Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 23
23Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012 ° ° ttir ræðir við þrjár konur sem eiga menn á Heimaey VE 1 Ingunn Arnórsdóttir og Svanur Gunnsteinsson, yfirvélstjóri á Heimaey VE eiga þrjár dætur. Ing - unn tók vel á móti blaðamanni á þriðjudag í síðustu viku en fjöl - skyldan dvelur nú í góðu yfirlæti á Tenerife og heldur upp á sjó - manna daginn þar. Það var spenn - andi að fá aðeins að forvitnast um líf ungar sjómanns konu sem hefur talvert breyst á net- og gervihnatta - öld. Heimavinnandi „Ég er heimavinnandi. Við eigum þrjár stelpur, Lilja Kristín yngsta stelpan er þriggja ára, Anna Margrét er sex ára og sú elsta Helga Sigrún tíu ára. Ef maður hefur tök á því, þá finnst mér frá - bært að vera heima. Það er nóg að gera á heimilinu, alltaf verið að skipta um föt,“ segir hún og út - skýrir málið nánar. Sú elsta byrj - aði, miðlungurinn fylgir fast á hæla hennar og sú yngsta hermir eftir og vill nú skipta um föt um leið og hún kemur heim. Þvottakarfan er bara alltaf full,“ segir hún og brosir. Hvernig er að vera ung og heimavinnandi húsmóðir, eiga ekki allir að vera úti á vinnu- markaðnum? „Fólk sýnir þessu mikinn skilning. Samt er ég mikið spurð um hvar ég sé að vinna. Elsta dóttirin er svo - lítið að spá í þetta og farin að spyrja hvort ég þurfi ekki að fara að vinna. Mér finnst aðalega að mig vanti félagsskap, líka af því að kallinn er úti á sjó,“ segir Ingunn og er spurð hvort heimilishaldið hvíli ekki nær eingöngu á henni. Meiri samskipti „Ég sé auðvitað um heimilið þegar Svanur er á sjó en hann er rosalega duglegur þegar hann er heima. Ég læt hann til dæmis alveg um bílinn, ég skola hann og svona, hann má eiga hann í betri þrif. Túrarnir hjá þeim eru mislangir, tveir til fimm dagar, lengri þegar þeir landa annars staðar. Þetta er voða þægi- legt þegar þeir landa hérna heima. Þetta verður mjög svipað á nýja skipinu, sami veiði skapur. Samskiptatæknin er líka orðin mjög mikil. Svanur fór út til Chíle til að sækja Heimaey þann 29. mars og hún kom hingað 15. maí. Við notuðum Skypið mikið þennan tíma sem hann var úti en tímamunurinn eru þrír tímar þannig að þegar klukkan var 06. 30 úti hjá honum var hún 09.30 hér heima. Sú yngsta gat þá spjallað við pabba sinn á Skypinu um leið og hún borðaði morgunmatinn. Þær eldri fóru seinna að sofa en venju - lega og voru að spjalla við pabba og sýndu honum það sem þær voru að gera í skólanum. Svo breytir Netið auðvitað heil - miklu, þar er hægt að spjalla saman á Facebook og hann er yfirleitt í símasamabandi líka og ef ekki í gegnum gsm þá í gegnum gervih- nattasíma. Þetta er allt öðruvísi en þegar pabbi var á sjó, ég man ekki betur en ég hafi einhvern tíma talað við hann í gegnum loft skeyta - stöðina,“ segir Ingunn og hlær. Foreldrarnir duglegir að hjálpa ef með þarf Þú þekkir ekkert annað? „Svanur var á sjó þegar við kynnt - umst og ég er sjómannsdóttir. Ég þekki ekki annað, ég ólst upp við þetta. Og þetta hefur verið svona. Svanur hefur stundað sjóinn þessi tuttugu ár sem við höfum verið í sambandi, fyrir utan tímann þegar við bjugg um í Reykjavík. Þá var hann í vélstjórnarnámi og ég í Viðskipta- og tölvuskólanum.“ Hvað með áhugamálin? „Mér finnst alltaf gott að fara í sund. Ég er nýkomin í LC, Ladies Circle, og mér finnst það æðislegt. Það er ofboðslega skemmtilegur félagsskapur og ég er líka í saumaklúbb. Svo skipir miklu hvað mamma og pabbi eru dugleg að hjálpa til ef eitthvað er. Pabbi kemur daglega við hjá okkur og hugsar um stelpurnar ef ég þarf að fara eitthvað og hjálpar við ýmis- legt sem þarf að gera. Þannig að ég fæ heilmikla hjálp og félagsskap af þeim líka og það skiptir miklu máli,“ segir Ingunn og þegar hún er spurð hvað sé erfiðast við sjó- mannslífið hugsar hún sig eilítið um áður en hún svarar. Pabbinn missir af ýmsu „Helsti ókosturinn er hvað hann er oft fjarverandi þegar eitthvað er um að vera. Svanur missti til dæmis af því þegar Anna Margrét útskrifaðist af fimm ára deildinni. Hann missir af danssýningum hjá stelpunum og ýmsu öðru sem er ókostur fyrir hann. Ég tek mikið upp á kvik - myndatökuvél þegar eitthvað er um að vera hjá stelpunum, sjómenn missa af heilmiklu hjá börnunum. Ég er líka stundum að fara ein í veislur og boð og oft veit maður ekki hvort hann kemst með eða verður úti á sjó. Hann er heima um jól og stórhátíðir og svo koma líka langar pásur á milli. Og það er alltaf gaman að fá hann heim. Ákveðin spenna og tilhlökkun, sérstaklega eftir langa útiveru. Við höfum farið upp á land á sumrin þegar hann er í fríi og gerum eitt - hvað skemmtilegt. Við förum líka út að borða og ég er með öðruvísi mat þegar hann er í landi. Ég er með þrjár matgrannar stelpur og miklu skemmtilegra að elda þegar Svanur er heima. Svo kemst allt í rútínu þegar hann fer á sjó aftur. Við erum að fara í langþráð frí með stelpurnar á Tenerife á mið - vikudag og allir mjög spenntir. Við pöntuðum farið í janúar og nú eru þeir í prufutúrnum og þá ætti þetta að sleppa. Ég er búin að segja að ég sé að fara í húsmæðraorlof,“ segir Ingunn og hlær og sendir sjómönnum sínar bestu kveðjur í tilefni sjómannadags. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg@eyjafrettir.is Ég er líka stundum að fara ein í veislur og boð og oft veit maður ekki hvort hann kemst með eða verður úti á sjó. Hann er heima um jól og stórhátíðir og svo koma líka langar pásur á milli. Og það er alltaf gaman að fá hann heim. ” Ingunn Arnórsdóttir er gift Svani Gunnsteinssyni yfirvélstjóra: Hann var á sjó þegar við kynntumst og ég er sjómannsdóttir BEÐIÐ Á BRYGGJUNNI með foreldrum og dætrum Arnór Páll Valdimarsson, Anna Margrét, Lilja Kristín, Ingunn, Helga Sigrún og mamman og amman, Svanhildur Eiríksdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.