Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Page 14
14 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016
Vestmannaeyjar eru drauma-
sveitarfélagið 2015 að mati
tímaritsins Vísbendingar, sem
sérhæfir sig í umfjöllun um
viðskipti og efnahagsmál og
hefur undanfarin ár gefið
sveitarfélögum einkunn þar sem
metin er staðan þeirra. Vest-
mannaeyjar eru með ein-
kunnina 8,2 og hefur ekki áður
komist á toppinn hjá Vísbend-
ingu. Í forsendum segir að
Vestmannaeyjar hafi verið að
borga niður skuldir og lækka
útsvarsprósentuna. Grindavík er
í öðru sæti með 8,1 og Fjalla-
byggð í því þriðja með 7,5. Á
botninum eru Reykjanesbær
með 2,8, Fljótsdalshérað 2,7,
Bolungarvík 2,6 og Skagafjörður
með 2,4.
Forsendur draumasveitar-
félagsins að mati Vísbendingar
eru að skattheimtan þarf að
vera sem lægst. Breytingar á
fjölda íbúa þurfa að vera
hóflegar. Afkoma sem hlutfall af
tekjum á að vera sem næst 10%.
Hlutfall nettóskulda af tekjum sé
sem næst 1,0. Veltufjárhlutfall sé
nálægt 1,0 þannig að sveitar-
félagið hafi góða lausafjárstöðu
en hafi ekki of mikla peninga í
lélegri ávöxtun. Allir þessi þættir
gilda jafnt.
„Draumasveitarfélagið er það
sveitarfélag sem er best statt
fjárhagslega samkvæmt nokkrum
mælikvörðum. Einkunnagjöfin
endurspeglar erfitt árferði. Einkunn-
ir þeirra hæstu eru lægri en verið
hefur. Nýtt sveitarfélag nær á
toppinn, Vestmannaeyjar með
einkunnina 8,2. Vestmannaeyjar
hafa verið að borga niður skuldir og
hafa lækkað útsvarsprósentuna,“
segir í umsögn Vísbendingar.
„Tímaritið Vísbending hefur í mörg
ár skoðað fjárhag sveitarfélaga og
gefið þeim einkunnir eftir nokkrum
þáttum sem mæla styrk þeirra. Það
er því að sjálfsögðu mjög ánægju-
legt fyrir okkur Eyjamenn að vera
núna metin fremst meðal jafningja
og hljóta þá eftirsóknarverðu
nafnbót, Daumasveitarfélagið. Við
vitum enda að forsenda góðrar
þjónustu er að hafa í höndunum
sterkan rekstur. Sjálfur hef ég séð
tímana tvenna á þeim stutta tíma
sem ég hef setið í stól bæjarstjóra.
Árið 2006 þegar ég var að hefja
störf hjá Vestmannaeyjabæ var
staðan einfaldlega sú að það þurfti
að fjármagna launagreiðslur með
lántöku og funda reglulega með
eftirlitsnefnd um fjármál Sveitar-
félaga af því að við vorum á
hausnum. Svigrúmið til að standa
að uppbyggingu á góðri þjónustu
var því ekkert,“ segir Elliði
Vignisson bæjarstjóri.
Kúvending
„Núna nokkrum árum seinna höfum
nánast greitt niður öll lán og
skuldbindingar sveitarfélagsins,
straumlínulagað rekstur og hagrætt
með það fyrir augum að efla
þjónustu við bæjarbúa til langs
tíma. Þetta er ekki alltaf auðvelt og
stundum gleymist að forsenda allrar
þjónustu er að sveitarfélagið sé vel
rekið. Það er líka mikilvægt að
muna að það voru hvorki við
núverandi stjórnendur né núverandi
íbúar sem bjuggum þetta ein til.
Núverandi sterka staða varð til með
striti bæjarbúa og erfiðum ákvörð-
unum stjórnenda í gegnum áratugi.
Forverar okkar í bæjarstjórn og
fyrrum bæjarstjórar glímdu oft við
mikið erfiðari aðstæður en við nú
þurfum að takast á við og án
dugnaðar og þors þeirra væri staðan
ekki jafn góð í dag og raun ber
vitni,“ bætir hann við.
Elliði segir að eigi hann að vera
alveg ærlegur þá hafi það ekkert
sérstaklega komið sér á óvart að
Vestmannaeyjar skyldu mælast
sterk hvað rekstrarstöðu varðar
þetta árið. „Ég átti þó ekki von á
því að við yrðum í þeirri eftir-
sóknarverðu stöðu að hljóta
viðurkenningu sem draumasveitar-
félagið. Við höfum verið með mjög
trausta tekjustofna og hagræðingar-
aðgerðir seinustu ára, eins og að
losa okkur undan oki Fasteignar,
hefur skilað sér í traustari stöðu.
