Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 18. apríl 2019 Tannhirða mikilvæg yfir páskana n Sykur sem kemur í klístruðu formi er verstur fyrir tennurnar n Bursta þarf tennurnar tvisvar sinnum á dag N ú líður senn að páskum og hefst þá sú hátíð sem inni- heldur líklega hvað mesta sælgætisátið. Það sem ein- kennir páskana gjarnan er góð- ur matur, sameiginleg fjölskyldu- stund, súkkulaði og spenntir krakkar. Þá er mikilvægt að hafa góða tannhirðu í huga en foreldrar gegna lykilhlutverki í tannvernd barna sinni. Það skiptir því miklu máli að vita hvað er þeim fyrir bestu svo tennur þeirra verði heil- ar í framtíðinni. Betra að borða allt í einu Það er vitað mál að sykur skemm- ir tennur. Eftir að hann kemur inn fyrir varir okkar breyta bakteríur í munninum honum í sýru sem leysir upp glerunginn. Þessi sýru- árás hefst aðeins nokkrum mínút- um eftir neyslu sykursins og hafa tannlæknar því ráðlagt fólki að forðast sykurneyslu á milli mála. Þegar kemur að tannhirðu þá skiptir minna máli hversu mikils sykurs er neytt, meira hve oft hans er neytt. Því telja tannlæknar skyn- samlegast að borða allan sykur- skammtinn í einu frekar en að dreifa honum yfir á marga daga. Sykur sem kemur í klístruðu formi, til dæmis karamellur, hlaup og lakkrís, er verstur fyrir tennurn- ar okkar. Hann situr lengi á þeim og skemmir þær. Mikilvægt að gæta hófs Íslendingar verða seint þekktir fyr- ir hófsemi enda eigum við það til að taka hlutina alla leið, þar eru páskarnir engin undantekning. Við viljum gera vel við okkur og kaupum okkur jafnvel nokkur páskaegg á mann. Þrátt fyrir að magn sykurs sé hans neytt á skömmum tíma hafi minni áhrif á tannhold okkar en ef við dreifum honum á marga daga þá er það mikilvægt heilsu okkar að reyna eftir bestu getu að gæta hófs þegar kemur að páskaeggjunum. Fylgj- ast með því hvað börnin okkar eru að láta ofan í sig og hjálpa þeim með hreinsun tannanna. Bursta þarf tennurnar tvisvar sinnum á dag, bæði kvölds og morgna, með flúortannkremi og þegar börnin hafa borðað mikið af sælgæti þarf sérstaklega að vanda sig. Þá þarf að hjálpa þeim við notkun á tann- þræði einu sinni á dag en með honum er hægt að ná óhreinind- um sem festast á milli tannanna. Segja má að málshátturinn „Allt er best í hófi“ eigi vel við á þessum árstíma og mættu margir breyta samkvæmt honum. n SKRÁNING OPNAR KL. 13:00 Á LAUGARDAG 31. ÁGÚST 2019 KIA BRONS 48 KM KIA GULL 106 KM KIA SILFUR 65 KM Kiagullhringurinn Kiagullhringurinn #kiagull www.kiagullhringurinn.is KIA Í SAMVINNU VIÐ FONTANA KYNNIR: SKEMMTILEGASTA HJÓLREIÐAKEPPNI ÁRSINS KIA GULL 2019 Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.