Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 8
°
°8 Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012
KENNURUM finnst þeir ekki geta komið til móts við þarfir hvers og eins nemanda í þessum stóru bekkjum og hefur því bæjarfélagið skert
þjónustuna við nemendur. Hér eru nokkrir nemendur Grunnskólans við vinnu á Hafnartorginu sem nú tekur miklum stakkaskiptum.
Venus gengur fyrir sólu:
Einstakur
stjarn-
fræðilegur
viðburður
Næstkomandi þriðjudag, 5. júní
höfum við einstakt tækifæri að
fylgjast með afar sjaldgæfum
stjarnfræðilegum atburði, sem
við fáum ekki tækifæri að sjá
aftur.
Að kvöldi þriðjudags mun
reikistjarnan Venus, sem gengur
um sólina og er innan við jörð -
ina, ganga fyrir sólu frá okkur
séð og tekur það Venus tæpa 7
tíma að haltra framhjá sólunni.
Á meðan á þessu stendur mun
sólin hníga til viðar og rísa á ný
frá okkur séð.
Venus gengur á oft milli jarðar
og sólar, en þar sem braut
Venusar hallar örlítið miðað við
braut jarðar gerist það afar
sjaldan að hún gengur fyrir sólu.
Þetta er einnig vegna þess að
vegna fjarlægðarinnar sýnist
Venus, héðan frá séð, stór
á himni og þarf því töluvert til
að hún lendi nákvæmlega fyrir
sólunni sem er enn lengra í
burtu.
En sem sagt á þriðjudaginn
gerist þetta einmitt, en Venus
gengur fyrir sólu á 105 og 121
ára fresti og þá tvisvar í senn
Með átta ára millibili, en slíkur
atburður varð einmitt 8. júní
2004 og aftur núna. Næsta
þverganga frá Íslandi séð verður
árið 2247.
Félagar í hinu nýstofnaða
Stjörnufræðifélagi Vestmanna -
eyja munu verða fólki til að -
stoðar við að fræðast um þennan
einstæða atburð í Klaufinni frá
kl. 21:30 á þriðjudaginn og eru
allir velkomnir. Félagið hefur
sérstök gleraugu til afnota
fyrir gesti en stórhættulegt er að
horfa í sólina með óvörðum
augum og getur valdið varan-
legum augnskaða.
Atburðurinn sjálfur hefst í
norð-norð-vesturátt kl. 22:04 og
Venus gengur út úr sólskífunni í
norð-norð-austri kl. 4:54
aðfaranótt miðvikudagsins 6.
júní.
Allir eru að sjálfsögðu vel -
komnir.
Byggist
hratt upp
Sigurður Smári Benónýsson
bygg ingafulltrúi kynnti teikn -
ingar að fyrirhuguðum fram -
kvæmd um í Eldheimum á síð -
asta fundi menningarráðs.
Ráðið þakkði kynninguna og
fagnaði þeim farvegi sem verk -
efnið er komið í. Það er ósk
ráðsins að uppbygging Eld heima
gangi hratt og vel fyrir sig og
verkefnið verði stór og mikil-
vægur hluti þeirrar miklu safna -
flóru sem er að byggjast upp í
Vestmannaeyjum.
Stýrihópur telur ekki þörf á því að
auka stjórnendahlutföll við Grunn -
skóla Vestmannaeyja. Þetta kom
fram á síðsta fundi fræðsluráðs og
er svar við bréfi kennara við skólann
þar sem segir þeir hafi áhyggjur af
þróun skólamála í bæjarfélaginu.
Búið sé að skera niður eina stjórn -
endastöðu innan skólans og bekkir
hafa verið sameinaðir í þremur
árgöngum síðustu ár.
Stýrihópurinn samanstendur af
Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, for-
manni, Páli Scheving Ingvarssyni,
varaformanni og Trausta Hjaltasyni,
ráðsmanni. Telur hann ekki þörf á
að auka við stjórnendahlutfall GRV
enda liggi ákvörðun bæjarráðs varð -
andi málið fyrir.
„Í dag er stjórnunarhlutfall GRV
sambærilegt við það sem er hjá sam-
bærilegum skólastofnunum. Stýr -
hópurinn hefur þó skilning á því að
ákveðinn óstöðugleiki sem upp kom
í vetur í stjórnendahópnum, veldur
tímabundnum vanda. Þeim vanda
var mætt m.a. með afleysingarstarfs -
mönnum, með því að heimila stjórn -
endum tímabundið að taka út
kennsluskyldu sína á móti auknu
hlutfalli stjórnunar auk þess sem
fræðsluskrifstofan bauð aðstoð sína
við stjórnun skólans,“ segir í fund -
argerð.
Stýrihópurinn lagði fram eftir-
farandi tillögur sem miða að því að
draga úr álagi á stjórnendum
skólans og veita kenn urum það bak-
land sem þeir þurfa innanhúss:
a) Aukið verði við núverandi
samþykkta kennslustundaúthlutun.
