Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 6
Hluthafar í Vinnslustöðinni hf. (VSV), bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, birtu öðrum hluthöfum og Eyjamönnum öllum opið bréf í Fréttum í síðustu viku og kölluðu það „hina hliðina á deilum innan VSV“. Nokkur atriði þar kalla á athugasemdir af hálfu okkar, fyrr - verandi og núverandi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra VSV, önnur ekki. Ekkert er til dæmis að athuga við lýsingu þeirra á kaupum heima- manna á meirihluta hlutafjár í VSV af Olíufélaginu og tengdum aðilum árið 2002. Rétt er það líka að bræðurnir komu til liðs við Eyjamenn sem fjárfestar á erfiðum tíma í VSV og það varð upphafið að miklu uppbyggingar - skeiði fyrirtækisins, eigendum, starfsmönnum og Eyjabyggðinni til farsældar. Yfirgnæfandi líkur eru hins vegar á að hlutir hefðu þróast á annan og verri veg hjá fyrirtækinu og í byggðarlaginu ef heppnast hefði atlaga bræðranna að því að eignast enn stærri hlut í VSV. Um þá hlið málsins segja þeir bræður fátt í grein sinni en meira en velkomið er að fylla í þá mynd með ágripi af sögunni allri, lesendum til upplýs - ingar. Gott gengi VSV Þegar nýr eigendahópur var mynd - aður um VSV árið 2002 unnu lið - lega 200 manns hjá félaginu og það velti um þremur milljörðum króna. Síðan þá hefur VSV sameinast nokkrum útgerðarfélögum og á um - talsverðan hlut í Huginn VE. Hjá VSV starfa nú um 350 manns og félagið velti um 15 milljörðum króna árið 2011. Félaginu hefur vegnað vel, það hefur greitt hluthöfum sínum arð og er vel í stakk búið til enn frekari sóknar. Vöxtur VSV og gott gengi sjávarútvegsfyrirtækja yfirleitt er forsenda velsældar sem við búum við í Eyjum og hefur vakið eftirtekt um land allt. Reyndar svo mikla eftirtekt í Stjórnarráði Íslands að landsstjórnin telur nú öllu máli skip- ta að skattleggja sjávarútvegs- fyrirtækin í drep en það er önnur saga. Kaflaskil með hlutafjár kaupum á laun Í okkar huga urðu kaflaskil í sam- skiptum við bræðurna frá Rifi á árunum 2005 og 2006. Guðmundur Kristjánsson kom í bak okkar Eyja - manna með því að reyna að komast yfir hlutabréf í VSV á laun í gegnum Straum fjárfestingarbanka og auka þannig hlut sinn í félaginu. Sporin hræða, enda minnti sú at - laga óþægilega mikið á aðgerðir Guðmundar til að komast á sínum tíma yfir Básafell fyrir vestan og síðar ÚA fyrir norðan. Vorið 2007 gerði hópur Eyjamanna yfirtökutil- boð eftir að fréttir bárust af skipu - lögðu áhlaupi í því skyni að komast yfir hlutabréf í VSV. Fyrir Eyja - mönnum vakti það eitt að tryggja með mótleik sínum áframhaldandi arðsaman rekstur VSV í heima - byggð. Klögumál á færibandi Hlutabréfaáhlaupið var sem sagt upphafið að deilum í eigendahópi VSV en rétt er að halda því til haga að framkoma bræðranna gagnvart með eigendum sínum og stjórnar- mönnum verður ekki lögð að jöfnu. Hjálmar sýndi VSV og rekstri félagsins einlægan áhuga, lagði gott til mála á stjórnarfundum með gagn- legum ábendingum og eðlilegum og nauðsynlegum skoðanaskiptum. Hann sótti vel stjórnarfundi en Guð - mundur mætti örsjaldan á stjórnar- fund eftir 2006 og þá helst þegar blossuðu upp deilur sem tengdust eignarhaldi VSV. Hann lagði fátt til mála sem tengdist sjálfum rek- strinum. Deilurnar taka á sig ýmsar myndir og vandséð er hvernig meðeigendur okkar telja það geta verið félaginu til góðs að framleiða klögumál á færibandi gegn núverandi og fyrr - verandi stjórnarmönnum og fram - kvæmdastjóranum. Þannig hafa Guðmundur og Hjálmar ítrekað stefnt félaginu sjál- fu og meirihlutaeigendum fyrir dóm og borið á menn hinar og þessar sakir. Þeir hafa kært til ráðuneyta og stofnana og halda því áfram þrátt fyrir að kröfum þeirra hafi verið hafn að í dómssölum og annars staðar. Trúnaðarbrestur Staðreynd er að VSV hefur verið rekin með miklum ágætum frá árinu 2000. Það má sannreyna með því að bera ávöxtun heildareigna félagins saman við sambærilegar tölur fyrir sjávarútveginn í heild sinni í gögnum Hagstofu Íslands. Enda hafa deilur í eigendahópi VSV ekki staðið um rekstur eða rekstr - arstefnu heldur liggja rætur þeirra fyrst