Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 40
40 18. apríl 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginTíminn 27. janúar 1965 Á rið 1994 komu fram upp- lýsingar um að KGB hefði reynt að eyðileggja leið- togafundinn í Höfða. Yuri Shvets, fyrrverandi njósn- ari KGB, sagði frá þessu í bók en hann var þá í felum í Bandaríkj- unum. Ástæðuna fyrir þessu sagði Shvets vera deilur á milli KGB og utanríkis ráðuneytisins og keppni um hylli Mikhails Gorbachev. Dulnefnið Sókrates Yuri Shvets er einn þekktasti njósnari Sovétríkjanna. Shvets er úkraínskur að uppruna og lærði njósnir með Vladimír Pútín. Báð- ir störfuðu þeir fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB, Shvets á ár- unum 1980 til 1990. Nafn Shvets komst í deigluna þegar hann var vitni í máli njósnarans Alexanders Litvinenko sem myrtur var með eitri árið 2006. Eftir að járntjaldið féll og kommúnisminn í Austur-Evrópu hrundi flutti Shvets til Bandaríkj- anna og skrifaði þar bækur í fel- um. Ein af þeim bar nafnið Was- hington Station: My Life as a KGB Spy og þar er reynslu hans af njósnum í Bandaríkjunum lýst. Shvets fór sjálfur í njósnaferðir til Bandaríkjanna og þar réð hann undirmenn sem störfuðu innan bandaríska stjórnkerfisins. Einn af þeim var Ástrali að nafni John Hel- mer, sem fékk dulnefnið Sókrates. Í viðtali frá árinu 1995 lýsti Shvets hvernig Helmer hefði viljað nota sínar upplýsingar til þess að kúga Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta á leiðtogafundinum í Höfða í október árið 1986. CIA og Medellin-hringurinn Upplýsingarnar sem um ræðir voru þær að CIA, bandaríska leyniþjónustan, væri í samstarfi við Medellin-eiturlyfjahringinn, varðandi innflutning kókaíns til Bandaríkjanna. Ágóðinn af sölunni væri notaður til þess að kaupa vopn fyrir skæruliða í Nik- aragva. Eins og flestir vita funduðu Reagan og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, um tak- mörkun kjarnorkuvopna. Shvets sagði: „KGB notaði upplýsingarnar hans og sagði Gorbachev að nota þær til þess að beita Banda- ríkjastjórn þrýstingi á leiðtoga- fundinum í Reykjavík,“ og enn fremur: „Það skipti KGB ekki máli hvort upplýsingarnar væru sann- reynanlegar, en þær voru kynntar sem sannindi fyrir Gorbachev.“ Shvets segir að með þessu hafi KGB viljað eyðileggja Höfðafund- inn. „Yfirstjórn KGB hafði mikl- ar áhyggjur af því að utanríkis- ráðuneytið hefði öll völd í utan- ríkismálum Sovétríkjanna. Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að starfsfólk utanríkisráðuneytisins væri að spila leikinn eftir reglum Bandaríkjamanna og létu stjórn- ast. Þess vegna vildi KGB skemma fundinn með öllum ráðum og láta Gorbachev halda að utanríkis- ráðuneytið hefði klúðrað honum. KGB væri hins vegar stofnunin sem hægt væri að treysta í utanrík- ismálum.“ n Á rið 1995 stöðvaði slökkvi- liðið í Reykjavík óvenju- lega uppákomu í mið- bænum. Eigendur skemmtistaðarins Déjá Vu höfðu pakkað staðnum inn í gjafa- pappír í tilefni af eins árs afmæli staðarins. Einn eigendanna var Kiddi Bigfoot sem ræddi við DV um þetta skemmtilega en jafn- framt eldfima uppátæki. Átta tíma vinna Skemmtistaðurinn Déjá Vu, sem stóð við Bankastræti, var opnað- ur í mars árið 1994. Til að fagna eins árs afmæli staðarins var ákveðið að pakka honum inn í umbúðapappír, líkt og húsið sjálft væri afmælisgjöf. Var hug- myndin sú að gestirnir gætu „kíkt í pakkann.“ Kristján Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, var skemmtanastjóri Déjá Vu og einn af eigendum staðarins. Í samtali við DV segir hann: „Á þessum tíma vorum við oft að fá mjög skemmtilegar hugmyndir og framkvæmdum margar af þeim. Déjá Vu var þekktur fyrir brjálaðar uppá- komur allar helgar og starfsfólkið í gargandi stuði, dansandi uppi á barborðinu. Þarna var eins árs af- mælishelgi að hefjast. Staffið ók á limma um bæinn við að dreifa boðsmiðum og við vorum nokkr- ir að pakka staðnum. Það tók um það bil átta klukkutíma að pakka honum inn. Þegar það var búið stóðum við fyrir utan kófsveittir en helsáttir við útkomuna.“ Löggan kölluð til Þá kom aftur á móti babb í bát- inn. Slökkviliðið mætti á staðinn til að stöðva uppátækið. Enda LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Allir posar frá Verifone taka við snertilausum greiðslum með farsímum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Pökkuðu skemmtistað í gjafapappír Lögreglan og slökkviliðið mætti á svæðið KGB vildi eyðileggja leiðtogafundinn í Höfða„Það skipti KGB ekki máli hvort upplýsingarnar væru sann­ reynanlegar Kiddi Bigfoot Skemmt- anastjóri, plötu- snúður og eigandi. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Leiðtogafundurinn Reagan og Gorbachev í Höfða. Yuri Shvets Í sjónvarpsviðtali árið 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.