar sigur úr býtum
Á laugardaginn fór fram klúbba -
keppni í golfi milli Akóges, Kiwanis
og Oddfellow, auk þess sem
Akógesfélagar úr Reykjavík tóku
þátt í mótinu. Keppnin var í
nokkrum hlutum, einstaklingskeppni
karla og kvenna, milli klúbba í
Vestmannaeyjum, sveitakeppni með
sex mönnum þar sem fjórir bestu
telja og að lokum keppni á milli
Akógesfélaganna. Þá voru auk þess
veitt nándarverðlaun, fyrir að vera
næstur holu í tveimur höggum og
svo nokkur skammarverðlaun.
Úrslit mótsins urðu þessi:
Kvennakeppni
1. Karín Herta Hafsteins dóttir
Kiwanis 31 punktar
2. Katrín Magnúsdóttir Akóges 28
punktar
3. Hrefna Sighvatsdóttir Kiwanis 28
punktar
Karlakeppni
1. Sigurjón Hinrik Adolfsson
Kiwanis 40 punktar
2. Magnús Gunnar Þorsteinsson
Akóges 38 punktar
3. Magnús Steindórsson Akóges 38
punktar
Klúbbakeppni
1. Akóges VM 400 punktar
2. Kiwanis 375 punktar
3. Oddfellow 370 punktar
Sveitakeppni
1. Akóges VM 148 puntar
2. Kiwanis 135 punktar
3. Akóges Reykjavík 127 punktar
4. Oddfellow 126 punktar
Keppni milli Akóges félaganna
1. Vestmannaeyjar 148 punktar
2. Reykjavík 127 punktar
Nándarverðlaun:
2. hola. Gísli Sigurgeirsson Akóges
R 1,01 m
7. hola. Bergur M Sigmundsson
Oddfellow 1,89 m
12. hola Ívar Gunnarsson Oddfellow
1,11 m
14. hola Jóhann Pétursson Akóges
3,25 m
17. hola Gunnar Þór Jónsson
Akóges R 1,55 m
Næstur holu í 2 höggum
8. hola. Albert Sævarsson
Oddfellow 1,08 m
10. hola Gunnar Geir Gústafsson
Akóges 1,27 m
15. hola Gunnar Geir Gústafsson
Akóges 0,52 m
Einnig voru hinir ýmsu vinningar
dregnir út fyrir pör, skolla og skram-
ba á ákveðnum holum og að lokum
dregið úr skorkortum
Styrkaraðilar mótsins voru Geisli,
Axel Ó, Skipalyftan, Volare, Ísfélag
Vestmannaeyja, Einsi kaldi –
Veisluþjónusta, Skeljungur, Godt -
haab í Nöf, Klettur, Múrbúðin, Olís,
Kráin, Skýlið, Miðstöðin, Karl
Kristmanns Heildverslun.
KÁRI FÚSA, fyrirliði Akógesmanna með sigurlaunin, ásamt umsjón-
armönnum mótsins, Gunnari Geir og Rúnari Karls, sem eru báðir úr
Akóges. Skemmtileg tilviljun, en þetta er annað árið í röð sem Akóges
vinnur þetta mót með yfirburðum, þrátt fyrir að tveir sterkustu menn
þeirra, Örlygur Helgi og Karl Haraldsson hafi ekki verið með núna.
Skemmtun í
hæsta gæÝaflokki
Á morgun, föstudaginn 1. júní
klukkan 18:00, verður sannkallaður
stórleikur á Hásteinsvellinum. Þá
munu lið ÍBV og Fylkis leiða saman
hesta sína í Minningarleik Stein -
gríms Jóhannessonar. Liðin verða
skipuð gömlum leikmönnum félag -
anna og leiktíminn verður 2x30
mínútur. Aðgangseyrir er aðeins
1.000 krónur en börn fá frítt á
völlinn.
Meðal þeirra leikmanna sem hafa
boðað komu sína fyrir hönd ÍBV eru
Ingi Sigurðsson, Leifur Geir
Hafsteinsson, Bjarnólfur Lárusson,
Martin Eyjólfsson, Heimir Hall -
grímsson, Ívar Bjarklind, Gunnar
Heiðar Þorvaldsson, Hlynur Stefáns -
son, Birkir Kristinsson, Tryggvi
Guðmundson, Hjalti Jóhannesson
og Gunnar Sigurðsson. Þjálfarar
ÍBV verða þeir Bjarni Jóhannsson,
Atli Eðvaldsson, Magnús Gylfason
og Kristinn Rúnar Jónsson og mikil-
vægustu mennirnir í þessum hópi,
sjúkraþjálfararnir, eru þeir Elías
Friðriksson og Björgvin Eyjólfsson.
Meðal þeirra sem ætla að leika
fyrir Fylki má nefna Kjartan
Sturluson, Kristin Tómasson, Sævar
Þór Gíslason, Baldur Þór Bjarnason,
Eyjólf Sverrisson og fleiri.
Samstarfs- og styrktaraðilar eru:
Aðilar innan ÍBV og Fylkis, Sjó -
manna dagsráð í Eyjum, Eimskip,
Henson, Einsi kaldi og Grímur
kokkur, Heildverslun Karls Krist -
manns, Viking Tours, Prentsmiðjan
Eyrún, ásamt fjölmörgum einstak-
lingum og fyrirtækjum er hafa lagt
þessu lið með einum eða öðrum
hætti.
Þeim sem vilja minnast Steingríms
og styrkja fjölskyldu hans á þessum
erfiðu tímum er bent á reikning 525-
14-615136 kt: 170576-5439 þar sem
tekið er við frjálsum framlögum.
- Eldri kempur reima á sig skóna í minningu
gamals félaga
Steingrímur Jóhannesson