Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 21
21Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012° ° Halla Svavarsdóttir er gift Ólafi Einarssyni, skipstjóra á Heimaey VE. Þau eiga fjögur börn, Sindra, Daða Einar Gauta og Svövu Töru. Halla er grunnskólakennari við Hamarsskóla og mikill náttúru - unnandi. Hún var tilbúin í spjall um stöðu sjómannskonunnar sem hún telur vera ágæta enda ráði hún öllu sem hún vilji ráða. „Óli hefur verið á sjó frá því við kynntumst. Við byrjuðum að búa 1981, giftum okkur 1982 og eigum fjögur börn. Fyrir þann tíma þekkti ég ekki líf sjómannskonunnar því ég kem ekki úr sjómannsfjölskyldu. Ég gat ekki stuðst við það sem ég þekkti og varð að finna út úr þessu sjálf,“ sagði Halla og var í fram - hald inu spurð hvort það hafi ekki stundum verið erfitt. „Mér finnst erfiðast að vera ein þegar eitthvað er um að vera þegar fólk kemur saman af ýmsum tilefnum til að gleðjast eins og á þjóðhátíð, afmælum og öðrum gleðistundum. Mér finnst ekki gaman að vera þriðja eða fimmta hjólið í samkvæmislífi. Ég reyni því að horfa á jákvæðu hliðarnar sem eru miklu skemmtilegri. Það eru algjör forréttindi að ráða öllu, þá meina ég öllu sem er að gerast hér heima, það er að ráða öllu. Svo kemur Óli heim eftir langan tíma og ætlar að fara að skipta sér af því sem er í matinn, lit á einhverju her- bergi, af hverju það er málað í þessum lit en ekki öðrum, skipta sér af uppeldi barnanna,“ segir Halla og lítur á þetta sem hreina og klára afskiptasemi. „Forréttindin eru að við þrosk - umst ekki svona saman eins og margur heldur höldum sjálfinu þó við séum mjög samrýmd. Til dæmis eins og þegar Óli kemur í land eftir að hafa verið lengi á sjó, það getur verið svolítið erfitt. Ég er í ákveðinni rútínu og svo truflar hann hana og ég þarf að gefa aðeins eftir og hann líka. Svo fer hann á sjó og þá kemur upp söknuður og tómleiki og svo heldur rútínan áfram. Ekki það að mér leiðist aldrei og maður fyllir upp í með einhverju sem manni finnst skemmtilegt,“ segir Halla og brosir og er greinilega ekki að velta sér mikið upp úr leiðindum. Á hlutdeild í velgengni hús bóndans Halla segist hafa tekið eftir því að konur kvarti yfir því að menn þeirra taki ekki nægilegan þátt í heimilis - haldi að þeirra mati. „Þetta er ekkert vandamál á mínu heimili, ég geri bara allt. Ég tók sjö ára fæð - ingarorlof þegar yngsta barnið kom í heiminn. Ég vissi að börnin yrðu á minni könnu. Ég er mjög stolt af því hversu vel hefur gengið hjá Óla í hans starfi og tel mig eiga hlutdeild í því. Vinnan hjá honum hefur alltaf gengið fyrir öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Oft hafa plön um sumarfrí riðlast og ekkert við því að gera. Þetta er partur af sjó- mannslífinu,“ segir Halla og tekur fram að hún eigi góða að sem hafi létt undir með henni þegar Óli er á sjó. „Foreldrar mínir hafa stutt mig ef eitthvað þarf að laga eða hefur brotnað þá hef ég getað leitað til pabba. Foreldar Óla eru líka til staðar og það munar miklu að hafa þetta bakland. Auðvitað hjálpar líka að vera sjómannskona í svona litlu bæjarfélagi þar sem nálægðin er miklu meiri og auðveldara að leita til ættingja og vina.“ Þú starfar sjálf sem kennari? „Já, ég er kennari og er í fimmtíu prósent stöðu við í Hamarsskóla. Það er bæði gefandi og skemmti- legt. Ég lít á það sem forréttindi að vera með krökkum. En mér finnst skógrækt líka mjög skemmtileg og hef verið félagi Skóræktarfélags Vestmannaeyja frá því það var stofn að 1999. Áhugamál mín eru mörg, ég elska að fara í fjallgöngur. Útivera og náttúra og hvað þetta heitir allt saman. Ég og Óli eigum þessi áhugamál sameiginleg en hann er ekki nátt - úru furðufugl eins og ég. Ég held samt að hann hafi áhuga, hann kemur að minnsta kosti alltaf með,“ segir Halla og hlær og vill að lokum óska sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra til hamingju með daginn. Sjómannskonurnar bera ábyrgð á hlutunum í landi Halla Svavarsdóttir er gift Ólafi Einarssyni skipstjóra: Algjör forréttindi að ráða öllu -Þá meina ég öllu sem er að gerast hér heima FÖÐUR, afa og eiginmanni fagnað, Svava Tara, Aron Sindrason og Halla á bryggjunni þegar Heimaey kom til hafnar í Eyjum í fyrsta skipti. Foreldrar mínir hafa stutt mig ef eitthvað þarf að laga eða hefur brotnað þá hef ég getað leitað til pabba. Foreldar Óla eru líka til staðar og það munar miklu að hafa þetta bakland. Auðvitað hjálpar líka að vera sjómannskona í svona litlu bæjar- félagi þar sem nálægðin er miklu meiri. ” Ég er kennari sem er bæði gefandi ogskemmtilegt. Ég lít á það sem forréttindiað vera með krökkum. En mér finnstskógrækt líka mjög skemmtileg og hef verið félagi Skóræktarfélags Vest manna - eyja frá því það var stofn að 1999. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.