Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 22
 Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 201222 ° ° Konurnar bera ábyrgðina í landi - Guðbjörg Sigurgeirsdót Aðalheiður Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Ólafsson, yfirstýri- maður á Heimaey VE, eru flott hjón. Sigurður fór á sjóinn eftir að þau fóru að búa og Aðalheiður sá um heimilið eins og gengur á sjó- mannsheimilum. Þau eiga þrjú börn, Írisi, Söru og Óla og nú bætast tengdabörn og barnabörn við fjölskylduna. Aðalheiður féllst á að koma í spjall um líf sjómanns - konunnar. „Siggi var ekki sjómaður þegar við kynntumst en fór á sjó þegar Íris, elsta dóttir okkar, var níu mánaða gömul. Hún er fædd 1981 og mig minnir að þá hafi verið komið þriggja mánaða fæðingar - orlof en Siggi dreif sig á sjó til að ég gæti verið lengur heima og hún þyrfti ekki að fara í pössun svona ung. Í Stýrimannaskólann 1987 Hann fór svo í Stýrimannaskólann 1987 og hefur verið á sjó síðan. Ég fór svo að vinna úti og vann allan daginn þar til Sara fæddist 1988 og svo eignuðumst við Óla fjórum árum seinna, 1992. Ég var heima með börnin þegar þau voru lítil, sjö ár, og fór eftir það að vinna í hálfri stöðu á Rauðagerði,“ sagði Aðalheiður og telur mikilvægt að konur geti verið heima meðan börnin eru ung. „Kröfurnar voru minni, núna er allt orðið breytt. Við áttum líka spari merki sem gengu upp í fyrstu afborgunina á íbúð. Það skipti máli og ég held að það væri ágætt að taka upp svoleiðis kerfi aftur,“ segir Aðalheiður sem var orðin sjó- mannskona áður en hún vissi af. Alls ekki sátt í fyrstu „Maður bara sá um allt, nú deili ég þessu meira með Sigga. Þegar hann byrjaði á sjó, þá hringdi maður á skrifstofuna til að fá fréttir. Nú er hann nettengdur og svo eru gervi - hnattasímar. Þeir gátu hringt heim þegar þeir voru á leiðinni með skip- ið frá Chíle þannig að þetta er allt öðruvísi. Miklu meiri samskipti á milli sjómanna og fólksins í landi þegar þeir eru úti á sjó. Í fyrstu var ég alls ekki sátt við að Siggi væri á sjó og fannst það alveg ömurlegt en svo vandist þetta. Ég hefði vel getað hugsað mér að hafa hann í landi. En svona er þetta, honum líkaði vel á sjónum og kaupið er betra í dag en þegar hann var að byrja. Þetta var okkar ákvörðun. Ég þurfti nánast að sjá um alla hluti, heimili og fjármál, þá var ekki greiðsluþjónusta eins og í dag. Það er líka mjög mikilvægt að eiga góða fjölskyldu og vini til að leita til þegar eitthvað kemur upp og eru til staðar.“ Það er líka ákveðin rómantík í kringum sjómennskuna? „Já, og það er alltaf gaman þegar Siggi kemur í land. Þegar hann var á Faxanum, voru þeir lengi í burtu og tóku sér góð frí á milli. Eftir að hann fór á Álsey þá lönduðu þeir oftast í Eyjum. Hann var líka miklu meira í burtu þegar hann var á Ísleifi og fleiri bátum, þá var oft landað í Færeyjum. Það er allt annað líf þegar þeir landa hérna heima,“ segir Aðalheiður og sendir öllum sjómönnum óskir um gleði- legan sjómannadag. Ég hefði vel getað hugsað mér að hafa hann í landi. En svona er þetta, honum líkaði vel á sjónum og kaupið er betra í dag en þegar hann var að byrja. Þetta var okkar ákvörðun. Ég þurfti nánast að sjá um alla hluti, heimili og fjármál, þá var ekki greiðsluþjónusta eins og í dag. ” FJÖLSKYLDAN SAMEINUÐ Fagnaðarfundur var þegar Heimaey VE kom til heimahafnar og Aðalheiður heilsaði upp á eiginmanninn eftir langa siglingu frá Chíle. Íris, Aðalheiður, Gunnar Þór, Óli og Sigurður. Aðalheiður Hafsteinsdóttir er eiginkona Sigurðar Ólafssonar, yfirstýrimanns: Þegar hann byrjaði hringdi maður á skrifstofuna til að fá fréttir -Nú er hann nettengdur og svo eru gervihnattasímar -JÁ, og það er alltaf gaman þegar Siggi kemur í land, segir Aðalheiður aðspurð um rómantíkina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.