Við það skapast tækifæri til að létta
á fjölmennum bekkjum sem ætti að
létta álagi af nemendum, kennurum
og stjórnendum.
b) Skólastjórnendur skýri verkferla
hvað varði inngrip í agavandamál og
leitað verði allra leiða til að starfs-
menn geti afgreitt sem mest sjálfir
þau mál sem upp koma. Aðkoma
stjórnenda í agamálum ætti helst að
vera þegar mál eru komin á alvarleg
stig.
c) Starfsfólk verði vel upplýst um
stuðningskerfi skólans og þau
úrræði sem þeim standa til boða. Má
þar nefna námsver, námsráðgjafa,
deildarstjóra, sálfræðing, þroska -
þjálfa og kennsluráðgjafa.
d) Mikilvægt er að skólastjóri geri
starfsfólki sínu ávallt ljóst hver stað-
gengill hans er þegar skólastjóri er
fjarri sinni starfsstöð. Einnig er
nauðsynlegt að staðgengillinn hafi
um boð skólastjóra til að leysa
vanda mál sem upp koma.
e) Mikilvægt er að gott, náið og
árangursríkt samstarf sé á milli
fræðsluskrifstofu og GRV.
f) Skýrari verkferlar og árangurs -
ríkari valddreifing þarf að vera
innan stjórnunarteymis GRV.
Óski skólastjóri eftir aðstoð við
frekari útfærslu fyrirlagðra tillagna
getur hann leitað til fræðsluskrif -
stofu.
Stýrihópurinn telur að framan-
greind úrræði verði til þess að ná
fram sameiginlegum markmiðum
sveitarfélagsins og skólaumhverf -
isins í heild. Þau eru að skapa sem
bestar aðstæður fyrir grunnskóla -
nemendur til náms og þroska þar
sem hagsmunir þeirra og velferð eru
hafðir að leiðarljósi.
Ráðið samþykkti niðurstöður stýri-
hópsins og þakkaði þeirra störf og
þakkar um leið kennurum fyrir að
koma faglegum sjónarmiðum sínum
á framfæri.
Fræðsluráð - Neikvætt svar við beiðni kennara við Grunnskólann:
Ekki þörf á fleiri stjórnendum
Kennarar í Grunnskóla Vest -
manna eyja hafa áhyggjur af þróun
skólamála í bæjarfélaginu. Þetta
kemur fram í bréfi þeirra til
fræðslu ráðs þar sem bent er á að
búið sé að skera niður eina stjórn -
endastöðu innan skólans og bekkir
hafi verið sameinaðir í þremur
árgöngum síðustu ár.
„Kennurum finnst þeir ekki geta
komið til móts við þarfir hvers og
eins nemanda í þessum stóru
bekkjum og hefur því bæjarfélag-
ið skert þjónustuna við nemendur.
Einnig hafa kennarar í BV (Barna -
skólanum) ekki það bakland sem
þeir þurfa innanhúss og hafa lent í
erfiðri stöðu þar sem enginn
stjórn andi hefur verið tiltækur.
Skólahúsnæði okkar býður ekki
upp á stærð þeirra bekkjadeilda
sem við erum með hvað varðar
pláss og aðbúnað. Tölvustofan í
BV hefur tölvukost fyrir 21 nem -
anda, smíðastofur og matreiðs-
lustofur hafa vinnurými fyrir 12
nemendur og raungreinakennsla
býður ekki upp á verklegar tilraun -
ir í svo stórum bekkjum nema
annar kennari komi inn. Einnig
takmarkast kennsluaðferðir í
bekkjarstofum töluvert vegna
plássleysis,“ segir í bréfi kennara
sem leggja fram eftirfarandi
tillögur að úrbótum:
• Breyting verði gerð í stjórnenda -
skipuriti skólans. Stjórnendur í
Barnaskóla eru undirmannaðir.
• Vestmannaeyjabær marki sér
viðunandi viðmið um bekkjar -
stærðir í árgöngum. Okkar faglega
mat er að bekkjarstærðir eigi að
miðast við eftirfarandi:
• 1. til 4. bekkur. Að nemendahóp -
ar séu ekki stærri en 18 nemendur.
• 5. til 7. bekkur. Að nemenda -
hópar séu ekki stærri en 20 nem -
endur.
• 8. til 10. bekkur. Að nemenda -
hópar séu ekki stærri en 22 nem -
end ur og erum við þrátt fyrir það
yfir landsmeðaltali.
Í meðfylgjand töflum eru upp -
lýsingar af vef Hagstofu Ís lands
þar sem við fengum upplýsingar
um með alfjölda nemenda í bekk á
Ís landi undanfarin 5 ár.
Meðalfjöldi nemenda eftir bekkjardeildum 2002-2011
Nemendur í bekkjardeild
2007 2008 2009 2010 2011
1. bekkur 16,5 16,2 16,4 17,3 17,7
2. bekkur 17,1 17,1 17,2 17,7 18,1
3. bekkur 17,4 18,1 17,9 18,4 18,8
4. bekkur 18,4 17,8 18,1 18,2 19,2
5. bekkur 18,6 18,8 18,7 18,4 18,8
6. bekkur 19,1 18,3 19,1 18,9 19,5
7. bekkur 18,4 18,6 18,7 19,1 19,4
8. bekkur 19,7 19,4 19,9 19,7 19,7
9. bekkur 19,7 19,5 19,9 20,4 20,0
10. bekkur 19,7 19,7 19,7 19,7 20,4
Nemendafjöldi í Grunnskóla Vestmannaeyja undanfarin þrjú ár:
2009-2010 2010-2011 2011-2012 Árgangur
(2011-2012)
1. bekkur 17,3 16,3 15 2005
2. bekkur 16 18,3 17,6 2004
3. bekkur 20 16,6 18,3 2003
4. bekkur 16,6 24 17,3 2002
5. bekkur 17,8 17 25 2001
6. bekkur 18,3 18 18,3 2000
7. bekkur 19,3 18,3 24,3 1999
8. bekkur 22,3 26,3 18,3 1998
9. bekkur 23 26,6 1997
10. bekkur 23,3 1994
Bréf kennara GRV til fræðsluráðs:
Getum ekki mætt þörfum
nemenda í stórum bekkjum