Verulega aukin þjónusta
Vegna þessa var okkur mögulegt að
auka verulega þjónustu við
bæjarbúa eins og ákvörðun var
tekin um fyrr á þessu ári. Við
höfum því haft þau forréttindi að
geta aukið sérstaklega þjónustu við
okkar helstu þjónustuþega svo sem
barnafjölskyldur, aldraða og fatlaða.
Í því samhengi má til að mynda
nefna ákvörðun um heimagreiðslur
til foreldra barna undir 18 mánaða
aldri, fjölgun leikskólaplássa,
niðurgreiðslur til dagmæðra,
frístundakort, byggingu nýrrar
deildar við Hraunbúðir fyrir fólk
með Alzheimer, fjölgun hjúkrunar-
plássa við Hraunbúðir, fjölgun
þjónustuíbúða fyrir aldraða,
byggingu 4 til 6 íbúða fyrir fatlaða
og margt annað má til taka.
Þetta hefði ekki verið hægt nema
vegna þess að reksturinn stendur
sterkt. Á sama tíma höfum við
getað haldið áfram að styrkja innri
gerð samfélagsins með það fyrir
augum að þróa samfélagið og
bregðast við breytingum í atvinnu-
lífinu. Þannig höfum við getað
komið að uppbyggingu á Þekk-
ingarsetri Vestmannaeyja, stutt við
bakið á nýju háskólanámi, byggt
upp stoðkerfi í ferðaþjónustu eins
og með Eldheimum og nýja
útisvistarsvæðinu við sundlaugina
svo eitthvað sé til talið.“
Elliði segir samt eftir sem áður fulla
ástæða fyrir Eyjamenn að vera á
varðbergi. Sterk staða komi og fari
og það sé ekki á vísan að róa.
„Þetta er því hvatning fyrir okkur
að gera enn betur og tryggja að við
getum hér átt draumasveitarfélag til
langs tíma. Við sem tímabundið
gegnum embættum sem eru
langtum stærri en sá einstaklingur
sem gegnir því höfum ekki neinn
rétt á öðru en að skila af okkur
sterku samfélagi.“
Þjónustustigið með því besta
Hann segist í dag hafa minni
áhyggjur af fjárhagslegum rekstri
bæjarfélagsins en oft áður. „Ég veit
líka sem er að þjónustustigið hjá
okkur er í dag ekki bara orðið
samkeppnisfært heldur með því sem
best gerist á landinu. Ég hef í dag
langmestar áhyggjur af því hversu
slælega ríkið hefur staðið sig í þeim
lykilþáttum sem samgöngur og
heilbrigðisþjónusta er. Síðan tel ég
algerlega fráleitt þegar við sjálf
förum að eyða orkunni í að takast á
innbyrðis.
Það er út í hött þegar upp kemur
einhver neikvæðni bylgja sem
gengur út á að ekki megi tala um
það sem betur má fara. Auðvitað
bæði má og á að tala um hvað betur
má fara, en við gerum ekkert annað
en að skaða okkur sjálf ef við rífum
um leið niður það sem vel er
gert. Stundum gengur þessi
vitleysa svo langt að fólk verður
feimið við að tala fallega um bæinn
sinn. Rógurinn er hreinlega látinn
ganga og finnist laufblað fölnað eitt
er allur skógurinn fordæmdur. Við
það töpum við ekki bara sjálf
virðingu heldur drögum við
kjarkinn úr nýjum íbúum og nýjum
hugmyndum. Bölsóttin er alveg
hroðalega smitandi og eina
bólusettningin gegn henni er
jákvæðni, samstaða og dirfska.“
Þótt vissulega sé gaman að mælast
sterkt á samræmdum mælikvörðum
en það er samt hjómið eitt miðað
við mikilvægi samstöðunnar.
Ástæðan fyrir velgengni í Vest-
mannaeyjum og forsenda áfram-
haldandi velsældar er sem fyrr
samstaða og óbilandi vilji til að
byggja hér áfram okkar gæða
samfélag.
:: Tímaritið Vísbending :: Vestmannaeyjar Draumasveitarfélagið 2015 ::
Hvatning til að gera enn betur og
tryggja góða stöðu til langs tíma
:: Ástæðan fyrir velgengninni og forsenda áframhaldandi velsældar er samstaða og óbil-
andi vilji til að byggja hér áfram okkar gæða samfélag, segir bæjarstjóri ::
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
„Draumasveitarfélagið er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega samkvæmt nokkrum mælikvörðum,“ sagði Elliði Vignisson.