Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 18
° ° FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ Kl 08:00. Opna sjóaramótið í golfi. Alli á Guðmundi VE sér um mótið. Veglegir vinningar. Skráning í síma 481-2363 golf@eyjar.is skráning og fyrirspurnir til Harðar Orra. - hog@isfelag.is Kl 14:00 Knattspyrnumót áhafna á Þórsvellinum. Skráning í síma 869-8687 Kl. 16:00 Opnun ljósmyndasýningar Kristins Benediktssonar í Einarsstofu í Safnahúsi. Kl. 17:00 Opnun ljósmyndasýningar Ómars Eðvaldssonar á Kaffi Varmó. Kl 17:30 Hásteinsvöllur, minningarleikur um Steingrím Jóhannesson. Gamlir jálkar og stirðir úr ÍBV og Fylki heiðra minningu kappans. Glens í hálfleik. Kl 22:00 Addi Johnsen ásamt félögum í Akóges. Kl 22:30 Stórtónleikar í Höllinni. Tyrkja Gudda stígur á stokk. LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ Kl. 11:00 Fiskasafnið. Karl Gauti Hjaltason með fyrirlestur um stjörnufræði og hvenig sæfarendur til forna notuðu stjörnurnar til að vísa veginn. Lúðrasveitin leikur nokkur lög. Kl. 13:00 Sjómannafjör á Básaskersbryggju. Sr. Kristján Björnsson blessar daginn. Kappróður, koddaslagur, sjóhlaup, kararóður, netabæting. Björgunarbátur á floti. Rólan verður á sínum stað. Björgunarfélag Vestmannaeyja sýnir tæki og tól og klifurvegginn. Hoppukastalar. Ribsafari sýnir nýja bátinn og býður upp á ódýrar ferðir. Leikfélagið verður á staðnum. Popp og flos. Kl. 15:00 Á bryggju Sagnheima í byggðasafni. Guggi Matt segir sjóarasögur og Arnfinnur Friðriksson þenur nikkuna. Kl.16:00 Foreign Monkeys með tónleika á þaki gamla vigtarhússins ( bakvið Miðstöðina ) Kynna væntanlegan disk Kl 17:00 Tónleikar í safnaðarheimili Landakirkju. Jónas Þórir frá Jaðri kemur með 20 manna kór, Kammerkór Bústaðakirkju og sungin verða lög eftir- og í útsetningu Guðna frá Landlyst. Einnig verður í bænum Kammerkór unglinga úr Bústaðakirkju, undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Hátíðarsamkoma í Höllinni. Kl 19:30 Höllin opnar. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur við innganginn. Kl 20:00 Hátíðarkvöldverður að hætti Einsa Kalda. Jónas Þórir frá Jaðri leikur undir borðhaldi. Óvænt uppákoma!!! Kór Bústaðakirkju opnar dagskrána ásamt Jóhanni Friðgeir tenór og Grétu Hergilsdóttur sópran. Stjórn. Jónas Þórir. Arndís Ósk syngur nokkur lög eftir Adele. Undirleikur: Fannar Stefnisson. Leikfélagsbandið tekur á því. Obbó sí hópurinn tekur lagið og grínast með liðið. Stjórnandi: Biggi á Vestmannaey. Addi Johnsen tekur gamla Jón og Ellireyjarkvæði Veislustjóri er Gísli Einarsson landabruggari. Brimnes tekur við um miðnótt og spilar eitthvað fram eftir degi. Matur, skemmtun og ball kr. 8.500 / Ball kr. 2.600 Matseðill Léttur forréttur við innkomu í salinn Sjávarréttarborð Innbakaður lax með wasabi-kremi, sherry og soyja, borinn fram með krydduðu cous-cous og wasabi- loðnuhrognum Pönnusteiktur Skötuselur í b.b.q. legi ásamt risottó og limekryddaðri b.b.q. sósu Sesame kryddaður Sverðfiskur borin fram á grísku salati Hrefnu carpacció, með bazilolíu, ristuðum hnetum og parmessan Steinbítsbollur með chili, kóriander og hvítlauk ásamt kóriander bættri ostasósu Steikarborð Heilsteiktur Nautahryggur ásamt bökuðum kartöflum fylltum með kryddjurtarkremi og kremuðum sveppum og villisveppasósu Lamba „innralæri“ með bökuðum lauk, sætkartöflum og rauðvínssósu Borðapantanir í Höllina 698-2572

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.