og fremst í trúnaðarbresti sem varð í framangreindum samskiptum okkar við Guðmund Kristjánsson. Í framhaldinu var tekist á um afskráningu VSV af hlutabréfa - markaði og um kaup á hlut í Ufsa - bergi-útgerð og síðar sameiningu VSV og þess félags. Boð um far með gullvagni Bræðurnir frá Rifi furða sig á því í grein sinni að aðrir eigendur hluta - bréfa í VSV hafi ekki hlaupið til og selt sér bréfin sín vorið 2006 þegar þeim var gert svokallað samkepp- nistilboð á genginu 8,5 á sama tíma og gengið var metið 4,6 á markaði. Svarið er einfalt. Sárafáum hluthöf - um datt í hug að selja vegna þess að þeir mátu meira að halda ráðandi stöðu heimamanna í fyrirtækinu og tryggja þannig stöðu þess í Eyjum. Ágætt er að bræðurnir haldi því til haga í skrifum sínum að að þeir buðu þáverandi og núverandi meir- ihluta VSV liðlega fjögurra mill- jarða króna yfirverð á rekstrarvirði hlutabréfanna. Meirihluta eigend urnir hefðu því getað gengið út úr félaginu með fulla vasa fjár og skilið reksturinn eftir í höndum bræðranna frá Rifi en þeir neituðu sér um það - í þágu félagsins og byggðarinnar í Eyjum! Hvert mannsbarn gat séð að VSV hefði ekki lengi verið rekin með óbreyttu sniði ef Rifsbræður hefðu keypt félagið á slíku yfirverði. Eina færa leiðin til að láta kaupin ganga upp var að selja hluta af aflaheimil- dum og skipum félagins, hver svo sem kynni að kaupa og hvar svo á landinu sem sá kaupandi væri. Nær væri að snúa bökum saman Þarna vofði raunveruleg hætta yfir VSV og byggðarlaginu og 67% hlut hafa gerðu sér ljósa grein fyrir ábyrgð sinni að afstýra henni. Satt og rétt er að Lífeyrissjóður Vest - mannaeyja gat selt með ávinningi til skamms tíma en ráðamenn hans lásu rétt í stöðuna. Þeir horfa á hagsmuni sjóðsins og Eyjanna til lengri tíma. Við horfum líka á hagsmuni byggð - arlagsins til lengri tíma. Síðast en ekki síst teljum við að hagsmunum félagsins og sjá- varútvegsins í heild sé best borgið nú, á viðsjárverðum tímum í stjórn- málum og sjávarútvegsmálum, með því að eigendur snúi bökum saman og taki upp eðlilegra samskiptaform en að tala saman í gegnum lögfræð - inga í dómssölum. Eyjólfur Guðjónsson, Haraldur Gíslason, Kristín Gísladóttir, Leifur Leifsson, Sigurgeir B. Krist - geirsson, Sigurjón Óskarsson. ° °6 Fréttir / Fimmtudagur 24. maí 2012 66° mynda í Eyjum -Vantar krakka Á laugardaginn fara fram aug - l ýsing atökur á vor- og sumarlínu 66°NORÐUR fyrir árið 2013 á smábátabryggjunni. Tökur hefjast um 14:00 en óskað er eftir hjálp Vestmanna eyinga því 66°NORÐUR vill fá krakka á aldrinum 6 til 8 ára til þess að vera með í myndatökunum. Þegar mynda á regngallana dugir ekkert minna til en að opna vatnsbrunn á bryggjunni og búa til almennilega rigningu. Krakkarnir fá því regn- galla yfir sig á meðan tökunum stendur og allir krakkar sem mæta fá glaðning frá 66°NORÐUR. Það er afar viðeigandi að mynda fatalínu Sjóklæðagerðarinnar 66°NORÐUR í Vestmannaeyjum á sjómannadagshelgi en rætur fyrirtækisins liggja í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar. Fréttatilkynning. Framkvæmdastjóri, hluthafar og stjórnarmenn í Vinnslustöðinni skrifa: Hvers vegna þáðum við ekki far með gullvagni bræðranna frá Rifi? Vorið 2007 gerði hópur Eyjamanna yfirtöku- tilboð eftir að fréttir bárust af skipu lögðu áhlaupi í því skyni að komast yfir hlutabréf í VSV. Fyrir Eyja mönnum vakti það eitt að tryggja með mótleik sínum áframhaldandi arðsaman rekstur VSV í heima byggð. ” TINNA, dóttir Martins Ejólfs sonar er ein af fyrirsætunum sem verða í auglýsingunum. NÚ STANDA YFIR miklar framkvæmdir á nýja Vigtartorginu við smábátahöfnina en framkvæmdir ná hámarki í dag, fimmtudag og á morgun. Þá gefst Eyjamönnum, ungum sem öldnum, tækifæri til að mæta á svæðið, taka þátt við að smíða, mála eða gróðursetja, nú eða bara fylgjast með hinum vinna og gefa góð ráð. Stefnan er að klára verkið fyrir klukkan 16:00 á föstudaginn en tónlistar- og listafólk verður með skemmtiatriði allan daginn. Þá mun Grímur kokkur gefa Eyjamönnum og gestum hádegismat á nýja Vigtartorginu á föstudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.