Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 24
Páskablaðið 18. apríl 2019KYNNINGARBLAÐ Kannt þú að kasta frisbídiski? Frisbígolf er ein mest vaxandi íþrótt í Evrópu í dag. Á Íslandi stunda nú 15–20.000 manns íþróttina og iðkendum fer ört fjölgandi. Á þessu ári má ætla að haldin verði yfir hundrað frisbígolfmót um land allt. Eitt þeirra er alþjóðlegt risamót! „Iceland Solstice“, og verður það haldið í Garðabæ á Vífils stöðum og Guðmundarlundi í Kópavogi. „Ætlun okkar er að stækka völlinn á Vífilsstöðum í 18 körfu völl í samvinnu við Garðabæ. Mun mótið verða hið glæsilegasta sem við höfum haldið og búast má við fjölda erlendra leikmanna. Segja má að Ísland sé á heimsvísu orðið eins konar Mekka í frisbígolfi. Er það m.a. vegna þess að hér á höfuðborgarsvæðinu er unnt að leika á þrettán frisbígolfvöllum þar sem ekki er lengra en fimm mínútna keyrsla á milli frisbígolfvalla“, segir Árni Sigurjónsson, eigandi Frisbí­ golfbúðarinnar, en hann er bæði kennari og keppnismaður í frisbígolfi. Á höfuðborgarsvæðinu eru 13 frisbígolfvellir en um land allt má finna um 60 frisbígolfvelli. „Þetta eru yfirleitt 9 körfu vellir, en sumir eru 18 körfu. Einn 18 körfu frisbígolfvöll er að finna á höfuðborgarsvæðinu, hann er í Gufunesinu.“ Þá má geta þess að Frisbígolfbúðin er að vinna að hönnun og uppsetningu á nýjum 18 körfu frisbígolfvelli við Háskólann á Akureyri sem verður hinn glæsilegasti. Starfs­ menn Frisbígolfbúðarinnar hafa verið iðnir við uppsetningu frisbígolfvalla víða um land. „Það styttist í að hægt verði að spila frisbígolf nánast hvar sem er á landinu.“ Ódýr og fjölskylduvæn dægra- stytting Frisbígolf er afar fjölskylduvænt sport. Það er stórskemmtilegt fyrir fjölskyld­ ur að stunda og nota tíma saman við þá iðju. Kostnaður er tiltölulega lítill. „Sem dæmi kostar „startpakki“, sem saman stendur af þremur diskum, ekki nema 5.000 krónur hjá okkur og þá er maður eiginlega orðinn gjaldgengur á þá fjölmörgu frisbígolfvelli sem er að finna um landið.“ Þarna er því um að ræða ódýra íþrótt sem hægt er að stunda nánast allan ársins hring. Hefur þú prófað frisbígolf? Diskarnir sem íþróttin er stunduð með eru töluvert frábrugðnir venjuleg­ um leikfanga­kastdiskum. Þeir eru aðeins þyngri og þá er tæknin og aðferðafræðin önnur. „Flestir kasta venjulegum leikfanga­kastdiskum frá bringu og út. En frisbígolfdiski er kastað þannig að líkja má því við að maður sé að toga sláttuvél í gang, sem staðsett er á borði fyrir aftan mann. Þannig býrðu til meiri snúning og hraða á diskinn þegar þú sleppir honum. En þetta er allt kennt ítar­ lega á námskeiðum sem við bjóðum upp á og þar fær spilarinn góða grunnfræðslu.“ Fjöldi námskeiða er í boði hjá Frisbígolfbúðinni fyrir einstaklinga og hópa, eins verða boðin námskeið fyrir börn og unglinga á öllum aldri . T.d. verða haldin námskeið í sumar í Guðmundarlundi í Kópavogi, sem eru ætluð fyrir börn frá 8 ára til 12 ára aldurs. Þar geta foreldrar nýtt frístundastyrk frá Kópavogi . Slík nám­ skeið hafa alltaf verið mjög vinsæl hjá krökkum. Eins býður Frisbígolfbúðin upp á námskeið fyrir 40 ára og eldri. Slíkt námskeið verður fljótlega haldið og er frekari upplýsingar að finna hjá starfsfólki Frisbígolfbúðarinnar. Fyrirtæki, hópefli Frisbígolfbúðin sér um hópefli og skemmtanir fyrir fyrirtæki. Sífellt fjölgar þeim sem hafa áhuga á því að kynnast sportinu og hefur þetta þar af leiðandi verið mjög vinsæll kostur fyrir hópa. Hægt er að forvitnast um öll nám- skeið með því að hafa samband við Frisbígolfbúðina í síma: 899-8899 eða í netpósti: frisbigolf@frisbigolf.is Frisbígolfbúðin er staðsett í Bolholti 4. Fylgstu með okkur á Facebook: Frisbígolf búðin FRISBÍGOLF: Þorvaldur. Árni og Benedikt, starfsmaður í Frisbígolfbúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.