Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 48
48 18. apríl 2019 G róusögur voru líf og yndi frúar Söruh Clews í enska bænum Atherton, á Stór- Manchester-svæðinu. Júlímorgun einn, árið 1889, klukk- an tuttugu mínútur yfir níu skaust Sarah yfir í skartgripabúðina við Market-stræti því þar vann ungur aðstoðarmaður, Walter Davies, sem hafði gaman af masinu í henni. Reyndar var viðkoma í versluninni orðin fastur liður í til- veru Söruh Clews. En þennan morgun var engan að sjá í versluninni og hún kallaði: „Walter,“ en fékk ekkert svar. Sarah vogaði sér aðeins innar í búð- ina og sá þá að kjallarahurðin féll ekki alveg að stöfum. Að frú Söruh Clews setti ugg. Allt löðrandi í blóði „Walter, Walter, ertu þarna?“ kall- aði Sarah niður í niðadimman kjallarann. Að neðan heyrði hún óhugnanleg hljóð, líkt og einhver væri að kafna. Henni leist ekki meira á blikuna en svo að hún yfir- gaf verslunina í flýti og hraðaði sér heim til að ná í Jack, son sinn. Jack fór með henni í verslunina og fór niður í kjallarann með lukt. Í skímunni sá hann hvar Walter lá í blóði sínu og einnig voru veggirn- ir baðaðir blóði. Walter var dáinn og ljóst að hann hafði verið bar- inn heiftarlega, með beittu vopni, í höfuð og háls og hálsæðin var í sundur. Prúttaði um verð Nokkur vitni sögðu lögreglu að þau hefðu séð virðulegan mann fara inn í búðina rétt fyrir klukk- an átta og eitt vitni sagðist hafa séð umræddan mann prútta um verð á silkivasaklút. Þar sem ekki var að sjá nokkur ummerki átaka ályktaði lögreglan að maðurinn hefði síðan snúið aftur í búðina. Walter hefði sennilega gripið hann glóðvolgan við að stela úrum, þjófurinn náð að slá Walter svo hann féll niður í kjallarann. Þar hefðu hin banvænu átök síðan átt sér stað. Bent lögregluforingi, sem sá um rannsókn málsins, sagði síðar í endurminningum sínum: Hann [morðinginn] var síðan svo ófor- skammaður og kaldrifjaður að fara í gegnum vasa fórnarlambs síns, þar sem það lá blóðugt við fæt- ur hans. Hann stal úrinu hans og keðju og því litla fé sem hann hafði í vösunum.“ Handtaka á markaði Síðar þennan sama dag komst lög- reglan á snoðir um að morðinginn hefði veðsett einhverja muni hjá veðlánara við Rochdale-veg í Manchester. Hann hafði kvittað fyrir með nafninu Fred Smith. Gerðist fátt næstu mánuði, eða þar til snemma í október. Þá hand- tóku þrír lögreglumenn 48 ára karlmann, John Edward Lorn, á markaði í Wigan. Hann var færður í höfuðstöðv- ar lögreglunnar í Manchester og þar bar veðlánarinn frá Rochdale kennsl á hann og sagði að þar væri kominn maðurinn sem veðsetti úr og fleira úr fórum Walters Davies. Sýndist lögreglu nú sem málið væri upplýst. Gómaður í veðlánabúð Ekki voru þó öll kurl komin til graf- ar og á þessum tíma var mikið um þjófnaði á lestarstöðvum í Eccles, Manchester, Carlisle og Crewe. Þjófurinn sem þar var á ferðinni var virðulegur að sjá og einbeitti sér alla jafna að konum og körlum sem virtust í þokkalegum efnum. Áður nefndan Bent grunaði að þjófurinn hefði aðsetur í Eccles og þann 28. október var William nokkur Chadwick, 28 ára, gómað- ur þegar hann reyndi að veðsetja muni sem stolið hafði verið af ónefndum lestarfarþega. Við leit á heimili Williams Chadwick fannst ógrynni af veð- miðum og fjöldi muna auk 600 sterlingspunda í reiðufé. „Með rangan mann í haldi“ Nú tóku mál óvænta stefnu því á meðan Chadwick var í varðhaldi las hann í dagblaði um hand- töku Johns Edwards Lorn vegna SAKAMÁL MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS Í REYKJANESBÆJARhjarta MORÐIÐ Á AÐSTOÐARMANNINUM Í ATHERTON n Frú Clews hugðist fá morgunslúðrið sitt n Kom að mannlausri verslun n Í kjallaranum lá Walter í blóði sínu n Í upphafi rannsóknar fór lögreglan villur vegar „Walter, Walter, ertu þarna?“ kallaði Sarah niður í niða­ dimman kjall­ arann. Market-stræti Í skartgripaverslun við þessa götu var Walter Davies myrtur. William Chadwick Hneigðist ungur til þjófnaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.