Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 18. apríl 2019
F
innska lagið Aina Mun Pitää
er stysta lag keppninnar, en
það er aðeins 1 mínúta og
27 sekúndur. Lögin í keppn-
inni mega ekki vera lengri en þrjár
mínútur.
n Ítalir sögðu sig úr keppninni
árið 1981, ástæðan var einföld að
þeirra mati; „keppnin var of gam-
aldags. Ítalía hefur þó eftir það
unnið keppnina tvisvar, og er lag-
ið Soldi talið sigurstranglegt í ár.
n Ruslana vann fyrir hönd Úkra-
ínu árið 2004 og í viðurkenningar-
skyni fékk hún sæti á úkraínska
þinginu.
n Serbía tók þátt í fyrsta sinn sem
sjálfstætt ríki árið 2007 og vann!
n Lúxemborg hefur unnið fimm
sinnum, en enginn söngvaranna
hefur verið þarlendur. Fjórir voru
franskir og einn grískur.
n Árið 1981 hrelldi breska sveitin
Bucks Fizz áhorfendur með
frönskum rennilásum á pilsum
sínum. Um 48 klukkustundum
seinna voru franskir rennilásar
uppseldir á Bretlandi.
n Finnland beið þjóða lengst eft-
ir að vinna keppnina, í 44 ár frá
því að þeir tóku fyrst þátt árið
1961. Finnar höfðu aðeins þrisvar
fengið 12 stig og engin síðan árið
1977. Það breyttist þó allt þegar
skrímslin í Lordi stigu á svið árið
2006.
n Fyrsti skandallinn í keppninni
var árið 1957 þegar dönsku söngv-
ararnir Birthe Wilke og Gustav
Winckler kysstust í heilar ellefu
sekúndur í lok danska lagsins.
Hneykslismálin hafa verið mörg
síðan.
n Úrslit stigakeppninnar árið
1956 hafa aldrei verið gerð opin-
ber, að vinningslaginu frá Sviss
undanskildu. Hefur það að sjálf-
sögðu valdið heilabrotum og
samsæriskenningum í yfir fimm
áratugi. Tilraunir til að yfirheyra
dómara keppninnar til að fá úr-
slitin á hreint hafa ekki leitt til ör-
uggrar niðurstöðu.
n Yngsti sigurvegari keppninnar
var hin 13 ára gamla Sandra Kim
frá Belgíu, sem vann árið 1986
með J’aime La Vie. Ísland tók þátt
í fyrsta sinn það ár með Gleði-
bankann.
n Noregur hefur lent níu sinnum
í neðsta sæti! (1963, 1969, 1974,
1976, 1978, 1981, 1990, 1997 og
2001).
n Berfættir keppendur hafa unnið
fimm sinnum. Sandie Shaw (árið
1967), Sertab Erener (árið 2003),
Dima Bilan (árið 2008), Loreen
(árið 2012) og Emmelie De Forest
(árið 2013).
n Bretland gaf ABBA núll stig árið
1974, en eins og kunnugt er vann
sveitin þá fyrir hönd Svíþjóðar
með lagið Waterloo.
n Yngsti keppandinn er hinn 12
ára Jean Jacques frá Mónakó, sem
keppti fyrir Mónakó árið 1969
með lagið Maman, Maman. Sá
elsti er hinn 95 ára Emil Ramsau-
er sem keppti fyrir Sviss árið 2013
með hljómsveitinni Takasa.
n Árið 1969 voru fjórir vinnings-
hafar, þar sem þau lönd voru með
jöfn stig og engar reglur um jafn-
tefli. Ef jafntefli yrði í dag þá ynni
landið sem er með stig frá flestum
löndum.
n Undankeppn-
ir Eurovision
byrjuðu árið
2004.
n Ástralir eru einstaklega hrifn-
ir af Eurovision og hefur keppn-
in verið sýnd þar í beinni út-
sendingu frá árinu 1983, áhorf
á keppnina þar hefur margoft
verið mun meira en hjá mörgum
þátttökuþjóðum. Árið 2015 var
Ástralíu boðið að vera með sem
gestaþjóð og endaði í 5. sæti. Átti
það að vera aðeins í þetta eina
sinn, en Ástralía tekur þátt í ár í
fimmta skipti og hefur þegar stað-
fest þáttöku sína árin 2020–2023.
n Eitt vinsælasta skemmtiatriði í
sögu keppninar er Riverdance-at-
riðið sem flutt var árið 1994 þegar
keppnin var haldin á Írlandi.
n Portúgal tók þátt 49 sinnum þar
til landið vann árið 2017. Salvador
Sobral á stigahæsta vinningsfram-
lagið í keppninni með 758 stig fyr-
ir lag sitt Amar Pelos Dois.
n Lifandi dýr eru bönnuð á
Eurovision-sviðinu.
n Rússneska framlagið árið 2015,
A Million Voices, er fyrsta lagið
sem fær yfir 300 stig án þess að
vinna keppnina.
n Árið 2009 sendi Georgía lagið
We Don’t Wanna Put In í keppn-
ina sem haldin var í Moskvu.
Vegna deilna um texta lagsins
bannaði Samband evrópskra
sjónvarpsstöðva Georgíu að taka
þátt nema texta lagsins yrði breytt.
Georgía neitaði að gera það og
dró sig úr keppni.
n Vinningshafar hafa oft ekki
náð miklum eða langvarandi
frama utan eigin heimalands, þó
eru undantekningar á því og má
nefna ABBA (Svíþjóð árið 1974)
og Céline Dion (Sviss árið 1988)
sem dæmi.
n Keppnin hefst alltaf á stefinu
Prelude To Te Deum eftir Marc-
Antoine Charpentier, sem hefur
orðið þekkt sem Eurovision-þjóð-
söngurinn.
Íslendingar hafa jólað upp
nokkur Eurovision-lög þar á með-
al Den vilda, sem var framlag Svía
árið 1996, þar sem það lenti í 3.
sæti. Einn flytjenda og höfunda
lagsins er Peter Grönvall, sem er
sonur Bennys Andersson, sem
vann árið 1974 með ABBA. Krist-
ján Hreinsson samdi íslenskan
texta og Eivör gerði lagið eitt af
vinsælustu íslensku jólalögunum.
n Írland hefur unnið landa oftast,
alls sjö sinnum, þar af fjórum
sinnum á fimm árum; 1992, 1993,
1994 og 1996.
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Upphitun fyrir Eurovision er hafin og fyrir löngu hjá
heitustu aðdáendum keppninnar. Fyrsti þátturinn af
Alla leið var sýndur á RÚV laugardaginn 13. apríl þar
sem Felix Bergsson, Helga Möller og Karítas Harpa
Davíðsdóttir, ásamt góðum gestum, fóru yfir lögin
í keppninni í ár.Eins og við er að búast hefur margt
gengið á í 64 ára sögu keppninnar og hér eru tíndar
til nokkrar skemmtilegar, skondnar og/eða skrítnar
staðreyndir í gegnum áranna rás.
Eurovision: Skemmtilegar,
skondnar og skrítnar staðreyndir
Salvador Sobral
heillaði Evrópu með
framlagi sínu.
Skrímslin í Lordi
slógu svo sannar-
lega í gegn.
Ruslana kunni ekki
ensku þegar hún
keppti, nema texta
Wild Dances.
ICY tríóið var fyrsta
framlag Íslands í
Eurovision.
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is