Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Side 1
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Eyjafréttir
Hvatning til að gera
enn betur
eyjamenn í torfæru í
bandaríkjunum
Þrír svöruðu
kallinu >> 2 >> 12 >> 14
X - 2016
Vestmannaeyjum 26. október 2016 :: 43. árg. :: 43. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
Andri Hugo og Jón Helgi Gíslason á kótilettukvöldi.
Alþingiskosningar verða haldnar á
laugardaginn og verður þetta í 22.
skiptið sem þær eru haldnar frá
Lýðveldisstofnun 1944. Að þessu
sinni eru framboðin tólf talsins og
munu öll þeirra bjóða fram í
Suðurkjördæmi að undanskildum
Húmanistaflokknum sem býður
eingöngu fram í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður. Í Vestmannaeyjum eru
3166 manns á kjörskrá samkvæmt
upplýsingum á bæjarskrifstofunni og
voru þegar 207 manns búnir að kjósa
utankjörstaðar fyrir hádegi í gær.
Þess má geta að hægt verður að
greiða atkvæði utankjörstaðar fram á
föstudag á skrifstofu sýslumanns á
auglýstum opnunartíma.
Kjörsókn í Vestmannaeyjum hefur
verið í meðallagi undanfarnar
Alþingiskosningar en árið 2013 var
hún 81%, árið 2009 83,3% og svo
82,8% árið 2007.
Samkvæmt kosningaspá Kjarnans
sem gerð var á mánudag lítur allt út
fyrir að af tíu þingmönnum úr
Suðurkjördæmi verði þrír Vest-
mannaeyingar, Páll Magnússon og
Ásmundur Friðriksson frá Sjálf-
stæðisflokknum og Smári McCarthy
frá Pírötum.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur best
að vígi samkvæmt spánni en þar
kemur fram að 58% líkur séu á því
að Vilhjálmur Árnason komist einnig
inn á þing sem þriðji maður á lista,
Píratar og Framsóknarflokkurinn
verða hins vegar að láta sér nægja tvo
þingmenn og aðrir minna. Athygli
vekur að afar ólíklegt er að Oddný
Harðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar, nái kjöri en líkur
hennar samkvæmt spánni eru 13%.
Það sem brennur heitast á
Eyjamönnum fyrir komandi
kosningar er óneitanlega tvennt,
staða heilbrigðismála, eins og
reyndar hjá þjóðinni allri, og svo
samgöngumál. Það er því áhugavert
að skoða hvað frambjóðendur
nokkurra flokka höfðu að segja við
Eyjafréttir í aðdraganda kosninga.
Lára Skæringsdóttir, fyrir Fram-
sóknarflokkinn, sagðist styðja
sjálfstæðan rekstur Vestmannaeyinga
á Herjólfi og auknum fjárframlögum
til HSU um 250 milljónir svo hægt sé
að halda úti fæðingarþjónustu og
skurðstofuvakt. Ásmundur Friðriks-
son, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lagði
áherslu á þrjú atriði: 1. Að rekstur
Herjólfs verði á hendi heimamanna,
2. Sama fargjald í Þorlákshöfn og
Landeyjahöfn og 3. Að farið verði í
rannsóknir við Landeyjahöfn til að
tryggja þar siglingar allt árið.
Jóna Sólveig Elínardóttir frá
Viðreisn vill auka frelsi sveitarfélaga
til að ráðstafa fjármagni á sviði
heilbrigðismála þannig að það myndi
þjóna fólkinu á svæðunum sem best.
Kvótakerfið sagði Smári McCarty
fyrir Pírata vera ágætt, en fiskveiði-
stjórnunarkerfið ekki. Hann vill
smám saman fara yfir í uppboð á
afla. Vésteinn Valgarðsson í Alþýðu-
fylkingunni talaði fyrir aukinni
félagsvæðingu og vaxtalausu
fjármálakerfi.
Helga Tryggvadóttir, frambjóðandi
Vinstri grænna, sagði skiptingu gæða
þurfa að vera réttlátari og að framtíð
kvótakerfisins fælist í fyrningu
aflaheimilda á löngum tíma. Páll
Valur Björnsson í Bjartri framtíð
talaði fyrir fjölbreytni á öllum
sviðum, uppbyggingu ferðaþjónust-
unnar, umhverfisvernd og eflingu
heilsugæslu um allt land.
:: Alþingiskosningarnar á laugardaginn :: 3166 á kjörskrá í Eyjum ::
Geta valið á milli ellefu framboða og
hefur framboðið aldrei verið meira
:: Góðar líkur á að þrír Vestmannaeyingar nái inn á þing :: Samgöngu- og
heilbrigðismál brenna helst á fólki ::