Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 48
48 18. apríl 2019 G róusögur voru líf og yndi frúar Söruh Clews í enska bænum Atherton, á Stór- Manchester-svæðinu. Júlímorgun einn, árið 1889, klukk- an tuttugu mínútur yfir níu skaust Sarah yfir í skartgripabúðina við Market-stræti því þar vann ungur aðstoðarmaður, Walter Davies, sem hafði gaman af masinu í henni. Reyndar var viðkoma í versluninni orðin fastur liður í til- veru Söruh Clews. En þennan morgun var engan að sjá í versluninni og hún kallaði: „Walter,“ en fékk ekkert svar. Sarah vogaði sér aðeins innar í búð- ina og sá þá að kjallarahurðin féll ekki alveg að stöfum. Að frú Söruh Clews setti ugg. Allt löðrandi í blóði „Walter, Walter, ertu þarna?“ kall- aði Sarah niður í niðadimman kjallarann. Að neðan heyrði hún óhugnanleg hljóð, líkt og einhver væri að kafna. Henni leist ekki meira á blikuna en svo að hún yfir- gaf verslunina í flýti og hraðaði sér heim til að ná í Jack, son sinn. Jack fór með henni í verslunina og fór niður í kjallarann með lukt. Í skímunni sá hann hvar Walter lá í blóði sínu og einnig voru veggirn- ir baðaðir blóði. Walter var dáinn og ljóst að hann hafði verið bar- inn heiftarlega, með beittu vopni, í höfuð og háls og hálsæðin var í sundur. Prúttaði um verð Nokkur vitni sögðu lögreglu að þau hefðu séð virðulegan mann fara inn í búðina rétt fyrir klukk- an átta og eitt vitni sagðist hafa séð umræddan mann prútta um verð á silkivasaklút. Þar sem ekki var að sjá nokkur ummerki átaka ályktaði lögreglan að maðurinn hefði síðan snúið aftur í búðina. Walter hefði sennilega gripið hann glóðvolgan við að stela úrum, þjófurinn náð að slá Walter svo hann féll niður í kjallarann. Þar hefðu hin banvænu átök síðan átt sér stað. Bent lögregluforingi, sem sá um rannsókn málsins, sagði síðar í endurminningum sínum: Hann [morðinginn] var síðan svo ófor- skammaður og kaldrifjaður að fara í gegnum vasa fórnarlambs síns, þar sem það lá blóðugt við fæt- ur hans. Hann stal úrinu hans og keðju og því litla fé sem hann hafði í vösunum.“ Handtaka á markaði Síðar þennan sama dag komst lög- reglan á snoðir um að morðinginn hefði veðsett einhverja muni hjá veðlánara við Rochdale-veg í Manchester. Hann hafði kvittað fyrir með nafninu Fred Smith. Gerðist fátt næstu mánuði, eða þar til snemma í október. Þá hand- tóku þrír lögreglumenn 48 ára karlmann, John Edward Lorn, á markaði í Wigan. Hann var færður í höfuðstöðv- ar lögreglunnar í Manchester og þar bar veðlánarinn frá Rochdale kennsl á hann og sagði að þar væri kominn maðurinn sem veðsetti úr og fleira úr fórum Walters Davies. Sýndist lögreglu nú sem málið væri upplýst. Gómaður í veðlánabúð Ekki voru þó öll kurl komin til graf- ar og á þessum tíma var mikið um þjófnaði á lestarstöðvum í Eccles, Manchester, Carlisle og Crewe. Þjófurinn sem þar var á ferðinni var virðulegur að sjá og einbeitti sér alla jafna að konum og körlum sem virtust í þokkalegum efnum. Áður nefndan Bent grunaði að þjófurinn hefði aðsetur í Eccles og þann 28. október var William nokkur Chadwick, 28 ára, gómað- ur þegar hann reyndi að veðsetja muni sem stolið hafði verið af ónefndum lestarfarþega. Við leit á heimili Williams Chadwick fannst ógrynni af veð- miðum og fjöldi muna auk 600 sterlingspunda í reiðufé. „Með rangan mann í haldi“ Nú tóku mál óvænta stefnu því á meðan Chadwick var í varðhaldi las hann í dagblaði um hand- töku Johns Edwards Lorn vegna SAKAMÁL MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS Í REYKJANESBÆJARhjarta MORÐIÐ Á AÐSTOÐARMANNINUM Í ATHERTON n Frú Clews hugðist fá morgunslúðrið sitt n Kom að mannlausri verslun n Í kjallaranum lá Walter í blóði sínu n Í upphafi rannsóknar fór lögreglan villur vegar „Walter, Walter, ertu þarna?“ kallaði Sarah niður í niða­ dimman kjall­ arann. Market-stræti Í skartgripaverslun við þessa götu var Walter Davies myrtur. William Chadwick Hneigðist ungur til þjófnaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.